Keppnistímabilið í NBA deildinni hefst í kvöld með þremur leikjum. Leikur Chicago Bulls og Milwaukee Bucks verður sýndur beint á NBA TV rásinni á Digital Ísland klukkan 00:30.
Hér eru á ferðinni tvö lið með nýja þjálfara og nokkra nýja leikmenn í sínum röðum. Scott Skiles, fyrrum þjálfari Chicago Bulls, var ráðinn þjálfari Milwaukee í sumar og stýrir því nýja liðinu í fyrsta sinn gegn gamla liðinu sínu.
Næstu daga byrjar fjörið á NBA TV um klukkan 23 á kvöldin þar sem sýndir verða tveir leikir í beinni útsendingu á hverri nóttu.
Miðvikudagskvöld: Philadelphia-Toronto og Golden State-New Orleans.
Fimmtudagskvöld: Cleveland-Charlotte og Phoenix-New Orleans
Föstudagskvöld: Philadelphia-New York og Portland-San Antonio