Jason Kidd á leið til Dallas á ný? 13. febrúar 2008 19:21 Jason Kidd lék með Dallas á fyrstu árum sínum í NBA fyrir rúmum áratug Nordic Photos / Getty Images Heimildamenn ESPN sjónvarpsstöðvarinnar fullyrða að nú styttist í að leikstjórnandinn Jason Kidd hjá New Jersey Nets gangi í raðir liðsins sem tók hann í nýliðavalinu árið 1994, Dallas Mavericks. Kidd lýsti því nýverið yfir í viðtali við ESPN að það væri kominn tími til fyrir hann að breyta til og fara frá New Jersey. Það er ekkert leyndarmál að félagið hefur verið að reyna að skipta honum í burtu, en tilboðin sem borist hafa í hann hafa ekki þótt nógu góð til þessa. Gamla félagið hans Dallas hefur þó jafnan verið nefnt fyrst til sögunnar í þessu sambandi en verði af þessum skiptum, verða þau langt frá því auðveld í smíðum. New Jersey er sagt muni fá leikstjórnandann Devin Harris sem stærsta bitann í skiptunum, en hann er 10 árum yngri en Kidd sem verður 35 ára gamall í næsta mánuði. Þá hafa þeir Jerry Stackhouse, DeSegana Diop og Devean George verið nefndir til sögunnar sem skiptimynt til að láta þessi skipti ganga undir launaþakið. Jason Kidd átti frábæran feril í háskóla og var kjörinn nýliði ársins í NBA ásamt Grant Hill leiktíðina 1994-95. Fyrstu árin var hann hjá Dallas, þá hjá Phoenix og síðustu ár hefur hann verið hjá New Jersey þar sem hann hefur farið fyrir liðinu á bestu árum í sögu þess. Þar á meðal leiddi hann liðið í úrslit NBA tvö ár í röð í byrjun aldarinnar. Kidd er almennt álitinn einn besti leikstjórnandi deildarinnar á síðasta áratug og sækjast forráðamenn Dallas eftir leiðtogahæfileikum hans og fjölhæfni. Ef þessi skipti ganga í gegn yrðu það þriðju stórskiptin á nokkrum dögum í deildinni og ljóst að heitt verður í kolunum síðustu 10 dagana áður en kemur að lokun leikmannamarkaðarins í NBA. NBA bloggið á Vísi NBA Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ Sjá meira
Heimildamenn ESPN sjónvarpsstöðvarinnar fullyrða að nú styttist í að leikstjórnandinn Jason Kidd hjá New Jersey Nets gangi í raðir liðsins sem tók hann í nýliðavalinu árið 1994, Dallas Mavericks. Kidd lýsti því nýverið yfir í viðtali við ESPN að það væri kominn tími til fyrir hann að breyta til og fara frá New Jersey. Það er ekkert leyndarmál að félagið hefur verið að reyna að skipta honum í burtu, en tilboðin sem borist hafa í hann hafa ekki þótt nógu góð til þessa. Gamla félagið hans Dallas hefur þó jafnan verið nefnt fyrst til sögunnar í þessu sambandi en verði af þessum skiptum, verða þau langt frá því auðveld í smíðum. New Jersey er sagt muni fá leikstjórnandann Devin Harris sem stærsta bitann í skiptunum, en hann er 10 árum yngri en Kidd sem verður 35 ára gamall í næsta mánuði. Þá hafa þeir Jerry Stackhouse, DeSegana Diop og Devean George verið nefndir til sögunnar sem skiptimynt til að láta þessi skipti ganga undir launaþakið. Jason Kidd átti frábæran feril í háskóla og var kjörinn nýliði ársins í NBA ásamt Grant Hill leiktíðina 1994-95. Fyrstu árin var hann hjá Dallas, þá hjá Phoenix og síðustu ár hefur hann verið hjá New Jersey þar sem hann hefur farið fyrir liðinu á bestu árum í sögu þess. Þar á meðal leiddi hann liðið í úrslit NBA tvö ár í röð í byrjun aldarinnar. Kidd er almennt álitinn einn besti leikstjórnandi deildarinnar á síðasta áratug og sækjast forráðamenn Dallas eftir leiðtogahæfileikum hans og fjölhæfni. Ef þessi skipti ganga í gegn yrðu það þriðju stórskiptin á nokkrum dögum í deildinni og ljóst að heitt verður í kolunum síðustu 10 dagana áður en kemur að lokun leikmannamarkaðarins í NBA. NBA bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ Sjá meira