Hvað er að gerast á leikmannamarkaðnum í NBA? 20. febrúar 2008 17:38 Ron Artest er orðaður við Denver Nordic Photos / Getty Images Félagaskiptaglugginn í NBA deildinni rennur út annað kvöld og því er mikið slúðrað um hugsanleg leikmannaskipti á síðustu stundu. Leikmannamarkaðurinn hefur iðað síðustu daga eftir hver stórskiptin á fætur öðrum. Fæstir hefðu reiknað með öðrum eins látum á leikmannamarkaðnum og verið hafa undanfarnar vikur, en þar ber hæst að Shaquille O´Neal er genginn í raðir Phoenix Suns í skiptum fyrir Shawn Marion sem fór til Miami, Spánverjinn Pau Gasol fór frá Memphis til LA Lakers, Jason Kidd er genginn í raðir fyrrum félaga sinna í Dallas í skiptum fyrir Devin Harris og fleiri og leikstjórnandinn Mike Bibby fór frá Sacramento til Atlanta. Mikið er nú slúðrað um fjölda leikmanna á síðustu klukkutímunum fyrir lokun skiptagluggans. Þannig hermir Indianapolis Star að Indiana Pacers sé tilbúð að skoða öll tilboð í framherjann Jermaine O´Neal og er félagið sagt hafa rætt við Golden State, New Jersey og Sacramento um að taka við honum. O´Neal getur losað sig frá samningi við Indiana í sumar. Villingurinn Ron Artest hjá Sacramento hefur verið orðaður mikið við Denver Nuggets en sagt er að þeir samningar strandi á því að Denver vill ekki láta Linas Kleiza fara í skiptunum. Það var Sacramento Bee sem sagði fyrst frá þessu. Artest hefur látið í það skína að hann vilji fara frá Sacramento, en hann hefur reyndar verið orðaður við fleiri lið - m.a. meistara San Antonio. Leikstjórnandinn Andre Miller hjá Philadelphia hefur verið orðaður við aragrúa liða í allan vetur, en nýjustu fregnir frá Philadelphia herma að félagið vilji ekki láta hann fara. Bæði Eddy Curry og Zach Randolph hjá New York hafa verið orðaðir við brottfor frá félaginu, en það er reyndar ekkert nýtt að leikmenn New York séu í hringiðu slúðursins. Þannig hefur verið talað um að New Jersey, New York og Miami séu í viðræðum um stór skipti þar sem miðherjinn Curry færi til Miami, Vince Carter færi frá New Jersey til New York og að New Jersey fengi þá Jason Williams og Ricky Davis, sem báðir eiga lítið eftir af samningum sínum. Það var New York Daily News sem greindi frá þessu. NBA Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
Félagaskiptaglugginn í NBA deildinni rennur út annað kvöld og því er mikið slúðrað um hugsanleg leikmannaskipti á síðustu stundu. Leikmannamarkaðurinn hefur iðað síðustu daga eftir hver stórskiptin á fætur öðrum. Fæstir hefðu reiknað með öðrum eins látum á leikmannamarkaðnum og verið hafa undanfarnar vikur, en þar ber hæst að Shaquille O´Neal er genginn í raðir Phoenix Suns í skiptum fyrir Shawn Marion sem fór til Miami, Spánverjinn Pau Gasol fór frá Memphis til LA Lakers, Jason Kidd er genginn í raðir fyrrum félaga sinna í Dallas í skiptum fyrir Devin Harris og fleiri og leikstjórnandinn Mike Bibby fór frá Sacramento til Atlanta. Mikið er nú slúðrað um fjölda leikmanna á síðustu klukkutímunum fyrir lokun skiptagluggans. Þannig hermir Indianapolis Star að Indiana Pacers sé tilbúð að skoða öll tilboð í framherjann Jermaine O´Neal og er félagið sagt hafa rætt við Golden State, New Jersey og Sacramento um að taka við honum. O´Neal getur losað sig frá samningi við Indiana í sumar. Villingurinn Ron Artest hjá Sacramento hefur verið orðaður mikið við Denver Nuggets en sagt er að þeir samningar strandi á því að Denver vill ekki láta Linas Kleiza fara í skiptunum. Það var Sacramento Bee sem sagði fyrst frá þessu. Artest hefur látið í það skína að hann vilji fara frá Sacramento, en hann hefur reyndar verið orðaður við fleiri lið - m.a. meistara San Antonio. Leikstjórnandinn Andre Miller hjá Philadelphia hefur verið orðaður við aragrúa liða í allan vetur, en nýjustu fregnir frá Philadelphia herma að félagið vilji ekki láta hann fara. Bæði Eddy Curry og Zach Randolph hjá New York hafa verið orðaðir við brottfor frá félaginu, en það er reyndar ekkert nýtt að leikmenn New York séu í hringiðu slúðursins. Þannig hefur verið talað um að New Jersey, New York og Miami séu í viðræðum um stór skipti þar sem miðherjinn Curry færi til Miami, Vince Carter færi frá New Jersey til New York og að New Jersey fengi þá Jason Williams og Ricky Davis, sem báðir eiga lítið eftir af samningum sínum. Það var New York Daily News sem greindi frá þessu.
NBA Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira