Einar Jökull vill ekki segja frá höfuðpaurnum í Fáskrúðsfjarðarmálinu Andri Ólafsson skrifar 31. janúar 2008 12:05 Verjendur sakborninga við aðalmeðferð Pólstjörnumálsins í morgun. MYND/Stöð 2 Aðalmeðferð fór fram í Fáskrúðsfjarðarmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir var á staðnum og fylgdist með þegar skýrslur voru teknar af sexmenningunum sem ákærðir eru. Flestir fjölmiðlar landsins voru á staðnum og því skörtuðu sexmenningarnir lambhúshettum til þess að skýla andlitum sínum fyrir myndavélum. Það var þéttsetið í dómssal 101 þegar Guðjón St. Marteinsson dómari setti réttarhöldin. Auk frétta- og blaðamanna voru í salnum nokkrir aðstandendur sakborninganna. Fyrstur svaraði spurningum Einar Jökull Einarsson. Hann er ákærður fyrir að hafa skipulagt smyglið. Það var kæruleysislegt yfirbragð yfir Einari þegar hann fór yfir málið í dómssalnum í dag. Áður en hann hóf yfirferð sína um tildrög þess að hann skipulagði stærsta dópsmygl Íslandssögunnar vinkaði hann nokkrum af aðstandendum sínum sem staddir voru í salnum. Hann skýrði því næst frá því að maður sem hann vildi ekki nefna á nafn hefði falið honum það verkefni að skipuleggja innflutninginn. "Hann vildi athuga hvort ég gæti ekki græjað þetta," sagði Einar. Einar ákvað að taka að sér verkefnið. Hann sagðist eiga skútu í Noregi og fljótlega hafi sú hugmynd kviknað að nota hana til þess að flytja efnin til Íslands. Skútan sem Einar á við heitir Lucky Day en Vísir hefur greint frá því henni hafi verið siglt til Fáskrúðsfjarðar frá Noregi fyrir tveimur árum síðan. Einar Jökull sagði að hann hafi hafist handa við að finna menn til þess að aðstoða við smyglið. Þannig fékk hann til liðs við sig tvo menn til að sigla skútunni, einn til að taka á móti skútunni og annan til að fela efnin. Þetta tók nokkra mánuði og virðist Einar hafa skipulagt þessa þætti í þaula. Hann boðaði meðal annars mennina til sín á fund á Súfistanum í Hafnarfirði þar sem farið var yfir verkefni hvers og eins. Á þeim fundi var öllum samverkamönnum til að mynda úthlutað GSM símum sem þeir áttu að notast við í samskiptum þeirra á milli. Svo kom að því að setja atburðarrásina í gang. Einar Jökull fór til Danmerkur til þess að taka á móti efnunum sem honum hafði verið falið að koma hingað til lands. Hann segist þá hafa hitt Bjarna Hrafnkellsson fyrir tilviljun og beðið hann um að pakka efnunum þar sem þau voru í húsi í Kaupmannahöfn. Ástæðan fyrir því var sú að Einar var að falla á tíma þar sem hann þurfti að fara til Noregs og útvega skútu. Efnin áttu svo að vera frágengin í pakkningar þegar skútunni hefði verið siglt til Danmerkur. Þegar Einar Jökull var spurður í dag hvernig á því hafa staðið að hann hefði treyst Bjarna, manni sem hann hefði hitt fyrir tilviljun, til að pakka efnunum svaraði Einar: "Hann lá bara svo vel við höggi." Þegar efnin voru tilbúin til flutninga voru þau svo flutt um borð í skútu og siglt áleiðis yfir Atlantshafið, fyrst til Hjaltlandseyja, svo til Færeyja og loks til Fáskrúðsfjarðar. Dómarinn spurði Einar hvernig honum hefði dottið í hug að fá menn til þess að sigla lítilli seglskútu út á opið haf í miðjum september. Einar sagði að það væri ekki mikið mál. Hægt væri að sjá veður þrjá daga fram í tímann og að GPS tæki hefði verið notuð til að vísa veginn. Aðspurður hvort hann hafi treyst því að skútan kæmist heil á leiðarenda svaraði Einar: "Þetta þolir allan andskotann." Kolbrún Sævarsdóttir spurði Einar mikið út í það hvað hann hafi átt að fá fyrir sinn snúð fyrir allt ómakið. Einar svaraði: "Ég átti að fá prósentur. Það átti að vera mjög sanngjarnt." Næstur til þess að svara spurningum sækjanda var Bjarni Hrafnkelsson. Bjarni er elstur sexmenninganna. Hann mætti í salinn fúlskeggjaður og sagði frá því hvernig hann fyrir tilviljun hitti Einar Jökul í Kaupmannahöfn og og frá fundum þeirra á Hard Rock Café þar í borg. Hann hafi samþykkt að pakka efnunum sem Einar hugðist flytja til landsins í flotholt. Flotholtin voru svo fyllt af sandi til þess að hægt væri að sökkva þeim á skömmum tíma. Bjarni sagðist hafa verið í mikilli neyslu á þessum tíma og ætti í erfiðleikum með að muna allt sem þar fór fram. Hann sagðist ekki þekkja neinn meðákærðu fyrir utan Einar Jökul. Eftir að Bjarni lauk máli sínu komu þeir koll af kolli. Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson sem sigldu skútunni til Íslands, Marinó Einar Árnason sem taka átti á móti þeim, og svo Arnar Gústafsson sem fékk það verkefni að fela efnin. Allir játuðu þeir greiðlega sök og lýstu því hvernig Einar Jökull Einarsson réð þá til þess að vera hlekkir í þessu umfangsmikla smygli. Einar virðist hafa haldið á öllum þráðum málsins. Nema peningunum. Hann fullyrðir að hann hafi ekki fjármagnað, né keypt efnin sem átti að smygla. Það hafi annar maður gert. Höfuðpaurinn sjálfur var semsagt fjarri góðu gamni þegar réttarhöldin í þessu risastóra fíkniefnamáli fóru fram í dag. Eins og svo oft áður. Þegar Einar Jökull var beðinn um að nafngreina þennan höfuðpaur neitaði hann að svara. Það var reyndar eina spurningin sem Einar Jökull Einarsson neitaði að svara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Pólstjörnumálið Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Aðalmeðferð fór fram í Fáskrúðsfjarðarmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir var á staðnum og fylgdist með þegar skýrslur voru teknar af sexmenningunum sem ákærðir eru. Flestir fjölmiðlar landsins voru á staðnum og því skörtuðu sexmenningarnir lambhúshettum til þess að skýla andlitum sínum fyrir myndavélum. Það var þéttsetið í dómssal 101 þegar Guðjón St. Marteinsson dómari setti réttarhöldin. Auk frétta- og blaðamanna voru í salnum nokkrir aðstandendur sakborninganna. Fyrstur svaraði spurningum Einar Jökull Einarsson. Hann er ákærður fyrir að hafa skipulagt smyglið. Það var kæruleysislegt yfirbragð yfir Einari þegar hann fór yfir málið í dómssalnum í dag. Áður en hann hóf yfirferð sína um tildrög þess að hann skipulagði stærsta dópsmygl Íslandssögunnar vinkaði hann nokkrum af aðstandendum sínum sem staddir voru í salnum. Hann skýrði því næst frá því að maður sem hann vildi ekki nefna á nafn hefði falið honum það verkefni að skipuleggja innflutninginn. "Hann vildi athuga hvort ég gæti ekki græjað þetta," sagði Einar. Einar ákvað að taka að sér verkefnið. Hann sagðist eiga skútu í Noregi og fljótlega hafi sú hugmynd kviknað að nota hana til þess að flytja efnin til Íslands. Skútan sem Einar á við heitir Lucky Day en Vísir hefur greint frá því henni hafi verið siglt til Fáskrúðsfjarðar frá Noregi fyrir tveimur árum síðan. Einar Jökull sagði að hann hafi hafist handa við að finna menn til þess að aðstoða við smyglið. Þannig fékk hann til liðs við sig tvo menn til að sigla skútunni, einn til að taka á móti skútunni og annan til að fela efnin. Þetta tók nokkra mánuði og virðist Einar hafa skipulagt þessa þætti í þaula. Hann boðaði meðal annars mennina til sín á fund á Súfistanum í Hafnarfirði þar sem farið var yfir verkefni hvers og eins. Á þeim fundi var öllum samverkamönnum til að mynda úthlutað GSM símum sem þeir áttu að notast við í samskiptum þeirra á milli. Svo kom að því að setja atburðarrásina í gang. Einar Jökull fór til Danmerkur til þess að taka á móti efnunum sem honum hafði verið falið að koma hingað til lands. Hann segist þá hafa hitt Bjarna Hrafnkellsson fyrir tilviljun og beðið hann um að pakka efnunum þar sem þau voru í húsi í Kaupmannahöfn. Ástæðan fyrir því var sú að Einar var að falla á tíma þar sem hann þurfti að fara til Noregs og útvega skútu. Efnin áttu svo að vera frágengin í pakkningar þegar skútunni hefði verið siglt til Danmerkur. Þegar Einar Jökull var spurður í dag hvernig á því hafa staðið að hann hefði treyst Bjarna, manni sem hann hefði hitt fyrir tilviljun, til að pakka efnunum svaraði Einar: "Hann lá bara svo vel við höggi." Þegar efnin voru tilbúin til flutninga voru þau svo flutt um borð í skútu og siglt áleiðis yfir Atlantshafið, fyrst til Hjaltlandseyja, svo til Færeyja og loks til Fáskrúðsfjarðar. Dómarinn spurði Einar hvernig honum hefði dottið í hug að fá menn til þess að sigla lítilli seglskútu út á opið haf í miðjum september. Einar sagði að það væri ekki mikið mál. Hægt væri að sjá veður þrjá daga fram í tímann og að GPS tæki hefði verið notuð til að vísa veginn. Aðspurður hvort hann hafi treyst því að skútan kæmist heil á leiðarenda svaraði Einar: "Þetta þolir allan andskotann." Kolbrún Sævarsdóttir spurði Einar mikið út í það hvað hann hafi átt að fá fyrir sinn snúð fyrir allt ómakið. Einar svaraði: "Ég átti að fá prósentur. Það átti að vera mjög sanngjarnt." Næstur til þess að svara spurningum sækjanda var Bjarni Hrafnkelsson. Bjarni er elstur sexmenninganna. Hann mætti í salinn fúlskeggjaður og sagði frá því hvernig hann fyrir tilviljun hitti Einar Jökul í Kaupmannahöfn og og frá fundum þeirra á Hard Rock Café þar í borg. Hann hafi samþykkt að pakka efnunum sem Einar hugðist flytja til landsins í flotholt. Flotholtin voru svo fyllt af sandi til þess að hægt væri að sökkva þeim á skömmum tíma. Bjarni sagðist hafa verið í mikilli neyslu á þessum tíma og ætti í erfiðleikum með að muna allt sem þar fór fram. Hann sagðist ekki þekkja neinn meðákærðu fyrir utan Einar Jökul. Eftir að Bjarni lauk máli sínu komu þeir koll af kolli. Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson sem sigldu skútunni til Íslands, Marinó Einar Árnason sem taka átti á móti þeim, og svo Arnar Gústafsson sem fékk það verkefni að fela efnin. Allir játuðu þeir greiðlega sök og lýstu því hvernig Einar Jökull Einarsson réð þá til þess að vera hlekkir í þessu umfangsmikla smygli. Einar virðist hafa haldið á öllum þráðum málsins. Nema peningunum. Hann fullyrðir að hann hafi ekki fjármagnað, né keypt efnin sem átti að smygla. Það hafi annar maður gert. Höfuðpaurinn sjálfur var semsagt fjarri góðu gamni þegar réttarhöldin í þessu risastóra fíkniefnamáli fóru fram í dag. Eins og svo oft áður. Þegar Einar Jökull var beðinn um að nafngreina þennan höfuðpaur neitaði hann að svara. Það var reyndar eina spurningin sem Einar Jökull Einarsson neitaði að svara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Pólstjörnumálið Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira