Vil ekki vera túristi í Peking 3. júlí 2008 18:30 Einar gefur ekki kost á sér á Ólympíuleikana Landsliðsmaðurinn Einar Hólmgeirsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir Ólympíuleikana í Peking í næsta mánuði. Guðjón Guðmundsson greindi frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Einar og kona hans eiga von á sínu fyrsta barni í lok þessa mánaðar og ætlar Einar að láta fjölskylduna hafa forgang. Hann segir það hafa haft áhrif á ákvörðun sína að hann hafi ekki fengið að spila eins mikið og hann hefði óskað í síðustu verkefnum með landsliðinu. "Eins og síðasti mánuður spilaðist ákvað ég að eyða ekki öðrum mánuði í ekki neitt. Ég var bara ósáttur við hvað ég fékk lítil tækifæri þennan síðasta mánuð og ég vil miklu frekar vera heima hjá nýfæddu barni en að vera túristi þarna í Peking," sagði Einar í samtali við Vísi. Einar segir að það hefði komið til greina að gefa kost á sér ef hann og kona hans hefðu ekki átt von á barni. Hann segist ósáttur við hversu lítið hann fékk að spila í verkefnum landsliðsins í sumar, en virðir ákvörðun Guðmundar þjálfara. "Það getur vel verið að ég hefði gefið kost á mér ef við hefðum ekki átt von á barni, því það er nú auðvitað gaman að spila á Ólympíuleikum. Ég er ósáttur við að hafa ekki fengið að spila meira en þetta er ákvörðun þjálfarans. Það er greinilega eitthvað sem þeir eru ekki að "fíla" við mig, en það verður bara að hafa það. Það getur alveg eins einhver annar setið þarna á bekknum eins og ég, þó ég telji mig nú geta hjálpað liðinu meira en ég hef fengið tækifæri til að sýna," sagði Einar. "Ég er fyrst og fremst að hugsa um að spila mig í form og er að æfa á fullu núna," sagði Einar, sem er aftur kominn á kunnuglegar slóðir hjá Grosswallstadt í þýsku úrvalsdeildinni. "Það er hugur í mönnum hérna núna og félagið ætlar að taka smá áhættu. Liðið er búið að sigla lygnan sjó undanfarin ár en nú eru væntingar gerðar til liðsins - sennilega í fyrsta skipti í 60 ár," sagði Einar léttur í bragði. Einar hefur leikið 73 landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur skorað í þeim 215 mörk. Íslenski handboltinn Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Einar Hólmgeirsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir Ólympíuleikana í Peking í næsta mánuði. Guðjón Guðmundsson greindi frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Einar og kona hans eiga von á sínu fyrsta barni í lok þessa mánaðar og ætlar Einar að láta fjölskylduna hafa forgang. Hann segir það hafa haft áhrif á ákvörðun sína að hann hafi ekki fengið að spila eins mikið og hann hefði óskað í síðustu verkefnum með landsliðinu. "Eins og síðasti mánuður spilaðist ákvað ég að eyða ekki öðrum mánuði í ekki neitt. Ég var bara ósáttur við hvað ég fékk lítil tækifæri þennan síðasta mánuð og ég vil miklu frekar vera heima hjá nýfæddu barni en að vera túristi þarna í Peking," sagði Einar í samtali við Vísi. Einar segir að það hefði komið til greina að gefa kost á sér ef hann og kona hans hefðu ekki átt von á barni. Hann segist ósáttur við hversu lítið hann fékk að spila í verkefnum landsliðsins í sumar, en virðir ákvörðun Guðmundar þjálfara. "Það getur vel verið að ég hefði gefið kost á mér ef við hefðum ekki átt von á barni, því það er nú auðvitað gaman að spila á Ólympíuleikum. Ég er ósáttur við að hafa ekki fengið að spila meira en þetta er ákvörðun þjálfarans. Það er greinilega eitthvað sem þeir eru ekki að "fíla" við mig, en það verður bara að hafa það. Það getur alveg eins einhver annar setið þarna á bekknum eins og ég, þó ég telji mig nú geta hjálpað liðinu meira en ég hef fengið tækifæri til að sýna," sagði Einar. "Ég er fyrst og fremst að hugsa um að spila mig í form og er að æfa á fullu núna," sagði Einar, sem er aftur kominn á kunnuglegar slóðir hjá Grosswallstadt í þýsku úrvalsdeildinni. "Það er hugur í mönnum hérna núna og félagið ætlar að taka smá áhættu. Liðið er búið að sigla lygnan sjó undanfarin ár en nú eru væntingar gerðar til liðsins - sennilega í fyrsta skipti í 60 ár," sagði Einar léttur í bragði. Einar hefur leikið 73 landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur skorað í þeim 215 mörk.
Íslenski handboltinn Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti