Körfubolti

O´Neal gæti verið úr leik í vetur

Jermaine O´Neal á ekki sjö dagana sæla hjá Indiana um þessar mundir
Jermaine O´Neal á ekki sjö dagana sæla hjá Indiana um þessar mundir Nordic Photos / Getty Images

Jermaine O´Neal, leikmaður Indiana Pacers, segir að til greina komi að hann sé úr leik það sem eftir er tímabilsins eftir að hnémeiðsli hans tóku sig upp á ný.

O´Neal fór í uppskurð á hnénu í apríl í fyrra en nú er komin í ljós sprunga í hnénu. O´Neal hefur verið langt undir sínu venjulega framlagi í vetur og er þegar búinn að missa úr átta leiki vegna meiðsla.

O´Neal segist sjálfur ætla að hitta sérfræðinga í bæði Los Angeles og New York áður en hann gefur upp hve lengi hann verði frá keppni, en sagði sjálfur í gær að í versta falli gæti hann ekki spilað meira á leiktíðinni.

"Ég fór of snemma af stað aftur eftir aðgerðina í sumar og það eina sem ég er að hugsa um núna er að ná mér góðum aftur. Ég geri liðinu lítið gagn svona og svo verð ég líka að hugsa til þess að ég get ekki staðið í því eftir 10 ár og þurfa að láta skipta um allt hnéð á mér," sagði O´Neal.

O´Neal hefur aðeins skorað 15 stig og hirt 7 fráköst að meðaltali með Indiana það sem af er í vetur, en það er slakasta frammistaða hans frá því á fyrsta ári hans með Indiana um aldamótin.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×