Erlent

Hverfandi líkur á að loftsteinn rekist á Mars

Vísindamenn segja nú að hverfandi líkur séu á því að risastór loftsteinn rekist á Mars er hann flýgur framhjá plánetunni í lok þessa mánaðar.

Vísindamenn sem flygst hafa grannt með för loftsteinsins 2007 WD5 hafa minnkað líkurnar á árekstrinum úr 1:25 og niður í 1:10.000. Fræðast má um málið á vefsíðu NASA.

Samkvæmt nýustu mælingum mun loftsteinninn fara framhjá Mars í 4.000 til yfir 200.000 km fjarlægð. Loftsteinninn er nógu stór til að hafa myndað nær kílómetra breiðan gíg á Mars hefði hann rekist á plánetuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×