Tiger Woods tók upp þráðinn frá því á Buick mótinu um helgina þegar hann lék fyrsta hringinn á Dubai mótinu á 65 höggum í morgun, eða sjö undir pari. Woods sigraði á Buick mótinu með átta högga mun á sunnudaginn.
Tiger hefur hafði tveggja högga forystu á Pelle Edberg og Miguel Angel Jimenez sem eru í öðru sæti - en Jimenez afrekaði að fara holu í höggi á fyrsta hringnum.
"Ég hefði ekki geta beðið um betri byrjun. Svona er að taka tvo daga til æfinga," sagði Woods ánægður.