Fimm erlendir karlmenn, sem losnuðu í gær úr vikulöngu gæsluvarðhaldi, hafa verið úrskurðaðir í farbann til 1. febrúar. Mennirnir, sem eru á aldrinum 19-25 ára, réðust að lögreglumönnum við skyldustörf aðfaranótt föstudagsins 11. janúar.
Þrír þeirra voru handteknir á vettvangi en tveir á heimili sínu í Reykjavík. Þurftu fjórir lögreglumenn að leita sér aðhlynningar á slysadeild og voru tveir þeirra voru fluttir þangað með sjúkrabíl en hinir voru með minni áverka.
Einn lögreglumannanna slasaðist það mikið að hann er enn frá vinnu.