Körfubolti

Valur vann Hamar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Molly Peterman var stigahæst Valsstúlkna.
Molly Peterman var stigahæst Valsstúlkna.

Einn leikur var í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld. Valur vann Hamar 74-58 eftir að Hamarsstúlkur höfðu haft þriggja stiga forystu í hálfleik.

Molly Peterman skoraði 27 stig fyrir Val og Signý Hermannsdóttir 24. Stigahæst í lið Hamars var La K. Barkus með 31 stig.

Valur er í fimmta sæti deildarinnar með fjórtán stig en Hamar er sæti neðar með sex stig. Hamar er fjórum stigum á undan Fjölni sem er í fallsæti deildarinnar.

Tveir athyglisverðir leikir verða í deildinni annað kvöld en þá mætast fjögur efstu liðin innbyrðis. Grindavík tekur á móti Haukum og á sama tíma heimsækir KR lið Keflavíkur. Keflavík, KR og Grindavík hafa öll 24 stig á toppi deildarinnar en Haukar eru tveimur stigum á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×