Aðeins er nætursjónauki í einni af þrem þyrlum Landhelgisgæslunnar. Hafinn er undirbúningur þess að setja sjónauka í aðra þyrlu, en ekki er til fé fyrir þá þriðju eins og málin standa nú.
Það er ótrúlega langt og flókið ferli að búa þyrlurnar þessum tækjum. Það er í raun ekki vegna sjónaukans sjálfs. Honum geta flugmennirnir einfaldlega skellt á höfuðið í þar til gerðum festingum.
Sjónaukarnir magna hinsvegar birtu upp svo gífurlega að það er ekki nokkur leið nota þá við venjulega lýsingu.
Það þarf því að gera alla lýsingu vélarinnar upp á nýtt. Það felur í sér breytingu á upphaflegri hönnun þyrlunnar og aðeins sérhæfðar verkfræðistofur hafa heimild til slíks.
Það ferli getur tekið allt að tveim árum og kostar margar milljónir króna.