Borgaryfirvöld heimila að stórt hótel rísi í Kvosinni 21. júlí 2008 07:00 Við hönnun byggingarinnar var tekið mið af öðrum húsum í nágrenni hennar. Umtalsvert niðurrif og tvöföldun á byggingarmagni er meðal breytinga á deiliskipulagi Kvosarinnar sem borgarráð samþykkti á fundi sínum fyrir helgi. Er gert ráð fyrir byggingu rúmlega 7.300 fermetra hótels og bankaútibús í nýbyggingu á sameinaðri lóð Lækjargötu 12 og Vonarstrætis 4 og 4b. Meðal húsa sem heimilað er að rífa er hús Glitnis banka, Foreldrahús og bygging við Vonarstræti 4b. Hefur starfsemi Foreldrahúss þegar flutt í Borgartún. Í bókun skipulagsráðs frá 16. júlí síðastliðnum segir að deiliskipulagstillagan sé vel unnin og telur ráðið að vel hafi til tekist með að koma til móts við athugasemdir nálægra íbúa með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á tillögunni eftir auglýsingu.Horft í norður eftir Lækjargötu blasir hótelbyggingin við.„Athugasemdirnar snerust aðallega um hæð hússins og umfang þess enda er um mjög stórt hús að ræða," segir Helga B. Laxdal, yfirlögfræðingur á skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar. Þá segir hún að uppi hafi verið vangaveltur um hvort fleiri hótel vanti á umrætt svæði. Athugasemdum hafi verið mætt með því að hönnuðir hússins hafi dregið úr byggingamagni að Kirkjutorgi, lækkað húsið um hálfa hæð, tekið glugga sem sneru að íbúðarhúsum og fært veggi. „Þetta er látlaus bygging," segir Helga og bætir við að horft hafi verið til annarra húsa í nágrenninu þegar húsið var hannað.Suður eftir Lækjargötu. Ásýnd Lækjargötunnar mun breytast nokkuð með tilkomu hótelbyggingarinnar en endanlegur fjöldi hótelherbergja hefur ekki verið ákveðinn.Byggingin verður frá einni hæð upp í fimm hæðir þar sem hún snýr út að Lækjargötu. Frá Vonarstræti verður ekið í bílakjallara undir byggingunni sem rýma mun 27 bíla og segir Helga kjallarann einnig ætlaðan fyrir aðföng fyrir hótelið. Áskilið er að jarðhæðin verði almenningsrými og gert er ráð fyrir að útibú Glitnis verði áfram á jarðhæð hússins. „Þarna eiga að vera veitingastaðir, kaffihús, inngarður og möguleiki á að opna út á götu sem hafði mjög mikil áhrif á hvað skipulagsráð var hrifið af tillögunni," segir Helga. Lóðarhafi er Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. og segir Helga í þeirra höndum hvenær framkvæmdir hefjast. „Lóðarhafar eru mjög áfjáðir í að fara af stað sem fyrst. Í lok ágúst er allt klárt af okkar hálfu og þá mega þeir sækja um byggingarleyfi og fara af stað." olav@frettabladid.isUmrætt svæði. Byggja á rúmlega 7.300 fermetra hótelbyggingu á þremur sameinuðum lóðum á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Vísir/Stefán Skipulag Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Umtalsvert niðurrif og tvöföldun á byggingarmagni er meðal breytinga á deiliskipulagi Kvosarinnar sem borgarráð samþykkti á fundi sínum fyrir helgi. Er gert ráð fyrir byggingu rúmlega 7.300 fermetra hótels og bankaútibús í nýbyggingu á sameinaðri lóð Lækjargötu 12 og Vonarstrætis 4 og 4b. Meðal húsa sem heimilað er að rífa er hús Glitnis banka, Foreldrahús og bygging við Vonarstræti 4b. Hefur starfsemi Foreldrahúss þegar flutt í Borgartún. Í bókun skipulagsráðs frá 16. júlí síðastliðnum segir að deiliskipulagstillagan sé vel unnin og telur ráðið að vel hafi til tekist með að koma til móts við athugasemdir nálægra íbúa með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á tillögunni eftir auglýsingu.Horft í norður eftir Lækjargötu blasir hótelbyggingin við.„Athugasemdirnar snerust aðallega um hæð hússins og umfang þess enda er um mjög stórt hús að ræða," segir Helga B. Laxdal, yfirlögfræðingur á skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar. Þá segir hún að uppi hafi verið vangaveltur um hvort fleiri hótel vanti á umrætt svæði. Athugasemdum hafi verið mætt með því að hönnuðir hússins hafi dregið úr byggingamagni að Kirkjutorgi, lækkað húsið um hálfa hæð, tekið glugga sem sneru að íbúðarhúsum og fært veggi. „Þetta er látlaus bygging," segir Helga og bætir við að horft hafi verið til annarra húsa í nágrenninu þegar húsið var hannað.Suður eftir Lækjargötu. Ásýnd Lækjargötunnar mun breytast nokkuð með tilkomu hótelbyggingarinnar en endanlegur fjöldi hótelherbergja hefur ekki verið ákveðinn.Byggingin verður frá einni hæð upp í fimm hæðir þar sem hún snýr út að Lækjargötu. Frá Vonarstræti verður ekið í bílakjallara undir byggingunni sem rýma mun 27 bíla og segir Helga kjallarann einnig ætlaðan fyrir aðföng fyrir hótelið. Áskilið er að jarðhæðin verði almenningsrými og gert er ráð fyrir að útibú Glitnis verði áfram á jarðhæð hússins. „Þarna eiga að vera veitingastaðir, kaffihús, inngarður og möguleiki á að opna út á götu sem hafði mjög mikil áhrif á hvað skipulagsráð var hrifið af tillögunni," segir Helga. Lóðarhafi er Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. og segir Helga í þeirra höndum hvenær framkvæmdir hefjast. „Lóðarhafar eru mjög áfjáðir í að fara af stað sem fyrst. Í lok ágúst er allt klárt af okkar hálfu og þá mega þeir sækja um byggingarleyfi og fara af stað." olav@frettabladid.isUmrætt svæði. Byggja á rúmlega 7.300 fermetra hótelbyggingu á þremur sameinuðum lóðum á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Vísir/Stefán
Skipulag Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira