Brot á stjórnarskrá 15. nóvember 2008 06:00 Verðtryggðar skuldir heimilanna eru nú rúmir 1.400 milljarðar króna og hækka um tugi milljarða um hver mánaðamót. Seðlabankinn spáir að verðbólga aukist enn og fari yfir 20% í upphafi næsta árs. Verðtryggðar skuldir heimilanna munu því áfram hækka og áfram verður gengið á eignir fólks og kaupmáttur skertur. Í ljósi þessa þarf engan að undra að yfirgnæfandi meirihæuti þjóðarinnar vilji að verðtrygging verði afnumin. Verðtryggingin er ekki einungisóréttlát, hún er einnig andstæð eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Segjum sem svo að ég safni tveimur milljónum króna fyrir útborgun í 20 milljóna króna íbúð og taki 18 milljónir að láni. Eftir að ég kaupi íbúðina tekur við verðbólgutíð eins og sú sem nú stendur yfir og ársverðbólga reynist 15%. Verðtryggingin gerir það að verkum að höfuðstóll og afborganir lánsins hækka mikið og aðeins einu ári eftir að ég keypti íbúðina og lagði út tvær milljónir af eigin fé er lánið komið í 20,8 milljónir! Tveggja milljón króna eignaskerðing hefur því orðið í krafti verðtryggingaráhrifa og ég sit eftir með eintómar skuldir þrátt fyrir að hafa borgað af láninu í heilt ár. Ég hef því verið sviptur eign minni. Fólki er nauðugur einn sá kostur að koma sér og sínum þaki yfir höfuðið, enda er húsaskjól slík grundvallarnauðsyn að hún er tilgreind í Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hér á landi hefur leigumarkaðurinn verið ónýtur og húsnæðisverð hækkaði um 84% frá árinu 2003 til 2007. Laun flestra héldu ekki í við þá verðhækkun. Þorri fólks hefur því neyðst til að taka sér há lán til að koma sér þaki yfir höfuðið og á húsnæðislánamarkaði eru verðtryggð lán það eina sem býðst. Það má því ljóst vera að taka verðtryggðra lána hlýtur í flestum tilvikum að vera þvinguð en ekki frjáls og valkvæð, og þannig andstæð grundvallarreglum samningaréttar og undirstöðurökum eignarréttarverndar. Verðtrygging er ekki náttúrulögmál. Hún er sá skattur sem lagður er á almenning hér á landi til að viðhalda dvergvöxnum gjaldmiðli og til að bæta upp fyrir mistæka peningastjórn. Örlög fjölda lántakenda ráðast í verðbólgutíð næstu mánaða og því verður að breyta eða afnema verðtryggingu lána. Réttlætiskennd almennings og stjórnarskráin bjóða ekki upp á annað. Höfundur er ríkisstarfsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Verðtryggðar skuldir heimilanna eru nú rúmir 1.400 milljarðar króna og hækka um tugi milljarða um hver mánaðamót. Seðlabankinn spáir að verðbólga aukist enn og fari yfir 20% í upphafi næsta árs. Verðtryggðar skuldir heimilanna munu því áfram hækka og áfram verður gengið á eignir fólks og kaupmáttur skertur. Í ljósi þessa þarf engan að undra að yfirgnæfandi meirihæuti þjóðarinnar vilji að verðtrygging verði afnumin. Verðtryggingin er ekki einungisóréttlát, hún er einnig andstæð eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Segjum sem svo að ég safni tveimur milljónum króna fyrir útborgun í 20 milljóna króna íbúð og taki 18 milljónir að láni. Eftir að ég kaupi íbúðina tekur við verðbólgutíð eins og sú sem nú stendur yfir og ársverðbólga reynist 15%. Verðtryggingin gerir það að verkum að höfuðstóll og afborganir lánsins hækka mikið og aðeins einu ári eftir að ég keypti íbúðina og lagði út tvær milljónir af eigin fé er lánið komið í 20,8 milljónir! Tveggja milljón króna eignaskerðing hefur því orðið í krafti verðtryggingaráhrifa og ég sit eftir með eintómar skuldir þrátt fyrir að hafa borgað af láninu í heilt ár. Ég hef því verið sviptur eign minni. Fólki er nauðugur einn sá kostur að koma sér og sínum þaki yfir höfuðið, enda er húsaskjól slík grundvallarnauðsyn að hún er tilgreind í Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hér á landi hefur leigumarkaðurinn verið ónýtur og húsnæðisverð hækkaði um 84% frá árinu 2003 til 2007. Laun flestra héldu ekki í við þá verðhækkun. Þorri fólks hefur því neyðst til að taka sér há lán til að koma sér þaki yfir höfuðið og á húsnæðislánamarkaði eru verðtryggð lán það eina sem býðst. Það má því ljóst vera að taka verðtryggðra lána hlýtur í flestum tilvikum að vera þvinguð en ekki frjáls og valkvæð, og þannig andstæð grundvallarreglum samningaréttar og undirstöðurökum eignarréttarverndar. Verðtrygging er ekki náttúrulögmál. Hún er sá skattur sem lagður er á almenning hér á landi til að viðhalda dvergvöxnum gjaldmiðli og til að bæta upp fyrir mistæka peningastjórn. Örlög fjölda lántakenda ráðast í verðbólgutíð næstu mánaða og því verður að breyta eða afnema verðtryggingu lána. Réttlætiskennd almennings og stjórnarskráin bjóða ekki upp á annað. Höfundur er ríkisstarfsmaður.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar