Geir Sveinsson staðfestir við Vísi að hann hafi í dag átt „almennar og góðar viðræður við forystu HSÍ."
Vísir greindi frá því fyrstur miðla í morgun að Geir væri efstur á óskalista HSÍ eftir að Dagur Sigurðsson hafnaði starfinu.
„Ég hitti þá í morgun og átti almennar og góðar viðræður við forystu HSÍ. Við ræddum um þjálfarastarfið og stöðu handboltans á Íslandi," sagði Geir.
Aðspurður um hvort honum hafði verið boðin þjálfarastaðan vildi Geir ekki tjá sig um það.
Hann fer hins vegar ekki leynt með það að honum finnst áhugavert starf.
„Það væri bæði áskorun og heiður að stýra íslenska landsliðinu í handbolta."