Hvatt til sameininga 12. apríl 2008 00:01 Lárus Welding, formaður Samtaka fjármálafyrirtækja, ræðir við félagsmenn. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir tímabært fyrir fjármálafyrirtækin að huga að sameiningum. MYND/SFF Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir að fjármálafyrirtækin verði að huga að aðhaldi, sameiningum, krossstjórnarsetu og aukins gegnsæis í upplýsingagjöf. „Æskilegt væri, með það að markmiði, að stuðla að heilbrigðum og traustum rekstri og koma í veg fyrir hagsmunaárekstra, að fjármálafyrirtæki og eigendur þeirra hugi ekki eingöngu að krosseignartengslum heldur einnig að krossstjórnarsetu í fyrirtækjum í fjármálaþjónustu," sagði Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í ræðu á degi Samtaka fjármálafyrirtækja í fyrradag. Þessi ábending var ein þeirra sex ábendinga til fjármálafyrirtækja sem Jónas setti fram í ræðunni. Hann sagði einnig að stjórnendur bankanna þyrftu að sýna að þeir kynnu að rífa seglin í þeim stormi og stórsjó sem nú gengi yfir „og lækka kostnað og minnka efnahag sinn". Hann benti á að meginábyrgðin hvíldi á stjórnendum og eigendum bankanna. Þeir nytu hagnaðarins og bæru tapið. Jónas sagði einnig að nýta ætti núverandi aðstæður til að huga að hagræðingu og sameiningum á innlendum fjármálamarkaði. „Þá á ég ekki endilega við stór-samruna," sagði Jónas og benti á að hér á landi hefðu 34 fyrirtæki starfsleyfi sem lánafyrirtæki. Verðbréfafyrirtæki væru þarna ekki talin með. Þá vill Jónas að bankar auki gegnsæi í upplýsingagjöf, auk þess sem bankarnir þyrftu, ef það hægir á í efnahagslífinu, að huga að útlánagæðum, grípa fljótt inn í séu vandræði í uppsiglingu og leggja strax til hliðar inn á afskriftarreikning. „Jafnframt þurfa fjármálafyrirtækin að gæta jafnræðis í meðhöndlun sinni á skuldurum." „Í sjötta lagi er stóra verkefnið að vinna að fjármögnun og viðhalda lausafjárstöðu," sagði Jónas og bætti því við að bankarnir hefðu staðið vel að vígi þegar lausafjárerfiðleikar hófust á alþjóðamörkuðum. Hins vegar verði þetta ár tiltölulega létt í endurfjármögnun, en menn verði að sýna árvekni „því lausafjárerfiðleikar eru áhætta sem getur birst með skömmum fyrirvara". ingimar@markadurinn.is Markaðir Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir að fjármálafyrirtækin verði að huga að aðhaldi, sameiningum, krossstjórnarsetu og aukins gegnsæis í upplýsingagjöf. „Æskilegt væri, með það að markmiði, að stuðla að heilbrigðum og traustum rekstri og koma í veg fyrir hagsmunaárekstra, að fjármálafyrirtæki og eigendur þeirra hugi ekki eingöngu að krosseignartengslum heldur einnig að krossstjórnarsetu í fyrirtækjum í fjármálaþjónustu," sagði Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í ræðu á degi Samtaka fjármálafyrirtækja í fyrradag. Þessi ábending var ein þeirra sex ábendinga til fjármálafyrirtækja sem Jónas setti fram í ræðunni. Hann sagði einnig að stjórnendur bankanna þyrftu að sýna að þeir kynnu að rífa seglin í þeim stormi og stórsjó sem nú gengi yfir „og lækka kostnað og minnka efnahag sinn". Hann benti á að meginábyrgðin hvíldi á stjórnendum og eigendum bankanna. Þeir nytu hagnaðarins og bæru tapið. Jónas sagði einnig að nýta ætti núverandi aðstæður til að huga að hagræðingu og sameiningum á innlendum fjármálamarkaði. „Þá á ég ekki endilega við stór-samruna," sagði Jónas og benti á að hér á landi hefðu 34 fyrirtæki starfsleyfi sem lánafyrirtæki. Verðbréfafyrirtæki væru þarna ekki talin með. Þá vill Jónas að bankar auki gegnsæi í upplýsingagjöf, auk þess sem bankarnir þyrftu, ef það hægir á í efnahagslífinu, að huga að útlánagæðum, grípa fljótt inn í séu vandræði í uppsiglingu og leggja strax til hliðar inn á afskriftarreikning. „Jafnframt þurfa fjármálafyrirtækin að gæta jafnræðis í meðhöndlun sinni á skuldurum." „Í sjötta lagi er stóra verkefnið að vinna að fjármögnun og viðhalda lausafjárstöðu," sagði Jónas og bætti því við að bankarnir hefðu staðið vel að vígi þegar lausafjárerfiðleikar hófust á alþjóðamörkuðum. Hins vegar verði þetta ár tiltölulega létt í endurfjármögnun, en menn verði að sýna árvekni „því lausafjárerfiðleikar eru áhætta sem getur birst með skömmum fyrirvara". ingimar@markadurinn.is
Markaðir Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira