Körfubolti

Óvæntur sigur Hauka í Keflavík

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 23 stig fyrir Hauka í kvöld.
Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 23 stig fyrir Hauka í kvöld. Mynd/E. Stefán

Iceland Express deild kvenna hófst í kvöld með fjórum leikjum. Óvæntustu úrslitin voru í Keflavík þar sem Haukar unnu góðan fimm stiga sigur.

Þá vann KR góðan sigur í Grindavík, 73-63 en þessum fjórum liðum var spáð efstu fjórum sætunum í vetur. Keflavík efsta sætinu og KR öðru sæti.

Valur vann Fjölni í Grafarvoginum, 72-46, og Hamar vann öruggan sigur á Snæfelli á heimavelli, 83-59.

Haukar byrjuðu betur í leiknum en höfðu einungis eins stiga forystu í hálfleik, 34-33. Spennan hélst svo áfram í þriðja leikhluta en Haukar náðu svo undirtökunum í lokaleikhlutanum, þó svo að Keflvíkingar hafi aldrei verið langt undan. Lokatölur voru 65-60, Haukum í hag.

Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 23 stig fyrir Hauka og Slavica Dimovska 21.

Hjá Keflavík var Pálína Gunnlaugsdóttir stigahæst með nítjan stig en Birna Valgarðsdóttir skoraði tólf.

Grindvíkingar voru með yfirhöndina í hálfleik gegn KR, 33-31, en KR-ingar tóku svo völdin í síðari hálfleik og fögnuðu að lokum tíu stiga sigri. Þar var Hildur Sigurðardóttir stigahæstu með 21 stig og Sigrún Sjöfn Ámundardóttir kom næst með sautján.

Jovana Stefánsdóttir skoraði sextán stig fyrir Grindavík og Ólöf Helga Pálsdóttir tólf.

Í Hveragerði fór Kiki Barkus mikinn í liði Hamars með 34 stig en Detra Ashley skoraði sextán stig fyrir Snæfell.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×