Teppaleiðangurinn í Kabúl var vel undirbúinn Óli Tynes skrifar 27. ágúst 2008 14:10 Íslenskir friðargæsluliðar í Afganistan. Starfsmenn íslensku friðargæslunnar eru ekki allir sáttir við umfjöllun um árásina í Kjúklingastræti í október 2004. Ferð friðargæsluliðanna í Kabúl hefur verið kölluð glapræði og mistök. Bent er á að ferðin hafi verið mjög vel undirbúin. Áður en hún var farin var gerð vettvangskönnun í umhverfinu um Kjúklingastræti. Gatan sjálf var sérstaklega könnuð til þess að staðsetja umrædda teppaverslun, en margar slíkar eru til húsa við götuna. Á þessum tíma var ástandið í Kabúl metið tiltölulega gott. Öryggisverðir friðargæsluliðsins kölluðu það grænt viðbúnaðarstig, sem er það lægsta á skalanum. Aðstæður við verslunina voru metnar þannig að gatan væri þröng og mikil umferð um hana. Því væri ráðlegt að stoppa stutt og að vörurnar yrðu tilbúnar til afhendingar þegar komið væri að sækja þær. Sex vopnaðir friðargæsluliðar fóru í teppaleiðangurinn á tveim sérstaklega styrktum jeppum. Með þeim voru einnig Bandaríkjamaður og Tyrki sem var kunnugur eiganda verslunarinnar. Þegar til kom voru vörurnar ekki tilbúnar og því var stoppið lengra en ætlað var. Rétt í þann mund sem menn voru loks að búast til brottfarar var ráðist á þá með þrem handsprengjum. Afgönsk stúlka og bandarísk kona létu lífið og fjórir friðargæsluliðar særðust, auk nokkurra afganskra vegfarenda. Tilræðismaðurinn lét einnig lífið. Starfsmaður Friðargæslunnar (ekki frá Kabúl) sem Vísir talaði við bendir á álitsgerð sem tveir hæstaréttardómarar unnu fyrir utanríkisráðuneytið. Þar sé þess getið að ekkert bendi til annars en að öryggisgæsla í ferðinni í Chicken Street hafi verið óaðfinnanleg og að íslensku friðargæsluliðarnir hafi í einu og öllu brugðist rétt við. Fyrrnefndur starfsmaður bendir einnig á að í álitsgerðinni segi að ekki liggi fyrir neinar vísbendingar frá öryggisyfirvöldum friðargæslunnar um að lengd dvalarinnar fyrir utan verslunina í Chicken Street hafi orsakað árásina eða hvort hún hafi ráðist af því að þar var um tilviljanakennt skotmark að ræða. Hvað sem því líði sé ljóst að frumábyrgð á árásinni liggi hjá þeim sem skipulögðu hana og framkvæmdu. Starfsmanninum þykir ódýrt að menn í skrifstofustólum heima á Íslandi skuli taka að sér að dæma í málinu. Innlent Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Starfsmenn íslensku friðargæslunnar eru ekki allir sáttir við umfjöllun um árásina í Kjúklingastræti í október 2004. Ferð friðargæsluliðanna í Kabúl hefur verið kölluð glapræði og mistök. Bent er á að ferðin hafi verið mjög vel undirbúin. Áður en hún var farin var gerð vettvangskönnun í umhverfinu um Kjúklingastræti. Gatan sjálf var sérstaklega könnuð til þess að staðsetja umrædda teppaverslun, en margar slíkar eru til húsa við götuna. Á þessum tíma var ástandið í Kabúl metið tiltölulega gott. Öryggisverðir friðargæsluliðsins kölluðu það grænt viðbúnaðarstig, sem er það lægsta á skalanum. Aðstæður við verslunina voru metnar þannig að gatan væri þröng og mikil umferð um hana. Því væri ráðlegt að stoppa stutt og að vörurnar yrðu tilbúnar til afhendingar þegar komið væri að sækja þær. Sex vopnaðir friðargæsluliðar fóru í teppaleiðangurinn á tveim sérstaklega styrktum jeppum. Með þeim voru einnig Bandaríkjamaður og Tyrki sem var kunnugur eiganda verslunarinnar. Þegar til kom voru vörurnar ekki tilbúnar og því var stoppið lengra en ætlað var. Rétt í þann mund sem menn voru loks að búast til brottfarar var ráðist á þá með þrem handsprengjum. Afgönsk stúlka og bandarísk kona létu lífið og fjórir friðargæsluliðar særðust, auk nokkurra afganskra vegfarenda. Tilræðismaðurinn lét einnig lífið. Starfsmaður Friðargæslunnar (ekki frá Kabúl) sem Vísir talaði við bendir á álitsgerð sem tveir hæstaréttardómarar unnu fyrir utanríkisráðuneytið. Þar sé þess getið að ekkert bendi til annars en að öryggisgæsla í ferðinni í Chicken Street hafi verið óaðfinnanleg og að íslensku friðargæsluliðarnir hafi í einu og öllu brugðist rétt við. Fyrrnefndur starfsmaður bendir einnig á að í álitsgerðinni segi að ekki liggi fyrir neinar vísbendingar frá öryggisyfirvöldum friðargæslunnar um að lengd dvalarinnar fyrir utan verslunina í Chicken Street hafi orsakað árásina eða hvort hún hafi ráðist af því að þar var um tilviljanakennt skotmark að ræða. Hvað sem því líði sé ljóst að frumábyrgð á árásinni liggi hjá þeim sem skipulögðu hana og framkvæmdu. Starfsmanninum þykir ódýrt að menn í skrifstofustólum heima á Íslandi skuli taka að sér að dæma í málinu.
Innlent Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira