Fritzl vakti óhug í Hallgrímskirkju Atli Steinn Guðmundsson skrifar 12. maí 2008 14:44 Josef Fritzl. MYND/AP Myndlistarnemendur við Listaháskóla Íslands standa nú fyrir ljósmyndasýningunni „Biblían - bók bókanna" í forkirkju Hallgrímskirkju. Er sýningin haldin í tilefni af nýju biblíuþýðingunni. Eitt verkanna á sýningunni þótti þó ekki heppilegt til sýningar í guðs húsi en þar var um að ræða mynd af hinum austurríska Josef Fritzl. „Verkefnið var að vinna út frá biblíusögulegum myndefnum. Við skoðuðum ákveðnar trúarlegar og listfræðilegar forsendur fyrir þessu verkefni. Hugmyndin var að hver nemandi gerði eitt verk út frá þessum forsendum," útskýrir Einar Garibaldi Eiríksson, prófessor við Listaháskólann og umsjónarmaður sýningarinnar. „Þegar komið er að því að sýna uppgötvum við fljótlega að þarna er eitt verk sem er á mörkunum, tengt ógæfumanninum í Austurríki. Þetta var einfölduð andlitsmynd af honum eins og hún birtist í blöðum, í raun mynd af mynd af honum," segir Einar. „Ég held að hugmynd nemandans hafi verið að varpa fram spurningum um fyrirgefninguna og það að setja sig í dómarasæti yfir einhverjum, bæði þessi ákveðni maður yfir sinni fjölskyldu og eins almenningur eins og hann hefur brugðist við fréttum af manninum og dæmt hann fyrir fram. Svo fóru nú að renna á okkur tvær grímur og við sannfærðumst um það þegar við fórum að ræða við fólkið i kirkjunni. Fólk kemur þangað meðal annars til að leita sáluhjálpar vegna ýmissa mála og við ákváðum því að draga verkið til baka," segir hann enn fremur. Einar segir viðkomandi nemanda hafa sýnt þessum sjónarmiðum fullan skilning. Auk þess hafi starfsmenn kirkjunnar komið að máli við aðstandendur sýningarinnar sem hafi styrkt ákvörðunina enn frekar. Ekki náðist í höfund myndarinnar. Auk Listaháskólans standa Listvinafélag Hallgrímskirkju og Hið íslenska biblíufélag að sýningunni sem stendur yfir í mánuð. Hallgrímskirkja Mál Josef Fritzl Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Myndlistarnemendur við Listaháskóla Íslands standa nú fyrir ljósmyndasýningunni „Biblían - bók bókanna" í forkirkju Hallgrímskirkju. Er sýningin haldin í tilefni af nýju biblíuþýðingunni. Eitt verkanna á sýningunni þótti þó ekki heppilegt til sýningar í guðs húsi en þar var um að ræða mynd af hinum austurríska Josef Fritzl. „Verkefnið var að vinna út frá biblíusögulegum myndefnum. Við skoðuðum ákveðnar trúarlegar og listfræðilegar forsendur fyrir þessu verkefni. Hugmyndin var að hver nemandi gerði eitt verk út frá þessum forsendum," útskýrir Einar Garibaldi Eiríksson, prófessor við Listaháskólann og umsjónarmaður sýningarinnar. „Þegar komið er að því að sýna uppgötvum við fljótlega að þarna er eitt verk sem er á mörkunum, tengt ógæfumanninum í Austurríki. Þetta var einfölduð andlitsmynd af honum eins og hún birtist í blöðum, í raun mynd af mynd af honum," segir Einar. „Ég held að hugmynd nemandans hafi verið að varpa fram spurningum um fyrirgefninguna og það að setja sig í dómarasæti yfir einhverjum, bæði þessi ákveðni maður yfir sinni fjölskyldu og eins almenningur eins og hann hefur brugðist við fréttum af manninum og dæmt hann fyrir fram. Svo fóru nú að renna á okkur tvær grímur og við sannfærðumst um það þegar við fórum að ræða við fólkið i kirkjunni. Fólk kemur þangað meðal annars til að leita sáluhjálpar vegna ýmissa mála og við ákváðum því að draga verkið til baka," segir hann enn fremur. Einar segir viðkomandi nemanda hafa sýnt þessum sjónarmiðum fullan skilning. Auk þess hafi starfsmenn kirkjunnar komið að máli við aðstandendur sýningarinnar sem hafi styrkt ákvörðunina enn frekar. Ekki náðist í höfund myndarinnar. Auk Listaháskólans standa Listvinafélag Hallgrímskirkju og Hið íslenska biblíufélag að sýningunni sem stendur yfir í mánuð.
Hallgrímskirkja Mál Josef Fritzl Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira