Einn leikur fór fram í norsku úrvalsdeildinn í knattspyrnu í dag. Tromsö og Brann gerðu markalaust jafntefli.
Kristján Örn Sigurðsson var einn Íslendinganna hjá Brann í byrjunarliðinu en þeir Ólafur Örn Bjarnason og Gylfi Einarsson voru báðir á varamannabekknum. Ármann Smári Björnsson er enn fjarverandi vegna meiðsla.
Ólafur Örn kom inn á fyrir Kristján Örn í hálfleik og Gylfi lék síðustu tíu mínúturnar.
Þetta var fyrsti leikurinn í sjöttu umferð norsku úrvalsdeildarinnar. Brann er nú í sjöunda sæti með átta stig en Tromsö í því fjórða með níu. Aðeins fimm stig skilja að efstu tíu liðin.
Markalaust hjá Tromsö og Brann
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United
Enski boltinn



„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti



United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn

Læti fyrir leik í Póllandi
Fótbolti

„Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“
Íslenski boltinn