Schumacher búinn að stofna kappaksturslið 5. febrúar 2008 17:51 Michael Schumacher á góðri stundu. Þjóðverjinn Michael Schumacher hefur ákveðið að stofna keppnislið í kart-kappakstri og meðal ökumanna verður sonur fyrrum heimsmeistara í rallakstri, Carlos Sainz yngri. Schumacher hefur mikla þekkingu af kart-kappakstri og rekur miðstöð fyrir almenning í Kerpen í Þýskalandi. Lið Schumacher mun heita KSM Motorsport og verður rekið af Schumacher og tveimur vinum hans. Ætlun hans er að þjálfa upp öfluga ökumenn. ,,Ég keyri sjálfur kartbíla af kappi og á allt mitt að þakka því að hafa keppt í kart-kappakstri. Þegar ég var ungur strákur keyrði ég mikið og dreymdi um að verða sá besti. Sá draumur rættist", sagði Michael Schumacher um stofnun liðs síns. Flestir Formúlu 1 ökumenn byrjuðu í kart-kappakstri og ljóst að reynsla Schumacher kemur görpum hans að góðum notum. Schumacher keppir enn í kart-kappakstri og tekur þátt í árlegu móti félaga síns Felipe Massa. Það mót fer fram í Brasilíu á hverju ári og er á yfirbyggðum kart-bílum. Af kappakstur.is Formúla Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Handbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Þjóðverjinn Michael Schumacher hefur ákveðið að stofna keppnislið í kart-kappakstri og meðal ökumanna verður sonur fyrrum heimsmeistara í rallakstri, Carlos Sainz yngri. Schumacher hefur mikla þekkingu af kart-kappakstri og rekur miðstöð fyrir almenning í Kerpen í Þýskalandi. Lið Schumacher mun heita KSM Motorsport og verður rekið af Schumacher og tveimur vinum hans. Ætlun hans er að þjálfa upp öfluga ökumenn. ,,Ég keyri sjálfur kartbíla af kappi og á allt mitt að þakka því að hafa keppt í kart-kappakstri. Þegar ég var ungur strákur keyrði ég mikið og dreymdi um að verða sá besti. Sá draumur rættist", sagði Michael Schumacher um stofnun liðs síns. Flestir Formúlu 1 ökumenn byrjuðu í kart-kappakstri og ljóst að reynsla Schumacher kemur görpum hans að góðum notum. Schumacher keppir enn í kart-kappakstri og tekur þátt í árlegu móti félaga síns Felipe Massa. Það mót fer fram í Brasilíu á hverju ári og er á yfirbyggðum kart-bílum. Af kappakstur.is
Formúla Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Handbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira