Erlent

Verkfæri Neanderdalsmanna þróaðri en haldið var

Teikning af neanderdalsmanni.
Teikning af neanderdalsmanni.

 

Nýjustu rannsóknir sýna að forn steinverkfæri, sem tegund okkar „Homo sapiens" notaði, voru ekki þróaðri en þau sem hinir útdauðu frændur okkar Neanderdalsmenn notuðu. Áður var talið að þróaðri steinverkfæri væru ástæðan fyrir því að okkar tegund lifði af fremur en Neanderdalsmenn.

Birtust niðurstöður þessar rannsóknar í ritinu „Journal of Human Evolution". Rannsakendur endurgerðu steinverkfæri kölluð „flaga" bæði frá Neanderdalsmönnum og okkar tegund. Útkoman var sú að engin sláandi munur var á flögum þessara tveggja tegunda. Ef munurinn var einhver var hann í vil Neanderdalsmönnum.

Rannsakendur telja þetta sýna fram á að hætta þurfi að hugsa um Neanderdalsmenn sem heimska eða lítt þróaðri en okkar tegund var, það ætti fremur að hugsa um þá sem öðruvísi. Tími er til að leita annarra ástæðna fyrir því af hverju Neanderdalsmaðurinn dó út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×