Körfubolti

Valur vann Grindavík aftur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Signý Hermannsdóttir tryggði Vals sigur í kvöld.
Signý Hermannsdóttir tryggði Vals sigur í kvöld. Mynd/Valli

Valur vann í kvöld sigur á Grindavík, 55-53, á útivelli í fjórðungsúrslitum Subway-bikarkeppni kvenna. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem þessi lið mætast.

Valur vann Grindavík á heimavelli á laugardaginn var í deildinni og náðu því Grindvíkingar ekki að hefna þeirra ófara í kvöld.

Grindavík leiddi lengst af í leiknum í kvöld en þó var ávallt mjótt á munum. Grindavík komst í forystu, 53-51, þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka en Valsmenn skoruðu síðustu fjögur stig leiksins.

Það var Signý Hermannsdóttir sem tryggði Val sigurinn með því að setja niður tvö vítaköst þegar fjórar sekúndur voru til leiksloka.

Signý skoraði einnig flest stig Valsmanna eða nítján talsins auk þess sem hún tók fjórtán fráköst. Petrúnella Skúladóttir skoraði sautján stig fyrir Grindavík.

Keflavík vann sigur á Snæfelli í kvöld, 93-74, og þá vann KR lið Njarðvíkur, 89-46. Bæði lið eru því komin áfram í fjórðungsúrslit keppninnar sem og Skallagrímur sem vann tíu stiga sigur á Þór frá Akureyri, 75-65.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×