Erlent

Sum lyfseðilsskyld megrunarlyf hafa alvarlegar aukaverkanir

Sífelt fleiri landsmenn neyta lyfseðilsskyldra megrunarlyfja, en sum þeirra hafa alvarlegar aukaverkanir eins og þunglyndi. Skammturinn af nýjasta lyfinu kostar tæplega fjörtíu þúsund krónur.

Notkun lyfseðilsskyldra megrunarlyfja hefur aukist töluvert sé litið til síðustu tveggja ára. í fyrra voru tæplega eittþúsund sem tóku lyfin. Árið þar áður voru það rúmlega sjö hundruð. Mun fleiri konur taka megrunarlyf en karlar, þær eru tæplega áttatíu prósent á móti tuttugu prósentum karla.

Ávísað er á þrjú lyf. Það sem hefur verið lengst á markaði er Xenical, en það hindrar upptöku fitu úr þörmum og hefur litlar aukaverkanir. Nýjustu lyfin Reductil og Acomplia hafa meiri aukaverkanir og önnur áhrif.

Megrunarlyfin eru dýr, einn skammtur af nýjasta lyfinu, Acomplia, sem kom á markaðinn fyrir tveimur árum kostar tæpar fjörtíu þúsund krónur. Í pakkanum eru 98 hylki og skammturinn dugar í þrjá mánuði.

Lyfið Reductil kostar tæplega tuttugu þúsund krónur og skammturinn af því dugar einnig í þrjá mánuði.

Elsta lyfið Xenical kostar tíu þúsund krónur skammturinn en hann dugar skemur. Það lyf hefur minnstar aukaverkanir.

Lyfseðilsskyldu megrunarlyfin eru yfirleitt aðeins gefin þeim sem þjást af offitu og eru komnir með ýmsar aukaverkanir vegna þess. Samkvæmt rannsóknum Hjartaverndar hafa karlar þyngst meira en konur sé litið til síðustu ára og flest bendir til þess að svo verði áfram. Konur hafa staðið sig aðeins betur.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×