Framkvæmdastjórar tippa á Lakers 22. október 2008 17:23 Pau Gasol, Kobe Bryant og Andrew Bynum eru taldir líklegir til afreka með Lakers í vetur NordicPhotos/GettyImages Keppnistímabilið í NBA deildinni hefst þann 28. október. Framkvæmdastjórar í deildinni tippa á að Los Angeles Lakers standi uppi sem sigurvegari næsta sumar. Þetta er sjöunda árið sem tekin er saman könnun meðal framkvæmdastjóra félaganna í deildinni, en hún gefur oft ágæta mynd af því sem koma skal. 46% aðspurðra framkvæmdastjóra eru á því að það verði LA Lakers sem standi uppi sem sigurvegari næsta sumar, en liðið tapaði fyrir Boston í úrslitum í júní sl. Aðeins 19% spá því að Boston muni verja titil sinn og 12% spá því að New Orleans verði meistari í fyrsta skipti í sögu félagsins. Þetta var í fyrsta skipti í fimm ár sem meirihluti framkvæmdastjóra spáir San Antonio Spurs ekki titlinum, en aðeins 5% þeirra hallast að sigri liðsins í sumar. 56% framkvæmdastjóra spá því að LeBron James hjá Cleveland verði kjörinn verðmætasti leikmaður deildarinnar í vetur, 37% hallast að því að Kobe Bryant hjá Lakers vinni verðlaunin annað árið í röð og 7% tippa á að það verði Chris Paul hjá New Orleans Hornets. Þegar kemur að því að spá um hver verði kjörinn nýliði ársins spá 48% því að Michael Beasley hjá Miami verði fyrir valinu, en 30% tippa á Greg Oden hjá Portland Trailblazers - en hann er nú að spila sína fyrstu leiki í deildinni eftir að hafa meiðst á undirbúningstímabilinu í fyrra og misst af allri leiktíðinni. Paul og Howard bestir í sinni stöðuChris Paul þykir hafa tekið við af Steve Nash sem besti leikstjórnandi NBA deildarinnarNordicPhotos/GettyImagesFramkvæmdastjórarnir eru ár hvert beðnir að meta hver sé besti leikmaður deildarinnar í hverri stöðu fyrir sig.Þeir Chris Paul hjá New Orleans og Dwight Howard hjá Orlando voru í fyrsta skipti valdir besti leikstjórnandinn og besti miðherjinn.Paul hlaut 89% atkvæða sem besti leikstjórnandinn og Howard 56% atkvæða sem besti miðherjinn. Árið áður voru það Steve Nash hjá Phoenix og Yao Ming hjá Houston sem kjörnir voru bestu mennirnir í þessum leikstöðum.Kobe Bryant var sjöunda árið í röð álitinn besti skotbakvörðurinn í deildinni með 93% atkvæða, LeBron James fékk 93% atkvæða sem besti minni framherjinn og Tim Duncan fékk 52% atkvæða sem besti kraftframherjinn í deildinni.Sjöunda árið í röð var Kobe Bryant kjörinn sá leikmaður sem flestir framkvæmdastjórarnir vildu láta taka síðasta skotið í leik og fékk 89% atkvæða í þeim flokki.Dirk Nowitzki hjá Dallas fékk 67% atkvæða sem besti erlendi leikmaðurinn í deildinni og LeBron James fékk 67% atkvæða þegar spurt var hvaða leikmann framkvæmdastjórarnir myndu velja til að byggja upp lið í kring um.Aðrir molar úr könnuninni:Besti þjálfarinn var Gregg Popovich hja San Antonio (54%), Utah þótti eiga besta heimavöllinn (44%), Kevin Garnett þótti besti varnarmaðurinn (44%), Andrew Bynum hjá Lakers þótti líklegastur til að slá í gegn í vetur (19%)New Orleans þótti skemmtilegasta liðið til að horfa á (27%), Miami og Portland þóttu líklegust til að bæta sig mest í vetur (26%), Mike D´Antoni þótti besti sóknarþjálfarinn (54%), Chris Paul þótti fljótasti leikmaður deildarinnar með bolta (37%) og þá þótti Rudy Fernandez hjá Portland líklegasti erlendi nýliðinn til að eiga gott tímabil (52%). NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira
Keppnistímabilið í NBA deildinni hefst þann 28. október. Framkvæmdastjórar í deildinni tippa á að Los Angeles Lakers standi uppi sem sigurvegari næsta sumar. Þetta er sjöunda árið sem tekin er saman könnun meðal framkvæmdastjóra félaganna í deildinni, en hún gefur oft ágæta mynd af því sem koma skal. 46% aðspurðra framkvæmdastjóra eru á því að það verði LA Lakers sem standi uppi sem sigurvegari næsta sumar, en liðið tapaði fyrir Boston í úrslitum í júní sl. Aðeins 19% spá því að Boston muni verja titil sinn og 12% spá því að New Orleans verði meistari í fyrsta skipti í sögu félagsins. Þetta var í fyrsta skipti í fimm ár sem meirihluti framkvæmdastjóra spáir San Antonio Spurs ekki titlinum, en aðeins 5% þeirra hallast að sigri liðsins í sumar. 56% framkvæmdastjóra spá því að LeBron James hjá Cleveland verði kjörinn verðmætasti leikmaður deildarinnar í vetur, 37% hallast að því að Kobe Bryant hjá Lakers vinni verðlaunin annað árið í röð og 7% tippa á að það verði Chris Paul hjá New Orleans Hornets. Þegar kemur að því að spá um hver verði kjörinn nýliði ársins spá 48% því að Michael Beasley hjá Miami verði fyrir valinu, en 30% tippa á Greg Oden hjá Portland Trailblazers - en hann er nú að spila sína fyrstu leiki í deildinni eftir að hafa meiðst á undirbúningstímabilinu í fyrra og misst af allri leiktíðinni. Paul og Howard bestir í sinni stöðuChris Paul þykir hafa tekið við af Steve Nash sem besti leikstjórnandi NBA deildarinnarNordicPhotos/GettyImagesFramkvæmdastjórarnir eru ár hvert beðnir að meta hver sé besti leikmaður deildarinnar í hverri stöðu fyrir sig.Þeir Chris Paul hjá New Orleans og Dwight Howard hjá Orlando voru í fyrsta skipti valdir besti leikstjórnandinn og besti miðherjinn.Paul hlaut 89% atkvæða sem besti leikstjórnandinn og Howard 56% atkvæða sem besti miðherjinn. Árið áður voru það Steve Nash hjá Phoenix og Yao Ming hjá Houston sem kjörnir voru bestu mennirnir í þessum leikstöðum.Kobe Bryant var sjöunda árið í röð álitinn besti skotbakvörðurinn í deildinni með 93% atkvæða, LeBron James fékk 93% atkvæða sem besti minni framherjinn og Tim Duncan fékk 52% atkvæða sem besti kraftframherjinn í deildinni.Sjöunda árið í röð var Kobe Bryant kjörinn sá leikmaður sem flestir framkvæmdastjórarnir vildu láta taka síðasta skotið í leik og fékk 89% atkvæða í þeim flokki.Dirk Nowitzki hjá Dallas fékk 67% atkvæða sem besti erlendi leikmaðurinn í deildinni og LeBron James fékk 67% atkvæða þegar spurt var hvaða leikmann framkvæmdastjórarnir myndu velja til að byggja upp lið í kring um.Aðrir molar úr könnuninni:Besti þjálfarinn var Gregg Popovich hja San Antonio (54%), Utah þótti eiga besta heimavöllinn (44%), Kevin Garnett þótti besti varnarmaðurinn (44%), Andrew Bynum hjá Lakers þótti líklegastur til að slá í gegn í vetur (19%)New Orleans þótti skemmtilegasta liðið til að horfa á (27%), Miami og Portland þóttu líklegust til að bæta sig mest í vetur (26%), Mike D´Antoni þótti besti sóknarþjálfarinn (54%), Chris Paul þótti fljótasti leikmaður deildarinnar með bolta (37%) og þá þótti Rudy Fernandez hjá Portland líklegasti erlendi nýliðinn til að eiga gott tímabil (52%).
NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira