NBA: Lakers í úrslit Vesturdeildarinnar 17. maí 2008 11:27 Leikmenn Utah kláruðu tímabilið á heimavelli í gær. Nordic Photos / Getty Images LA Lakers tryggði sér í nótt sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar en útkljá þarf viðureign Boston og Cleveland í oddaleik. LA Lakers vann Utah, 108-105, og þar með rimmuna 4-2. Lakers voru með mikla yfirburði í leiknum allt fram í fjórða leikhluta er Utah náði skyndilega að hleypa mikilli spennu í leikinn og minnka muninn mest í tvö stig. Paul Millsap og Deron Williams fengu báðir tækifæri til að jafna metin á síðustu sekúndum leiksins en misnotuðu báðir þriggja stiga tilraunir sínar. Lakers fagnaði því sigri sem var þó fyllilega sanngjarn. Þetta var fyrsti sigurinn á útivelli í þessari viðureign en til þessa hafa heimaliðin í bæði viðureignum Boston og Cleveland annars vegar og New Orleans og San Antonio hins vegar unnið alla leikina til þessa. Enda þarf oddaleik til að knýja fram úrslit í báðum rimmum. Lakers fær því nú nokkra daga í hvíld þar til þar verður ljóst hvort liðið mætir New Orleans eða San Antonio í úrslitunum. Lakers varð í efsta sæti Vesturdeildarinnar og verður því með heimavallarréttinn gegn hvoru liði sem er. Lakers hafði nítján stiga forystu í hálfleik í nótt og sextán stig þegar fjórði leikhlutinn hófst. En þrátt fyrir áhlaup heimamanna misstu leikmenn Lakers ekki taugarnar og klikkuðu á aðeins einu víti síðustu rúmu tvær mínúturnar, þegar mestu máli skipti. Andrei Kirilenko setti niður þrist þegar sextán sekúndur voru eftir og minnkaði muninn í tvö stig. Bryant jók muninn aftur í fjögur stiga af vítalínuni en Millsap svaraði nánast umsvifalaust með troðslu. Derek Fisher fór þá á vítalínuna og misnotaði síðara skotið sitt sem þýddi að Utah gat tryggt sér framlengingu í síðustu sókn sinni sem hófst þegar tólf sekúndur voru til leiksloka. En sem fyrr segir tókst það ekki. Kobe Bryant lék vel þrátt fyrir að vera aumur í bakinu og skoraði 34 stig, tók átta fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hann hitti úr níu af nítján skotum utan af velli og nýtti fimmtán af sautján vítaköstum. Pau Gasol kom næstur með sautján stig og Derek Fisher sextán. Deron Williams var stigahæstur hjá Utah með 21 stig og fjórtán stoðsendingar og Mehmet Okur var með sextán stig og tíu fráköst. Carlos Boozer hefur oft leikið betur en hann var með tólf stig og fjórtán fráköst auk þess sem hann fékk sína sjöttu villu í fjórða leikhluta og missti þar með af lokamínútunum. Það kemur í ljós á mánudagskvöldið hvort andstæðingur Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar verður San Antonio eða New Orleans. Cleveland vann Boston, 74-69, þökk sé frábærri frammistöðu í öðrum leikhluta. Þar með er staðan jöfn í rimmunni, 3-3, og ræðst annað kvöld í Boston. Það var fyrst og fremst öflugur varnarleikur sem tryggði Cleveland sigurinn í nótt en liðið skoraði 24 stig í öðrum leikhluta gen aðeins fimmtán frá Boston. Það dugði til að skapa liðinu nægilega gott forskot fyrir síðari hálfleikinn. LeBron James átti einnig frábæran síðari hálfleik og skoraði tvær lykilkörfur í fjórða leikhluta auk þess sem að Wally Szczerbiak setti niður þrist þegar tvær mínútur voru eftir. Dugði það til að halda aftur af Boston. Boston tapaði þar með sínum sjötta útileik í röð í úrslitakeppninni en á móti kemur að liðið hefur unnið sjö leiki í röð á heimavelli og unnið alls fimmtán af átján oddaleikjum liðsins á heimavelli í gegnum tíðina. LeBron James skoraði 32 stig í leiknum, þar af nítján í síðari hálfleik, auk þess em hann tók tólf fráköst. Delonte West skoraði tíu stig, þar af flautuþrist í lok fyrri hálfleiks úr ómögulegri stöðu. Það er enginn leikur á dagskrá NBA-deildarinnar í dag. NBA Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Sjá meira
LA Lakers tryggði sér í nótt sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar en útkljá þarf viðureign Boston og Cleveland í oddaleik. LA Lakers vann Utah, 108-105, og þar með rimmuna 4-2. Lakers voru með mikla yfirburði í leiknum allt fram í fjórða leikhluta er Utah náði skyndilega að hleypa mikilli spennu í leikinn og minnka muninn mest í tvö stig. Paul Millsap og Deron Williams fengu báðir tækifæri til að jafna metin á síðustu sekúndum leiksins en misnotuðu báðir þriggja stiga tilraunir sínar. Lakers fagnaði því sigri sem var þó fyllilega sanngjarn. Þetta var fyrsti sigurinn á útivelli í þessari viðureign en til þessa hafa heimaliðin í bæði viðureignum Boston og Cleveland annars vegar og New Orleans og San Antonio hins vegar unnið alla leikina til þessa. Enda þarf oddaleik til að knýja fram úrslit í báðum rimmum. Lakers fær því nú nokkra daga í hvíld þar til þar verður ljóst hvort liðið mætir New Orleans eða San Antonio í úrslitunum. Lakers varð í efsta sæti Vesturdeildarinnar og verður því með heimavallarréttinn gegn hvoru liði sem er. Lakers hafði nítján stiga forystu í hálfleik í nótt og sextán stig þegar fjórði leikhlutinn hófst. En þrátt fyrir áhlaup heimamanna misstu leikmenn Lakers ekki taugarnar og klikkuðu á aðeins einu víti síðustu rúmu tvær mínúturnar, þegar mestu máli skipti. Andrei Kirilenko setti niður þrist þegar sextán sekúndur voru eftir og minnkaði muninn í tvö stig. Bryant jók muninn aftur í fjögur stiga af vítalínuni en Millsap svaraði nánast umsvifalaust með troðslu. Derek Fisher fór þá á vítalínuna og misnotaði síðara skotið sitt sem þýddi að Utah gat tryggt sér framlengingu í síðustu sókn sinni sem hófst þegar tólf sekúndur voru til leiksloka. En sem fyrr segir tókst það ekki. Kobe Bryant lék vel þrátt fyrir að vera aumur í bakinu og skoraði 34 stig, tók átta fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hann hitti úr níu af nítján skotum utan af velli og nýtti fimmtán af sautján vítaköstum. Pau Gasol kom næstur með sautján stig og Derek Fisher sextán. Deron Williams var stigahæstur hjá Utah með 21 stig og fjórtán stoðsendingar og Mehmet Okur var með sextán stig og tíu fráköst. Carlos Boozer hefur oft leikið betur en hann var með tólf stig og fjórtán fráköst auk þess sem hann fékk sína sjöttu villu í fjórða leikhluta og missti þar með af lokamínútunum. Það kemur í ljós á mánudagskvöldið hvort andstæðingur Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar verður San Antonio eða New Orleans. Cleveland vann Boston, 74-69, þökk sé frábærri frammistöðu í öðrum leikhluta. Þar með er staðan jöfn í rimmunni, 3-3, og ræðst annað kvöld í Boston. Það var fyrst og fremst öflugur varnarleikur sem tryggði Cleveland sigurinn í nótt en liðið skoraði 24 stig í öðrum leikhluta gen aðeins fimmtán frá Boston. Það dugði til að skapa liðinu nægilega gott forskot fyrir síðari hálfleikinn. LeBron James átti einnig frábæran síðari hálfleik og skoraði tvær lykilkörfur í fjórða leikhluta auk þess sem að Wally Szczerbiak setti niður þrist þegar tvær mínútur voru eftir. Dugði það til að halda aftur af Boston. Boston tapaði þar með sínum sjötta útileik í röð í úrslitakeppninni en á móti kemur að liðið hefur unnið sjö leiki í röð á heimavelli og unnið alls fimmtán af átján oddaleikjum liðsins á heimavelli í gegnum tíðina. LeBron James skoraði 32 stig í leiknum, þar af nítján í síðari hálfleik, auk þess em hann tók tólf fráköst. Delonte West skoraði tíu stig, þar af flautuþrist í lok fyrri hálfleiks úr ómögulegri stöðu. Það er enginn leikur á dagskrá NBA-deildarinnar í dag.
NBA Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Sjá meira