NBA í nótt: Shaq og Kidd töpuðu fyrsta leiknum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. febrúar 2008 09:23 Shaq á fullri ferð í nótt. Nordic Photos / Getty Images Shaquille O'Neal og Jason Kidd léku sína fyrstu leiki með nýju liðunum sínum en urðu báðir að sætta sig við tap. LA Lakers vann sigur á Shaq og félögum í Phoenix Suns, 130-124, þar sem Kobe Bryant skoraði 41 stig gegn sínum gamla félaga úr Lakers. Þá töpuðu Kidd og félagar í Dallas fyrir New Orleans, 104-93, þar sem Chris Paul fór á kostum í síðarnefnda liðinu. „Ég er í betra formi en ég bjóst við," sagði Shaq eftir leikinn. Hann skoraði fimmtán stig og tók níu fráköst á þeim 29 mínútum sem hann lék í leiknum en hann hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu. Sem fyrr segir fór Kobe Bryant á kostum og skoraði 41 stig. Pau Gasol var einnig öflugur og skoraði 29 stig og þá bætti Lamar Odom við 22 stigum. Þetta var sjötti sigur Lakers í röð og er liðið nú jafnt Phoenix í efsta sæti Kyrrahafsriðilsins. Lakers var með yfirhöndina í leiknum lengst af og var með átta stiga forystu í hálfleik, 65-57. Phoenix náði að minnka muninn í eitt stig í seinni hálfleik en Lakers náði að hrista þá af sér undir lokin. Amare Stoudemire var stigahæstur hjá Phoenix með 37 stig og fimmtán fráköst og Steve Nash var með 26 stig og átta stoðsendingar. Jason Kidd er kominn aftur í búning Dallas-liðsins.Nordic Photos / Getty Images Sigur New Orleans var aldrei í hættu gegn Dallas í nótt en Chris Paul var mjög nálægt því að ná þrefaldri tvennu er hann skoraði 31 stig, gaf ellefu stoðsendingar og stal níu boltum. Kidd átti í erfiðleikum með að finna félaga sína almennilega á vellinum en hann tapaði sex boltum í leiknum. Hann skoraði átta stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Golden State vann nauman sigur á Boston Celtics, 119-117, þar sem Baron Davis skoraði sigurkörfu leiksins þegar 0,3 sekúndur voru til leiksloka. Hann skoraði alls 29 stig í leiknum en 20.711 áhorfendur voru á leiknum sem er met á körfuboltaleik í Kaliforníu. LeBron James fór á kostum er Cleveland vann Indiana, 106-97, og náði sinni annarri þrefaldri tvennu í röð. Hann skoraði 31 stig, tók fjórtán fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Philadelphia vann fjörtíu stiga sigur á New York, 124-84, þar sem Willie Green skoraði 21 stig fyrir Philadelphia. Þetta var sjötti sigur liðsins í röð. Milwaukee vann Detroit, 103-98, og batt þar með enda á fjögurra leikja taphrinu liðsins. Michael Redd skoraði 27 stig fyrir Milwaukee en þetta var annað tap Detroit eftir ellefu sigurleiki í röð. New Jersey vann sinn fyrsta leik eftir að Jason Kidd fór frá liðinu er liðið vann Chicago, 110-102, í framlengdum leik. Vince Carter var með 33 stig, níu fráköst og sjö stoðsendingar. Toronto vann Orlando, 127-110, þar sem Chris Bosh skoraði 40 stig. Þá vann Sacramento sigur á Atlanta, 119-107, og LA Clippers vann Memphis, 100-86. NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Sjá meira
Shaquille O'Neal og Jason Kidd léku sína fyrstu leiki með nýju liðunum sínum en urðu báðir að sætta sig við tap. LA Lakers vann sigur á Shaq og félögum í Phoenix Suns, 130-124, þar sem Kobe Bryant skoraði 41 stig gegn sínum gamla félaga úr Lakers. Þá töpuðu Kidd og félagar í Dallas fyrir New Orleans, 104-93, þar sem Chris Paul fór á kostum í síðarnefnda liðinu. „Ég er í betra formi en ég bjóst við," sagði Shaq eftir leikinn. Hann skoraði fimmtán stig og tók níu fráköst á þeim 29 mínútum sem hann lék í leiknum en hann hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu. Sem fyrr segir fór Kobe Bryant á kostum og skoraði 41 stig. Pau Gasol var einnig öflugur og skoraði 29 stig og þá bætti Lamar Odom við 22 stigum. Þetta var sjötti sigur Lakers í röð og er liðið nú jafnt Phoenix í efsta sæti Kyrrahafsriðilsins. Lakers var með yfirhöndina í leiknum lengst af og var með átta stiga forystu í hálfleik, 65-57. Phoenix náði að minnka muninn í eitt stig í seinni hálfleik en Lakers náði að hrista þá af sér undir lokin. Amare Stoudemire var stigahæstur hjá Phoenix með 37 stig og fimmtán fráköst og Steve Nash var með 26 stig og átta stoðsendingar. Jason Kidd er kominn aftur í búning Dallas-liðsins.Nordic Photos / Getty Images Sigur New Orleans var aldrei í hættu gegn Dallas í nótt en Chris Paul var mjög nálægt því að ná þrefaldri tvennu er hann skoraði 31 stig, gaf ellefu stoðsendingar og stal níu boltum. Kidd átti í erfiðleikum með að finna félaga sína almennilega á vellinum en hann tapaði sex boltum í leiknum. Hann skoraði átta stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Golden State vann nauman sigur á Boston Celtics, 119-117, þar sem Baron Davis skoraði sigurkörfu leiksins þegar 0,3 sekúndur voru til leiksloka. Hann skoraði alls 29 stig í leiknum en 20.711 áhorfendur voru á leiknum sem er met á körfuboltaleik í Kaliforníu. LeBron James fór á kostum er Cleveland vann Indiana, 106-97, og náði sinni annarri þrefaldri tvennu í röð. Hann skoraði 31 stig, tók fjórtán fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Philadelphia vann fjörtíu stiga sigur á New York, 124-84, þar sem Willie Green skoraði 21 stig fyrir Philadelphia. Þetta var sjötti sigur liðsins í röð. Milwaukee vann Detroit, 103-98, og batt þar með enda á fjögurra leikja taphrinu liðsins. Michael Redd skoraði 27 stig fyrir Milwaukee en þetta var annað tap Detroit eftir ellefu sigurleiki í röð. New Jersey vann sinn fyrsta leik eftir að Jason Kidd fór frá liðinu er liðið vann Chicago, 110-102, í framlengdum leik. Vince Carter var með 33 stig, níu fráköst og sjö stoðsendingar. Toronto vann Orlando, 127-110, þar sem Chris Bosh skoraði 40 stig. Þá vann Sacramento sigur á Atlanta, 119-107, og LA Clippers vann Memphis, 100-86.
NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Sjá meira