Samstaða til sigurs á verðbólgu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar 1. maí 2008 00:01 Umræðan Í tilefni af 1. maí Í dag fagnar alþjóðleg hreyfing jafnaðarmanna 1. maí við krefjandi aðstæður sem okkur svíður öll undan. Ókyrrð á fjármálamörkuðum, lánsfjárkreppa, verðhækkanir á nauðsynjum og erfiðleikar á húsnæðismörkuðum eru heimsfyrirbæri sem jafnaðarmenn við stjórnvölinn um víða veröld þurfa nú að takast á við. Áhættusækin og fyrirhyggjulaus peningahyggja hefur eina ferðina enn orðið þess valdandi að efnahagsfleyið hefur steytt á skeri og það þarf sameiginlegt átak til að koma því á siglingu aftur. Það þurfti alltaf reglur eins og jafnaðarmenn hafa margítrekað. Markaðurinn er hluti af samfélaginu en ekki yfir það hafinn. Eins og Gylfi Þ. Gíslason sagði: Þarfur þjónn en vondur herra. Vandinn sem við Íslendingar glímum nú við er í senn heimsvandi og heimavandi. Við þurfum eins og aðrir að draga af hvoru tveggja lærdóma. Allir viðurkenna nú að kosningaloforð stjórnarflokkanna frá vorinu 2003 um allt í senn 90% húsnæðislán, stærstu framkvæmdir Íslandssögunnar og skattalækkanir reyndust samfélaginu dýr í framkvæmd. Afleiðingin var mikil þensla, mesti viðskiptahalli sem sögur fara af og alltof hátt gengi krónunnar. Og nú er komið að skuldadögunum. Þá bregður svo við - eins og stundum vill gerast - að þeir sem harðast gengu fram í því að kveikja eldana standa nú álengdar og þykjast hvergi hafa nærri komið. Verjum heimilin1. maí, kröfuganga ASÍSamfylkingin átti enga aðkomu að stjórn efnahagsmálanna á síðasta kjörtímabili. Hún hlóð hvorki bálköstinn né kveikti í. Hún hefur hins vegar ákveðið að axla ábyrgð á þeim erfiðleikum sem nú steðja að með það að markmiði að standa vörð um kjör almenns launafólks. Allt frá því ný ríkisstjórn var mynduð hef ég ítrekað verið spurð að því hvert sé hennar mikilvægasta verkefni. Ég hef alltaf og undantekningalaust svarað efnahagsmálin, að ná hér jafnvægi og leggja nýjan grunn að velferð og framförum. Um þetta fjallaði Samfylkingin m.a. í sérstöku riti í aðdraganda kosninganna fyrir ári þar sem bent var á váboðana í efnahagsmálum en jafnframt þann ójöfnuð sem hér fékk að þrífast í skjóli þenslunnar. Frá því ný ríkisstórn tók við í maí á síðasta ári hefur hún gert verulegar endurbætur á velferðarkerfinu m.a. með viðamiklum réttarbótum fyrir aldraða, hækkun skattleysismarka sem og hækkun vaxta- og barnabóta. Um leið hefur hún búið í haginn í efnahagsmálum og fyrir framtíðina m.a. með því að koma á víðtæku samráði við aðila vinnumarkaðarins, hefja undirbúning rammafjárlaga til fjögurra ára og fjárfesta í rannsóknarsjóðum og grunngerð samfélagsins, með áherslu á samgöngubætur og bætt fjarskiptanet. Tala þurfti máli ÍslandsÞað er engin launung að íslenskir jafnaðarmenn vilja láta reyna á umsókn að Evrópusambandinu og telja að íslenskt launafólk greiði það alltof dýru verði að halda uppi sjálfstæðri örmynt sem skoppar eins og korktappi í ólgusjó alþjóðlegra fjármagnshreyfinga. Fjármagnseigendur geta hugsanlega varið sig en ekki almenningur. Um þessa sýn okkar jafnaðarmanna eru deildar meiningar í röðum annarra stjórnmálaflokka en kannanir bendi til þess að almenningur styðji okkar stefnu í vaxandi mæli. Hver sem niðurstaða þessarar umræðu kann að verða þá breytir það ekki þeirri staðreynd að íslenska krónan er og verður okkar gjaldmiðill enn um hríð. Meðan svo er verðum við að standa vörð um hana. Við Íslendingar sáum ekki fyrir að erlendir kaupahéðnar, sem skeyta hvorki um heiður né sóma, myndu nú á þessu vori sverfa svo skart að gjaldmiðlinum, hagkerfinu og bönkunum að það skapaði hættu fyrir afkomu fjölskyldna og fyrirtækja í landinu. Slíkar atlögur munu endurtaka sig ef við gefum á okkur færi. Þessvegna kom aldrei annað til greina en að ríkisstjórnin stæði þétt með bönkunum á alþjóðavettvangi og talaði ákveðið máli Íslands. Og þessvegna kemur ekki annað til greina en að treysta stoðir fjármálakerfisins til framtíðar. Ekki vegna þess að það þurfi að verja eigendur bankanna - eins og sumir vilja vera láta - heldur vegna hins að ef leiðir bankanna að lánsfé lokast þá eru þeir heldur ekki í stakk búnir til að veita einstaklingum og fyrirtækjum þá lánafyrirgreiðslu sem öllu máli skiptir fyrir vöxt og viðgang samfélagsins. Einn góður kosturÁ þessu vori brýnir maísólin okkur öll til einingar á erfiðum tímum. Samhent sókn gegn verðbólgu er brýnasta verkefni okkar allra. Enginn græðir á verðbólgu, hér eru allir með í tapinu og þurfa allir að leggja sitt af mörkum ef sigur á að nást. Með samstilltu átaki undir forystu Alþýðusambands Íslands tókst að berja verðbólguna niður árið 2001. Nú þurfum við að gera slíkt hið sama. Ríkisstjórnin, sveitarfélögin, seljendur vöru og þjónustu, Íslendingar allir, eiga einn góðan kost sem er að berjast gegn verðbólgunni og kveða hana hratt niður. Það er samstaða sem skilar sterkara samfélagi. Samfylkingin - jafnaðarflokkur Íslands sendir samstöðukveðju til verkalýðshreyfingarinnar sem á samkomum um land allt horfir í dag til framtíðar en minnist um leið upprunans og þeirra sem ruddu brautina. Verkalýðshreyfingin hefur skilað samfélaginu ómældum ávinningi á fyrri árum með því að veita mikilvæga forystu við aðstæður eins og nú eru uppi. Nú er slík forysta mikils metin og ríkisstjórnin er reiðubúin til samstarfs. Við höfum sögulega kjarasamninga að verja sem byggðu á jöfnuði og réttlæti. Þær hugsjónir verða áfram leiðarljós okkar jafnaðarmanna í þeim ögrandi verkefnum sem framundan eru.Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Umræðan Í tilefni af 1. maí Í dag fagnar alþjóðleg hreyfing jafnaðarmanna 1. maí við krefjandi aðstæður sem okkur svíður öll undan. Ókyrrð á fjármálamörkuðum, lánsfjárkreppa, verðhækkanir á nauðsynjum og erfiðleikar á húsnæðismörkuðum eru heimsfyrirbæri sem jafnaðarmenn við stjórnvölinn um víða veröld þurfa nú að takast á við. Áhættusækin og fyrirhyggjulaus peningahyggja hefur eina ferðina enn orðið þess valdandi að efnahagsfleyið hefur steytt á skeri og það þarf sameiginlegt átak til að koma því á siglingu aftur. Það þurfti alltaf reglur eins og jafnaðarmenn hafa margítrekað. Markaðurinn er hluti af samfélaginu en ekki yfir það hafinn. Eins og Gylfi Þ. Gíslason sagði: Þarfur þjónn en vondur herra. Vandinn sem við Íslendingar glímum nú við er í senn heimsvandi og heimavandi. Við þurfum eins og aðrir að draga af hvoru tveggja lærdóma. Allir viðurkenna nú að kosningaloforð stjórnarflokkanna frá vorinu 2003 um allt í senn 90% húsnæðislán, stærstu framkvæmdir Íslandssögunnar og skattalækkanir reyndust samfélaginu dýr í framkvæmd. Afleiðingin var mikil þensla, mesti viðskiptahalli sem sögur fara af og alltof hátt gengi krónunnar. Og nú er komið að skuldadögunum. Þá bregður svo við - eins og stundum vill gerast - að þeir sem harðast gengu fram í því að kveikja eldana standa nú álengdar og þykjast hvergi hafa nærri komið. Verjum heimilin1. maí, kröfuganga ASÍSamfylkingin átti enga aðkomu að stjórn efnahagsmálanna á síðasta kjörtímabili. Hún hlóð hvorki bálköstinn né kveikti í. Hún hefur hins vegar ákveðið að axla ábyrgð á þeim erfiðleikum sem nú steðja að með það að markmiði að standa vörð um kjör almenns launafólks. Allt frá því ný ríkisstjórn var mynduð hef ég ítrekað verið spurð að því hvert sé hennar mikilvægasta verkefni. Ég hef alltaf og undantekningalaust svarað efnahagsmálin, að ná hér jafnvægi og leggja nýjan grunn að velferð og framförum. Um þetta fjallaði Samfylkingin m.a. í sérstöku riti í aðdraganda kosninganna fyrir ári þar sem bent var á váboðana í efnahagsmálum en jafnframt þann ójöfnuð sem hér fékk að þrífast í skjóli þenslunnar. Frá því ný ríkisstórn tók við í maí á síðasta ári hefur hún gert verulegar endurbætur á velferðarkerfinu m.a. með viðamiklum réttarbótum fyrir aldraða, hækkun skattleysismarka sem og hækkun vaxta- og barnabóta. Um leið hefur hún búið í haginn í efnahagsmálum og fyrir framtíðina m.a. með því að koma á víðtæku samráði við aðila vinnumarkaðarins, hefja undirbúning rammafjárlaga til fjögurra ára og fjárfesta í rannsóknarsjóðum og grunngerð samfélagsins, með áherslu á samgöngubætur og bætt fjarskiptanet. Tala þurfti máli ÍslandsÞað er engin launung að íslenskir jafnaðarmenn vilja láta reyna á umsókn að Evrópusambandinu og telja að íslenskt launafólk greiði það alltof dýru verði að halda uppi sjálfstæðri örmynt sem skoppar eins og korktappi í ólgusjó alþjóðlegra fjármagnshreyfinga. Fjármagnseigendur geta hugsanlega varið sig en ekki almenningur. Um þessa sýn okkar jafnaðarmanna eru deildar meiningar í röðum annarra stjórnmálaflokka en kannanir bendi til þess að almenningur styðji okkar stefnu í vaxandi mæli. Hver sem niðurstaða þessarar umræðu kann að verða þá breytir það ekki þeirri staðreynd að íslenska krónan er og verður okkar gjaldmiðill enn um hríð. Meðan svo er verðum við að standa vörð um hana. Við Íslendingar sáum ekki fyrir að erlendir kaupahéðnar, sem skeyta hvorki um heiður né sóma, myndu nú á þessu vori sverfa svo skart að gjaldmiðlinum, hagkerfinu og bönkunum að það skapaði hættu fyrir afkomu fjölskyldna og fyrirtækja í landinu. Slíkar atlögur munu endurtaka sig ef við gefum á okkur færi. Þessvegna kom aldrei annað til greina en að ríkisstjórnin stæði þétt með bönkunum á alþjóðavettvangi og talaði ákveðið máli Íslands. Og þessvegna kemur ekki annað til greina en að treysta stoðir fjármálakerfisins til framtíðar. Ekki vegna þess að það þurfi að verja eigendur bankanna - eins og sumir vilja vera láta - heldur vegna hins að ef leiðir bankanna að lánsfé lokast þá eru þeir heldur ekki í stakk búnir til að veita einstaklingum og fyrirtækjum þá lánafyrirgreiðslu sem öllu máli skiptir fyrir vöxt og viðgang samfélagsins. Einn góður kosturÁ þessu vori brýnir maísólin okkur öll til einingar á erfiðum tímum. Samhent sókn gegn verðbólgu er brýnasta verkefni okkar allra. Enginn græðir á verðbólgu, hér eru allir með í tapinu og þurfa allir að leggja sitt af mörkum ef sigur á að nást. Með samstilltu átaki undir forystu Alþýðusambands Íslands tókst að berja verðbólguna niður árið 2001. Nú þurfum við að gera slíkt hið sama. Ríkisstjórnin, sveitarfélögin, seljendur vöru og þjónustu, Íslendingar allir, eiga einn góðan kost sem er að berjast gegn verðbólgunni og kveða hana hratt niður. Það er samstaða sem skilar sterkara samfélagi. Samfylkingin - jafnaðarflokkur Íslands sendir samstöðukveðju til verkalýðshreyfingarinnar sem á samkomum um land allt horfir í dag til framtíðar en minnist um leið upprunans og þeirra sem ruddu brautina. Verkalýðshreyfingin hefur skilað samfélaginu ómældum ávinningi á fyrri árum með því að veita mikilvæga forystu við aðstæður eins og nú eru uppi. Nú er slík forysta mikils metin og ríkisstjórnin er reiðubúin til samstarfs. Við höfum sögulega kjarasamninga að verja sem byggðu á jöfnuði og réttlæti. Þær hugsjónir verða áfram leiðarljós okkar jafnaðarmanna í þeim ögrandi verkefnum sem framundan eru.Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun