Boston Celtics NBA-meistari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. júní 2008 09:12 Boston Celtics, NBA-meistararnir árið 2008. Nordic Photos / Getty Images Boston Celtics varð í nótt NBA-meistari í sautjánda sinn í sögunni eftir 4-2 sigur á Los Angeles Lakers í úrslitarimmu liðanna. Boston hreinlega slátraði Lakers í sjötta leik liðanna í nótt, 131-92. Paul Pierce var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar en hann hefur í öll sín níu ár í NBA-deildinni leikið með Boston. Þetta var fyrsti titill hans með liðinu sem og fyrsti titill þeirra Ray Allen og Kevin Garnett. Mikil geðshræring greip um sig í liði Boston eftir leik og sá síðastnefndi náði varla að klára sjónvarpsviðtal eftir leik. 22 ár eru liðin síðan að Boston varð síðast meistari í NBA-deildinni en margir af gömlu hetjunum voru á leiknum í gær, til að mynda Bill Russell og John Havlicek. Gamli þjálfari Celtic, Red Auerbach, lést árið 2006 en minning hans var heiðruð í gær. Leikmenn og Doc Rivers, þjálfari Celtic í dag, minntust hans með hlýlegum orðum. Hann vann níu NBA-meistaratitla á sínum ferli en síðan þá hefur Phil Jackson jafnað það met. Boston kom í gær fyrir að Jackson ynni sinn tíunda meistaratitil en hann er nú þjálfari LA Lakers. Boston spilaði frábæra vörn í leiknum og yfirspiluðu Lakers nánast frá fyrstu mínútu. Engu að síður náði Boston ekki að hrista Lakers af sér fyrr en um miðjan annan leikhluta. Staðan var þá 32-29 en þá setti Boston niður tvo þrista í röð og litu aldrei til baka eftir það. Staðan í hálfleik var 58-35 og samtals vann Boston annan leikhluta með 34 stigum gegn fimmtán. Boston var með bensínið í botni allan síðari hálfleik og Lakers átti aldrei minnsta möguleika á að minnka muninn verulega. Kevin Garnett og Ray Allen voru með 26 stig hver í leiknum en Garnett tók fjórtán fráköst í leiknum. Allen hitti úr sjö af níu þriggja stiga tilraunum sínum í leiknum. Rajon Rondo var með 21 stig og Paul Pierce með sautján og tíu stoðsendingar. Kobe Bryant var með 22 stig í leiknum, Lamar Odom fjórtán og tíu fráköst. Jordan Farmar var með tólf stig. Lakers tók aðeins tvö sóknarfráköst í öllum leiknum og þau komu bæði undir lok leiksins þegar að Boston var löngu búið að vinna leikinn. Boston tók fjórtán sóknarfráköst og tapaði sjö boltum en Lakers tapaði nítján boltum. Doc Rivers á meira en 1500 leiki að baki í NBA-deildinni sem leikmaður og þjálfari en vann í gær sinn fyrsta meistaratitil. Þríeykið Pierce, Allen og Garnett þótti minna mikið á gamla þríeykið hjá Boston þegar liðið var upp á sitt besta fyrir tveimur áratugum - Larry Bird, Kevin McHale og Robert Parish - en margir efuðust um að þeim tækist að vinna titil strax á sínu fyrsta ári saman. En þeir blésu á allt slíkt tal, jafnvel þótt að liðinu hafi gengið fremur illa í fyrstu umferðum úrslitakeppninnar. Þeir kláruðu þetta með stæl í gær og muna fáir í dag eftir leikjunum við Atlanta Hawks. NBA Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Enski boltinn Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Boston Celtics varð í nótt NBA-meistari í sautjánda sinn í sögunni eftir 4-2 sigur á Los Angeles Lakers í úrslitarimmu liðanna. Boston hreinlega slátraði Lakers í sjötta leik liðanna í nótt, 131-92. Paul Pierce var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar en hann hefur í öll sín níu ár í NBA-deildinni leikið með Boston. Þetta var fyrsti titill hans með liðinu sem og fyrsti titill þeirra Ray Allen og Kevin Garnett. Mikil geðshræring greip um sig í liði Boston eftir leik og sá síðastnefndi náði varla að klára sjónvarpsviðtal eftir leik. 22 ár eru liðin síðan að Boston varð síðast meistari í NBA-deildinni en margir af gömlu hetjunum voru á leiknum í gær, til að mynda Bill Russell og John Havlicek. Gamli þjálfari Celtic, Red Auerbach, lést árið 2006 en minning hans var heiðruð í gær. Leikmenn og Doc Rivers, þjálfari Celtic í dag, minntust hans með hlýlegum orðum. Hann vann níu NBA-meistaratitla á sínum ferli en síðan þá hefur Phil Jackson jafnað það met. Boston kom í gær fyrir að Jackson ynni sinn tíunda meistaratitil en hann er nú þjálfari LA Lakers. Boston spilaði frábæra vörn í leiknum og yfirspiluðu Lakers nánast frá fyrstu mínútu. Engu að síður náði Boston ekki að hrista Lakers af sér fyrr en um miðjan annan leikhluta. Staðan var þá 32-29 en þá setti Boston niður tvo þrista í röð og litu aldrei til baka eftir það. Staðan í hálfleik var 58-35 og samtals vann Boston annan leikhluta með 34 stigum gegn fimmtán. Boston var með bensínið í botni allan síðari hálfleik og Lakers átti aldrei minnsta möguleika á að minnka muninn verulega. Kevin Garnett og Ray Allen voru með 26 stig hver í leiknum en Garnett tók fjórtán fráköst í leiknum. Allen hitti úr sjö af níu þriggja stiga tilraunum sínum í leiknum. Rajon Rondo var með 21 stig og Paul Pierce með sautján og tíu stoðsendingar. Kobe Bryant var með 22 stig í leiknum, Lamar Odom fjórtán og tíu fráköst. Jordan Farmar var með tólf stig. Lakers tók aðeins tvö sóknarfráköst í öllum leiknum og þau komu bæði undir lok leiksins þegar að Boston var löngu búið að vinna leikinn. Boston tók fjórtán sóknarfráköst og tapaði sjö boltum en Lakers tapaði nítján boltum. Doc Rivers á meira en 1500 leiki að baki í NBA-deildinni sem leikmaður og þjálfari en vann í gær sinn fyrsta meistaratitil. Þríeykið Pierce, Allen og Garnett þótti minna mikið á gamla þríeykið hjá Boston þegar liðið var upp á sitt besta fyrir tveimur áratugum - Larry Bird, Kevin McHale og Robert Parish - en margir efuðust um að þeim tækist að vinna titil strax á sínu fyrsta ári saman. En þeir blésu á allt slíkt tal, jafnvel þótt að liðinu hafi gengið fremur illa í fyrstu umferðum úrslitakeppninnar. Þeir kláruðu þetta með stæl í gær og muna fáir í dag eftir leikjunum við Atlanta Hawks.
NBA Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Enski boltinn Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira