Erlent

Geimferðir fyrir almenning hefjast í lok næsta árs

Virgin Galaxy, félag í eigu breska auðkýfingsins Richard Branson, mun hefja geimferðir fyrir almenning í lok næsta árs. Branson kynnti áform sín á fundi í New York síðdegis í gær.

Farið ber nafnið SpaceShipTwo og hafa um 200 manns þegar pantað sér far. Geimferðin hefst með því að flutningavél tekur það á loft og áleiðis í geiminn. Síðan taka vélar geimfarsins við og það mun fljúga upp í 110 kílómetra hæð yfir jörðu.

Eftir rúmlega fjögurra mínútna flug í þyngdarleysinu utan gufuhvolsins mun farið snúa aftur til jarðar. Það er ekki ódýrt að fara í geimflug með Virgin Galaxy því miðinn kostar rúmlega 12 miljónir króna.

Fyrir utan þá 200 sem þegar hafa pantað far hafa 85.000 lýst yfir áhuga sínum á að kaupa farmiða þegar geimfarið er komið í notkun




Fleiri fréttir

Sjá meira


×