Framkvæmdastjórar tippa á Lakers 22. október 2008 17:23 Pau Gasol, Kobe Bryant og Andrew Bynum eru taldir líklegir til afreka með Lakers í vetur NordicPhotos/GettyImages Keppnistímabilið í NBA deildinni hefst þann 28. október. Framkvæmdastjórar í deildinni tippa á að Los Angeles Lakers standi uppi sem sigurvegari næsta sumar. Þetta er sjöunda árið sem tekin er saman könnun meðal framkvæmdastjóra félaganna í deildinni, en hún gefur oft ágæta mynd af því sem koma skal. 46% aðspurðra framkvæmdastjóra eru á því að það verði LA Lakers sem standi uppi sem sigurvegari næsta sumar, en liðið tapaði fyrir Boston í úrslitum í júní sl. Aðeins 19% spá því að Boston muni verja titil sinn og 12% spá því að New Orleans verði meistari í fyrsta skipti í sögu félagsins. Þetta var í fyrsta skipti í fimm ár sem meirihluti framkvæmdastjóra spáir San Antonio Spurs ekki titlinum, en aðeins 5% þeirra hallast að sigri liðsins í sumar. 56% framkvæmdastjóra spá því að LeBron James hjá Cleveland verði kjörinn verðmætasti leikmaður deildarinnar í vetur, 37% hallast að því að Kobe Bryant hjá Lakers vinni verðlaunin annað árið í röð og 7% tippa á að það verði Chris Paul hjá New Orleans Hornets. Þegar kemur að því að spá um hver verði kjörinn nýliði ársins spá 48% því að Michael Beasley hjá Miami verði fyrir valinu, en 30% tippa á Greg Oden hjá Portland Trailblazers - en hann er nú að spila sína fyrstu leiki í deildinni eftir að hafa meiðst á undirbúningstímabilinu í fyrra og misst af allri leiktíðinni. Paul og Howard bestir í sinni stöðuChris Paul þykir hafa tekið við af Steve Nash sem besti leikstjórnandi NBA deildarinnarNordicPhotos/GettyImagesFramkvæmdastjórarnir eru ár hvert beðnir að meta hver sé besti leikmaður deildarinnar í hverri stöðu fyrir sig.Þeir Chris Paul hjá New Orleans og Dwight Howard hjá Orlando voru í fyrsta skipti valdir besti leikstjórnandinn og besti miðherjinn.Paul hlaut 89% atkvæða sem besti leikstjórnandinn og Howard 56% atkvæða sem besti miðherjinn. Árið áður voru það Steve Nash hjá Phoenix og Yao Ming hjá Houston sem kjörnir voru bestu mennirnir í þessum leikstöðum.Kobe Bryant var sjöunda árið í röð álitinn besti skotbakvörðurinn í deildinni með 93% atkvæða, LeBron James fékk 93% atkvæða sem besti minni framherjinn og Tim Duncan fékk 52% atkvæða sem besti kraftframherjinn í deildinni.Sjöunda árið í röð var Kobe Bryant kjörinn sá leikmaður sem flestir framkvæmdastjórarnir vildu láta taka síðasta skotið í leik og fékk 89% atkvæða í þeim flokki.Dirk Nowitzki hjá Dallas fékk 67% atkvæða sem besti erlendi leikmaðurinn í deildinni og LeBron James fékk 67% atkvæða þegar spurt var hvaða leikmann framkvæmdastjórarnir myndu velja til að byggja upp lið í kring um.Aðrir molar úr könnuninni:Besti þjálfarinn var Gregg Popovich hja San Antonio (54%), Utah þótti eiga besta heimavöllinn (44%), Kevin Garnett þótti besti varnarmaðurinn (44%), Andrew Bynum hjá Lakers þótti líklegastur til að slá í gegn í vetur (19%)New Orleans þótti skemmtilegasta liðið til að horfa á (27%), Miami og Portland þóttu líklegust til að bæta sig mest í vetur (26%), Mike D´Antoni þótti besti sóknarþjálfarinn (54%), Chris Paul þótti fljótasti leikmaður deildarinnar með bolta (37%) og þá þótti Rudy Fernandez hjá Portland líklegasti erlendi nýliðinn til að eiga gott tímabil (52%). NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Sjá meira
Keppnistímabilið í NBA deildinni hefst þann 28. október. Framkvæmdastjórar í deildinni tippa á að Los Angeles Lakers standi uppi sem sigurvegari næsta sumar. Þetta er sjöunda árið sem tekin er saman könnun meðal framkvæmdastjóra félaganna í deildinni, en hún gefur oft ágæta mynd af því sem koma skal. 46% aðspurðra framkvæmdastjóra eru á því að það verði LA Lakers sem standi uppi sem sigurvegari næsta sumar, en liðið tapaði fyrir Boston í úrslitum í júní sl. Aðeins 19% spá því að Boston muni verja titil sinn og 12% spá því að New Orleans verði meistari í fyrsta skipti í sögu félagsins. Þetta var í fyrsta skipti í fimm ár sem meirihluti framkvæmdastjóra spáir San Antonio Spurs ekki titlinum, en aðeins 5% þeirra hallast að sigri liðsins í sumar. 56% framkvæmdastjóra spá því að LeBron James hjá Cleveland verði kjörinn verðmætasti leikmaður deildarinnar í vetur, 37% hallast að því að Kobe Bryant hjá Lakers vinni verðlaunin annað árið í röð og 7% tippa á að það verði Chris Paul hjá New Orleans Hornets. Þegar kemur að því að spá um hver verði kjörinn nýliði ársins spá 48% því að Michael Beasley hjá Miami verði fyrir valinu, en 30% tippa á Greg Oden hjá Portland Trailblazers - en hann er nú að spila sína fyrstu leiki í deildinni eftir að hafa meiðst á undirbúningstímabilinu í fyrra og misst af allri leiktíðinni. Paul og Howard bestir í sinni stöðuChris Paul þykir hafa tekið við af Steve Nash sem besti leikstjórnandi NBA deildarinnarNordicPhotos/GettyImagesFramkvæmdastjórarnir eru ár hvert beðnir að meta hver sé besti leikmaður deildarinnar í hverri stöðu fyrir sig.Þeir Chris Paul hjá New Orleans og Dwight Howard hjá Orlando voru í fyrsta skipti valdir besti leikstjórnandinn og besti miðherjinn.Paul hlaut 89% atkvæða sem besti leikstjórnandinn og Howard 56% atkvæða sem besti miðherjinn. Árið áður voru það Steve Nash hjá Phoenix og Yao Ming hjá Houston sem kjörnir voru bestu mennirnir í þessum leikstöðum.Kobe Bryant var sjöunda árið í röð álitinn besti skotbakvörðurinn í deildinni með 93% atkvæða, LeBron James fékk 93% atkvæða sem besti minni framherjinn og Tim Duncan fékk 52% atkvæða sem besti kraftframherjinn í deildinni.Sjöunda árið í röð var Kobe Bryant kjörinn sá leikmaður sem flestir framkvæmdastjórarnir vildu láta taka síðasta skotið í leik og fékk 89% atkvæða í þeim flokki.Dirk Nowitzki hjá Dallas fékk 67% atkvæða sem besti erlendi leikmaðurinn í deildinni og LeBron James fékk 67% atkvæða þegar spurt var hvaða leikmann framkvæmdastjórarnir myndu velja til að byggja upp lið í kring um.Aðrir molar úr könnuninni:Besti þjálfarinn var Gregg Popovich hja San Antonio (54%), Utah þótti eiga besta heimavöllinn (44%), Kevin Garnett þótti besti varnarmaðurinn (44%), Andrew Bynum hjá Lakers þótti líklegastur til að slá í gegn í vetur (19%)New Orleans þótti skemmtilegasta liðið til að horfa á (27%), Miami og Portland þóttu líklegust til að bæta sig mest í vetur (26%), Mike D´Antoni þótti besti sóknarþjálfarinn (54%), Chris Paul þótti fljótasti leikmaður deildarinnar með bolta (37%) og þá þótti Rudy Fernandez hjá Portland líklegasti erlendi nýliðinn til að eiga gott tímabil (52%).
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Sjá meira