Hamilton sigraði á Spa 7. september 2008 13:40 NordicPhotos/GettyImages Lewis Hamilton hafði sigur í Belgíukappakstrinum á Spá brautinn í dag eftir spennandi einvígi við Kimi Raikkönen á lokasprettinum. Rigning setti svip sinn á einvígið, sem endaði með því að Finninn ók út af brautinni og féll úr keppni þegar tveir hringir voru eftir. Áhorfendur á Spa stóðu á öndinni þegar keppendur óku síðustu hringina, en þá var brautin orðin flughál og bílarnir skautuðu til og frá þar sem ekki þótti ráðlegt að skipta á regndekk svo seint í keppninni. Raikkönen hafði verið í forystunni eftir frábæran akstur, en missti Hamilton fram úr sér þegar skammt var eftir af keppninni. Kappið var full mikið í Hamilton og sneri hann bílnum í bleytunni og missti Ferrari-manninn aftur fram úr sér. Raikkönen virtist ekki standast pressuna og ók út af og færði Hamilton sigurinn. Felipe Massa á Ferrari tók þriðja sæti og er nú átta stigum á eftir Hamilton í keppni ökumanna og Nick Heidfeld hjá BMW tók frábæran endasprett og vippaði sér úr áttunda sæti og í það þriðja eftir að hann skipti á regndekk. Það sama gerði Fernando Alonso hjá Renault og það skilaði honum í fjórða sætið, sem hann hélt reyndar lengst af í keppninni. Fremstu menn á Spa: 1. Hamilton (McLaren) 2. Massa (Ferrari) 3. Heidfeld (BMW Sauber) 4. Alonso (Renault) 5. Vettel (Toro Rosso) 6. Kubica (BWM Sauber) 7. Bourdais (Toro Rosso) 8. Glock (Toyota) Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton hafði sigur í Belgíukappakstrinum á Spá brautinn í dag eftir spennandi einvígi við Kimi Raikkönen á lokasprettinum. Rigning setti svip sinn á einvígið, sem endaði með því að Finninn ók út af brautinni og féll úr keppni þegar tveir hringir voru eftir. Áhorfendur á Spa stóðu á öndinni þegar keppendur óku síðustu hringina, en þá var brautin orðin flughál og bílarnir skautuðu til og frá þar sem ekki þótti ráðlegt að skipta á regndekk svo seint í keppninni. Raikkönen hafði verið í forystunni eftir frábæran akstur, en missti Hamilton fram úr sér þegar skammt var eftir af keppninni. Kappið var full mikið í Hamilton og sneri hann bílnum í bleytunni og missti Ferrari-manninn aftur fram úr sér. Raikkönen virtist ekki standast pressuna og ók út af og færði Hamilton sigurinn. Felipe Massa á Ferrari tók þriðja sæti og er nú átta stigum á eftir Hamilton í keppni ökumanna og Nick Heidfeld hjá BMW tók frábæran endasprett og vippaði sér úr áttunda sæti og í það þriðja eftir að hann skipti á regndekk. Það sama gerði Fernando Alonso hjá Renault og það skilaði honum í fjórða sætið, sem hann hélt reyndar lengst af í keppninni. Fremstu menn á Spa: 1. Hamilton (McLaren) 2. Massa (Ferrari) 3. Heidfeld (BMW Sauber) 4. Alonso (Renault) 5. Vettel (Toro Rosso) 6. Kubica (BWM Sauber) 7. Bourdais (Toro Rosso) 8. Glock (Toyota)
Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira