Íslenska karlalandsliðið í badminton tapaði í kvöld fyrir Rússum á Evrópumótinu í Hollandi. Rússar voru með mikla yfirburði og höfðu fimm vinninga gegn engum.
Magnús Ingi Helgason, Helgi Jóhannesson og Tryggvi Nielsen töpuðu allir einliðaleikjum sínum og Rússar unnu síðan tvo sigra í tvíliðaleik.