Einn leikur fór fram í norsku úrvalsdeildinn í knattspyrnu í dag. Tromsö og Brann gerðu markalaust jafntefli.
Kristján Örn Sigurðsson var einn Íslendinganna hjá Brann í byrjunarliðinu en þeir Ólafur Örn Bjarnason og Gylfi Einarsson voru báðir á varamannabekknum. Ármann Smári Björnsson er enn fjarverandi vegna meiðsla.
Ólafur Örn kom inn á fyrir Kristján Örn í hálfleik og Gylfi lék síðustu tíu mínúturnar.
Þetta var fyrsti leikurinn í sjöttu umferð norsku úrvalsdeildarinnar. Brann er nú í sjöunda sæti með átta stig en Tromsö í því fjórða með níu. Aðeins fimm stig skilja að efstu tíu liðin.
