ÍTR ætlar að standa við gefin loforð 19. febrúar 2008 22:42 Íþrótta- og Tómstundaráð Reykjavíkur ætlar að standa við gefin loforð um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni. Þetta segir í greinargerð frá Bolla Thoroddsen formanni ÍTR í kvöld, þar sem hann svarar áliti Dags B. Eggertssonar sem fram kom hér á Vísi síðdegis í dag. Dagur sagði að mikið vantaði upp á að Sjálfstæðisflokkurinn gæti efnt loforð sín um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni og lét í veðri vaka að nokkur af íþróttafélögunum í borginni ættu von á litlum fjárframlögum á næstu árum. Vísir leitaði viðbragða formanns ÍTR í kvöld og hann vísar ummælum dags á bug. Hann segir meirihluta ÍTR ætla að standa við þau áform sem gefin hafi verið út um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni, en segir að betur eigi eftir að fara yfir þau mál með félögunum í borginni og bendir á að ábyrg fjármálastjórn sé lykilatriði í stefnu meirihlutans. Hér fyrir neðan má lesa svar Bolla í heild sinni: Í tilefni af yfirlýsingum Dags B. Eggertssonar í fjölmiðlum um framtíðaráform Íþrótta og tómstundaráðs um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni, þar sem segir að "engar áætlanir séu uppi um að verja fjármunum til uppbyggingar á framtíðarsvæði Fram í Úlfarsfelli, auk þess sem framkvæmdir á vegum ÍR, KR og Fylkis séu í uppnámi", vill formaður ÍTR, Bolli Thoroddsen koma eftirfarandi á framfæri um leið og hann þakkar Degi fyrir að vekja athygli á þessum mikilvæga málaflokki: Í áhersluatriðum og forgangsröðun fulltrúa F-listans og Sjálfstæðisflokks í málefnum Íþrótta- og tómstundaráðs sem kynnt var á fundi ráðsins 8. febrúar sl. segir m.a: "Ljúka vinnu og gerð samninga um uppbyggingu íþróttamannvirkja hjá ÍR, Fram, Fylki, Fjölni, Þrótti og KR". Meirihluti Íþrótta- og tómstundaráðs mun standa við þau áform sem gefin hafa verið um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni, en telur nauðsynlegt að fara yfir þau mál, vel og vandlega með félögunum með tilliti til forgangsröðunar og á hvern hátt skuli staðið að þeirri miklu uppbyggingu sem óskað hefur verið eftir. Auk þess sem ábyrg fjármálastjórn er lykilatriði í stefnu núverandi meirihluta og miða þarf útgjöld borgarinnar við áætlaðar framtíðartekjur. Vinna við skipulagsmál á svæðum félaga er nú í fullum gangi, sem sjá má m.a. í fundargerð síðasta fundar Skipulagsráðs 13. febrúar 2008: En þar er tekið fyrir íþróttahús ÍR í S-Mjódd, íþróttahús og vellir Fram í Úlfarsárdal og fimleikahús, vellir og stúka fyrir Fylki. Í farvegi eru einnig breytingar á vallarmálum Þróttar í Laugardal og uppbygging hjá Fjölni við Dalhús og á Gufunesi. Þá eru að hefjast viðræður við KR um þeirra mál. Ekki liggur fyrir endanlega með hvaða hætti skipulag þessara svæða verður og ekki liggur heldur fyrir endanlega með hvaða hætti þessi mannvirki verða byggð, hvort þau verða byggð á vegum borgarinnar, á vegum félaganna með samningum við borgina eða með öðrum hætti. Nú verður af hálfu ÍTR, Skipulagssviðs og Eignasjóðs Reykjavíkur farið í viðræður við þessi félög um skipulagsmál, hönnun mannvirkja, framkvæmdaröðun, fjármögnun og aðra þætti sem m.a gætu snúið að samnýtingu mannvirkja eins og t.d knattspyrnuvalla með stúku, sem nauðsynlegar eru til að uppfylla kröfur KSÍ. Innlendar Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Íþrótta- og Tómstundaráð Reykjavíkur ætlar að standa við gefin loforð um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni. Þetta segir í greinargerð frá Bolla Thoroddsen formanni ÍTR í kvöld, þar sem hann svarar áliti Dags B. Eggertssonar sem fram kom hér á Vísi síðdegis í dag. Dagur sagði að mikið vantaði upp á að Sjálfstæðisflokkurinn gæti efnt loforð sín um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni og lét í veðri vaka að nokkur af íþróttafélögunum í borginni ættu von á litlum fjárframlögum á næstu árum. Vísir leitaði viðbragða formanns ÍTR í kvöld og hann vísar ummælum dags á bug. Hann segir meirihluta ÍTR ætla að standa við þau áform sem gefin hafi verið út um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni, en segir að betur eigi eftir að fara yfir þau mál með félögunum í borginni og bendir á að ábyrg fjármálastjórn sé lykilatriði í stefnu meirihlutans. Hér fyrir neðan má lesa svar Bolla í heild sinni: Í tilefni af yfirlýsingum Dags B. Eggertssonar í fjölmiðlum um framtíðaráform Íþrótta og tómstundaráðs um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni, þar sem segir að "engar áætlanir séu uppi um að verja fjármunum til uppbyggingar á framtíðarsvæði Fram í Úlfarsfelli, auk þess sem framkvæmdir á vegum ÍR, KR og Fylkis séu í uppnámi", vill formaður ÍTR, Bolli Thoroddsen koma eftirfarandi á framfæri um leið og hann þakkar Degi fyrir að vekja athygli á þessum mikilvæga málaflokki: Í áhersluatriðum og forgangsröðun fulltrúa F-listans og Sjálfstæðisflokks í málefnum Íþrótta- og tómstundaráðs sem kynnt var á fundi ráðsins 8. febrúar sl. segir m.a: "Ljúka vinnu og gerð samninga um uppbyggingu íþróttamannvirkja hjá ÍR, Fram, Fylki, Fjölni, Þrótti og KR". Meirihluti Íþrótta- og tómstundaráðs mun standa við þau áform sem gefin hafa verið um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni, en telur nauðsynlegt að fara yfir þau mál, vel og vandlega með félögunum með tilliti til forgangsröðunar og á hvern hátt skuli staðið að þeirri miklu uppbyggingu sem óskað hefur verið eftir. Auk þess sem ábyrg fjármálastjórn er lykilatriði í stefnu núverandi meirihluta og miða þarf útgjöld borgarinnar við áætlaðar framtíðartekjur. Vinna við skipulagsmál á svæðum félaga er nú í fullum gangi, sem sjá má m.a. í fundargerð síðasta fundar Skipulagsráðs 13. febrúar 2008: En þar er tekið fyrir íþróttahús ÍR í S-Mjódd, íþróttahús og vellir Fram í Úlfarsárdal og fimleikahús, vellir og stúka fyrir Fylki. Í farvegi eru einnig breytingar á vallarmálum Þróttar í Laugardal og uppbygging hjá Fjölni við Dalhús og á Gufunesi. Þá eru að hefjast viðræður við KR um þeirra mál. Ekki liggur fyrir endanlega með hvaða hætti skipulag þessara svæða verður og ekki liggur heldur fyrir endanlega með hvaða hætti þessi mannvirki verða byggð, hvort þau verða byggð á vegum borgarinnar, á vegum félaganna með samningum við borgina eða með öðrum hætti. Nú verður af hálfu ÍTR, Skipulagssviðs og Eignasjóðs Reykjavíkur farið í viðræður við þessi félög um skipulagsmál, hönnun mannvirkja, framkvæmdaröðun, fjármögnun og aðra þætti sem m.a gætu snúið að samnýtingu mannvirkja eins og t.d knattspyrnuvalla með stúku, sem nauðsynlegar eru til að uppfylla kröfur KSÍ.
Innlendar Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira