SPRON styrkir Badmintonsamband Íslands Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2008 15:31 Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir, formaður Badmintonsambands Íslands, og Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, handsala samninginn. Guðmundi þáði forláta badmintonspaða að gjöf frá Badmintonsambandinu í tilefni dagsins. Mynd/Arnaldur Í dag var tilkynnt um samstarfssamning SPRON og Badmintonssambands Íslands fram til Ólympíuleikanna í London árið 2012. Eftirfarandi fréttatilkynning var send fjölmiðlum: „Samstarfssamningur SPRON og Badmintonsambands Íslands var undirritaður í dag. Samningurinn er til fimm ára eða fram til Óympíuleika 2012. Með samningnum verður ungmenna-, kynningar- og fræðslustarf Badmintonsambandsins eflt verulega. „Samningurinn við SPRON er tímamótasamningur fyrir allt starf Badmintonsambands Íslands. Hann gerir sambandinu kleift að ráða starfsmann til að sinna fræðslu- og kynningarmálum og leggja meiri áherslu á þann málaflokk en áður hefur verið gert. Þá mun samningurinn einnig styrkja stoðir landsliðsstarfsins og tryggja að áfram verði hægt að vinna vel með afreksfólki í badminton," segir Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir, formaður Badmintonsambands Íslands. Afreksmál eru stór hluti af starfi Badmintonsambands Íslands. Næsta verkefni badmintonlandsliðsins er Evrópumót liða og einstaklinga sem fram fer í Herning í Danmörku 12.-20. apríl næstkomandi. Ísland vann sér þátttökurétt á mótinu með því að sigra Evrópukeppni B-þjóða í janúar 2007. Þá eru framtíðarmarkmið Badmintonsambandsins í afreksmálum þau að hægt verði að koma bæði karl- og kvenspilara á Ólympíuleikana í London 2012. Slíkt verkefni kostar mikla vinnu og fjármagn. Öflugir styrktaraðilar eins og SPRON eru nauðsynlegir til að hægt sé að ná þessum markmiðum. Góð umgjörð og aðstaða fyrir afreksfólkið er líka mikilvægur þáttur sem er svo sannarlega til staðar hjá TBR í Gnoðarvogi. Margt nýtt er ennfremur á döfinni hjá Badmintonsambandinu og er það að stórum hluta samningurinn við SPRON sem gerir sambandinu kleift að láta þau verkefni verða að veruleika. Sem dæmi má nefna að í undirbúningi er útgáfa á vandaðri bók um badminton og badmintonþjálfun. Þá verða gefnir badmintonspaðar í íþróttahús víðsvegar um landið til að hvetja almenning enn frekar til þátttöku í íþróttinni. „Það er okkur hjá SPRON mikill heiður og ánægja að innsigla þennan samning við Badmintonsambandið. SPRON hefur um nokkurt skeið stutt Rögnu Ingólfsdóttur, Íslandsmeistara í badminton, í undirbúningi þátttöku í Ólympíuleikunum í Kína næsta sumar og við lítum á þennan samning sem eðlilegt og ánægjulegt framhald á því samstarfi. Íslenskt badmintonfólk er í fremstu röð íslenskra íþróttamanna og íþróttin hefur verið í mikilli uppsveiflu að undanförnu," segir Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON." Innlendar Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira
Í dag var tilkynnt um samstarfssamning SPRON og Badmintonssambands Íslands fram til Ólympíuleikanna í London árið 2012. Eftirfarandi fréttatilkynning var send fjölmiðlum: „Samstarfssamningur SPRON og Badmintonsambands Íslands var undirritaður í dag. Samningurinn er til fimm ára eða fram til Óympíuleika 2012. Með samningnum verður ungmenna-, kynningar- og fræðslustarf Badmintonsambandsins eflt verulega. „Samningurinn við SPRON er tímamótasamningur fyrir allt starf Badmintonsambands Íslands. Hann gerir sambandinu kleift að ráða starfsmann til að sinna fræðslu- og kynningarmálum og leggja meiri áherslu á þann málaflokk en áður hefur verið gert. Þá mun samningurinn einnig styrkja stoðir landsliðsstarfsins og tryggja að áfram verði hægt að vinna vel með afreksfólki í badminton," segir Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir, formaður Badmintonsambands Íslands. Afreksmál eru stór hluti af starfi Badmintonsambands Íslands. Næsta verkefni badmintonlandsliðsins er Evrópumót liða og einstaklinga sem fram fer í Herning í Danmörku 12.-20. apríl næstkomandi. Ísland vann sér þátttökurétt á mótinu með því að sigra Evrópukeppni B-þjóða í janúar 2007. Þá eru framtíðarmarkmið Badmintonsambandsins í afreksmálum þau að hægt verði að koma bæði karl- og kvenspilara á Ólympíuleikana í London 2012. Slíkt verkefni kostar mikla vinnu og fjármagn. Öflugir styrktaraðilar eins og SPRON eru nauðsynlegir til að hægt sé að ná þessum markmiðum. Góð umgjörð og aðstaða fyrir afreksfólkið er líka mikilvægur þáttur sem er svo sannarlega til staðar hjá TBR í Gnoðarvogi. Margt nýtt er ennfremur á döfinni hjá Badmintonsambandinu og er það að stórum hluta samningurinn við SPRON sem gerir sambandinu kleift að láta þau verkefni verða að veruleika. Sem dæmi má nefna að í undirbúningi er útgáfa á vandaðri bók um badminton og badmintonþjálfun. Þá verða gefnir badmintonspaðar í íþróttahús víðsvegar um landið til að hvetja almenning enn frekar til þátttöku í íþróttinni. „Það er okkur hjá SPRON mikill heiður og ánægja að innsigla þennan samning við Badmintonsambandið. SPRON hefur um nokkurt skeið stutt Rögnu Ingólfsdóttur, Íslandsmeistara í badminton, í undirbúningi þátttöku í Ólympíuleikunum í Kína næsta sumar og við lítum á þennan samning sem eðlilegt og ánægjulegt framhald á því samstarfi. Íslenskt badmintonfólk er í fremstu röð íslenskra íþróttamanna og íþróttin hefur verið í mikilli uppsveiflu að undanförnu," segir Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON."
Innlendar Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira