NBA í nótt: Enn tapar LeBron á afmælisdegi sínum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. desember 2008 09:48 "Til hamingju með daginn, kallinn minn." Nordic Photos / Getty Images Síðan að LeBron James gerðist atvinnumaður í körfubolta hefur hann þrívegis spilað á afmælisdegi sínum og alltaf tapað, nú síðast er Cleveland tapaði fyrir Miami, 104-95. „Þetta er sorglegt. Ég ætla að gráta," gantaðist LeBron eftir leik. Miami átti frábæran dag en LeBron var næstum búinn að bjarga deginum nánast einn síns liðs í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki. Dwyane Wade var með 21 stig og tólf stoðsendingar í leiknum, Mario Chalmers hitti úr sex af sjö þriggja stiga skotum sínum er hann skoraði 21 stig og gaf átta stoðsendingar. Auk þess tapaði hann ekki einum bolta í leiknum. LeBron skoraði alls 38 stig í leiknum en mestur var munurinn sextán stig í leiknum. Cleveland hefur aldrei verið svo mörgum stigum undir í einum leik í vetur. En LeBron skoraði 24 stig í síðari hálfleik og náði að minnka muninn í eitt stig þegar níu mínútur voru eftir af leiknum. En það var Miami sem reyndist eiga síðasta orðið. Miami komst á 16-3 sprett á þessum kafla sem var nóg til að tryggja liðinu á endanum sigur í leiknum. Joe Johnson og félagar í Atlanta unnu sinn sjötta leik í röð er liðið vann 110-104 sigur á Indiana. Johnson átti stórleik en hann reyndist sínu liði mikilvægur sérstaklega undir lok leiksins. Hann skoraði tólf af 27 stigum sínum í fjórða leikhluta, þar af síðustu fimm stig leiksins. „Hvað getur maður sagt? Joe hefur reynst okkur gríðarlega mikilvægur á þessu tímabili," sagði Mike Woodson, þjálfari Atlanta. „Ég myndi setja hann í sama flokk og LeBron og Kobe - hann er að spila á því stigi. Hann er að skila mikilvægum stigum í hús og lætur aðra leikmenn í kringum sig spila betur." Atlanta hefur nú unnið níu af síðustu tíu leikjum sínum en Josh Smith skoraði 24 stig fyrir liðið, Mike Bibby fimmtán og Al Horford var með tólf stig og fjórtán fráköst. Hjá Indiana var Danny Granger með 25 stig, Jarret Jack 22 og Jeff Foster var með tólf stig og tólf fráköst. New York vann Charlotte, 93-89. Wilson Chandler skoraði nítján stig í leiknum, þar af sjö á síðustu fjórum mínútum leiksins. Phoenix vann Memphis, 101-89. Leandro Barbosa skoraði 28 stig og Shaquille O'Neal 24. Þar með færðist hann upp í áttunda sæti yfir stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar frá upphafi. New Orleans vann Washington, 97-85. Chris Paul var með þrefalda tvennu í þriðja sinn á tímabilinu en hann skoraði fimmtán stig, gaf sextán stoðsendingar og tók tíu fráköst. Milwaukee vann San Antonio, 100-98. Michael Redd skoraði 25 stig og tók tíu fráköst en Tim Duncan klúðraði sniðskoti þegar 3,8 sekúndur voru til leiksloka. Dallas vann Minnesota, 107-100. Jason Terry skoraði 29 stig í leiknum, þar af 24 í síðari hálfleik en Dallas var á tíma 29 stigum undir í leiknum en vann engu að síður sjö stiga sigur. Portland vann Boston, 91-86. Steve Blake var með 21 stig og LaMarcus Aldridge 20 er Portland vann góðan sigur á meisturunum þrátt fyrir að vera heldur fáliðaðir. Boston hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Sacramento vann LA Clippers, 92-90. Kevin Martin var með 20 stig í sínum fyrsta leik eftir meiðslin sín en Sacramento vann þar með sinn fyrsta leik í síðustu sjö leikjum sínum. Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Sport „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira
Síðan að LeBron James gerðist atvinnumaður í körfubolta hefur hann þrívegis spilað á afmælisdegi sínum og alltaf tapað, nú síðast er Cleveland tapaði fyrir Miami, 104-95. „Þetta er sorglegt. Ég ætla að gráta," gantaðist LeBron eftir leik. Miami átti frábæran dag en LeBron var næstum búinn að bjarga deginum nánast einn síns liðs í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki. Dwyane Wade var með 21 stig og tólf stoðsendingar í leiknum, Mario Chalmers hitti úr sex af sjö þriggja stiga skotum sínum er hann skoraði 21 stig og gaf átta stoðsendingar. Auk þess tapaði hann ekki einum bolta í leiknum. LeBron skoraði alls 38 stig í leiknum en mestur var munurinn sextán stig í leiknum. Cleveland hefur aldrei verið svo mörgum stigum undir í einum leik í vetur. En LeBron skoraði 24 stig í síðari hálfleik og náði að minnka muninn í eitt stig þegar níu mínútur voru eftir af leiknum. En það var Miami sem reyndist eiga síðasta orðið. Miami komst á 16-3 sprett á þessum kafla sem var nóg til að tryggja liðinu á endanum sigur í leiknum. Joe Johnson og félagar í Atlanta unnu sinn sjötta leik í röð er liðið vann 110-104 sigur á Indiana. Johnson átti stórleik en hann reyndist sínu liði mikilvægur sérstaklega undir lok leiksins. Hann skoraði tólf af 27 stigum sínum í fjórða leikhluta, þar af síðustu fimm stig leiksins. „Hvað getur maður sagt? Joe hefur reynst okkur gríðarlega mikilvægur á þessu tímabili," sagði Mike Woodson, þjálfari Atlanta. „Ég myndi setja hann í sama flokk og LeBron og Kobe - hann er að spila á því stigi. Hann er að skila mikilvægum stigum í hús og lætur aðra leikmenn í kringum sig spila betur." Atlanta hefur nú unnið níu af síðustu tíu leikjum sínum en Josh Smith skoraði 24 stig fyrir liðið, Mike Bibby fimmtán og Al Horford var með tólf stig og fjórtán fráköst. Hjá Indiana var Danny Granger með 25 stig, Jarret Jack 22 og Jeff Foster var með tólf stig og tólf fráköst. New York vann Charlotte, 93-89. Wilson Chandler skoraði nítján stig í leiknum, þar af sjö á síðustu fjórum mínútum leiksins. Phoenix vann Memphis, 101-89. Leandro Barbosa skoraði 28 stig og Shaquille O'Neal 24. Þar með færðist hann upp í áttunda sæti yfir stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar frá upphafi. New Orleans vann Washington, 97-85. Chris Paul var með þrefalda tvennu í þriðja sinn á tímabilinu en hann skoraði fimmtán stig, gaf sextán stoðsendingar og tók tíu fráköst. Milwaukee vann San Antonio, 100-98. Michael Redd skoraði 25 stig og tók tíu fráköst en Tim Duncan klúðraði sniðskoti þegar 3,8 sekúndur voru til leiksloka. Dallas vann Minnesota, 107-100. Jason Terry skoraði 29 stig í leiknum, þar af 24 í síðari hálfleik en Dallas var á tíma 29 stigum undir í leiknum en vann engu að síður sjö stiga sigur. Portland vann Boston, 91-86. Steve Blake var með 21 stig og LaMarcus Aldridge 20 er Portland vann góðan sigur á meisturunum þrátt fyrir að vera heldur fáliðaðir. Boston hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Sacramento vann LA Clippers, 92-90. Kevin Martin var með 20 stig í sínum fyrsta leik eftir meiðslin sín en Sacramento vann þar með sinn fyrsta leik í síðustu sjö leikjum sínum. Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Sport „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira