Veikleikamerki eru farin að sjást á meistaraefnum Boston Celtics eftir að liðið tapaði fyrir Washington í nótt, 85-78, og sínum öðrum leik af síðustu þremur.
Washington vann upp sjö stiga mun í fjórða leikhluta og vann lokasprettinn í leiknum með fimmtán stigum gegn fjórum.
Boston tapaði 21 bolta í leiknum en Washington var litlu skárri og tapaði 20 boltum. Leikmenn Washington hittu þar að auki úr aðeins tveimur af átján þriggja stiga skotum.
Washington tók hins vegar mun fleiri fráköst í leiknum og nýtti vítaköstin sín mjög vel og skilaði það liðinu sigrinum á endanum.
DeShawn Stevenson skoraði nítján stig í leiknum og Caron Butler var með sextán stig og tíu fráköst.
Hjá Boston var Kevin Garnett stigahæstur með nítján stig.
Úrslit annarra leikja í nótt:
Charlotte Bobcats - Detroit Pistons 100-103
San Antonio Spurs - Minnesota Timberwolves 105-88
Utah Jazz - Orlando Magic 119-115
Phoenix Suns - Milwaukee Bucks 122-114
Sacramento Kings - Indiana Pacers 105-111
LA Clippers - Dallas Mavericks 94-95