Bogdan: Ég vil hjálpa Íslandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. febrúar 2008 11:59 Bogdan Kowalczyk á þeim tíma er hann þjálfaði íslenska landsliðið. Nordic Photos / Getty Images Bogdan Kowalczyk, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir að hann vilji hjálpa íslenska landsliðinu að komast aftur á beinu brautina. „Ég myndi ekki segja nei," sagði Bogdan í samtali við Vísi aðspurður um hver viðbrögð hans myndu verða ef HSÍ myndi setja sig í samband við hann. HSÍ hefur undanfarnar vikur leitað að eftirmanni Alfreðs Gíslasonar og þegar verið hafnað af fjórum mönnum, þeim Magnus Andersson, Degi Sigurðssyni, Geir Sveinssyni og Aroni Kristjánssyni. „Ég hef mikinn áhuga á íslenskum handbolta og að vinna með landsliðinu. Ég er enn í mjög góðu sambandi við íslenska handboltaþjálfara og leikmenn," sagði Bogdan. Hann var til að mynda staddur í Þýskalandi þegar heimsmeistarakeppnin fór þar fram í fyrra og fylgdist vel með íslenska landsliðinu. „Undanfarið ár hef ég heyrt af því að íslenskur handbolti eigi í ákveðnum vanda. Mín skoðun er sú að það þarf að breyta um kerfi, bæði hjá landsliðinu og hjá forystunni. HSÍ er að nota gamalt kerfi sem virkar ekki lengur." „Leikmenn þurfa að æfa meira. Í dag er stundaður nýr og kraftmeiri handbolti og æfingarnar þurfa að vera öðruvísi. Ekki eins og þær voru fyrir 17-18 árum. Ég hef mikið rætt við íslenska þjálfara, leikmenn og áhorfendur og mér finnst að nú þurfi HSÍ að skilja við gamla kerfið." Bogdan er óumdeilanlega einn besti handboltaþjálfari heims að sögn margra sérfræðinga víða í Evrópu. Hann þjálfaði íslenska landsliðið á árunum 1983 til 1990 og skilaði liðinu meðal annars í sjötta sætið á HM í Sviss árið 1986 og þá vann liðið B-heimsmeistarakeppnina í Frakklandi árið 1989 undir hans stjórn. Hann hefur undanfarin ár starfað í heimalandi sínu, Póllandi, með góðum árangri. Aðspurður um hvert HSÍ eigi að leita segir hann að það best væri að ráða bæði íslenskan og erlendan þjálfara til starfa. „Ef aðalþjálfarinn er íslenskur þarf aðstoðarmaður hans að vera erlendur eða öfugt. Af hverju? Meirihluti íslenska landsliðsins spilar í Þýskalandi. Íslenski þjálfarinn verður líka að fylgjast vel með á Íslandi en vera í miklu samstarfi við erlenda þjálfarann." „Atvinnumennirnir verða einnig að æfa aukalega fyrir landsliðið og undirbúa sig sérstaklega fyrir leiki þess - ekki bara æfa fyrir félagsliðin sín." „Það þarf líka að halda úti B-landsliði. Ef 17-18 manna hópur kæmi saman í maí og júní á hverju ári væri hægt að taka inn 2-3 nýja leikmenn í aðallandsliðið á hverju ári. Eitt stærsta vandamál íslenska landsliðsins er að það er ekki með nægilega góða breidd." „Það hefur sýnt sig á undanförnum stórmótum að íslenska landsliðið tapar seinni hálfleiknum í sínum leikjum. Það spilar vel í 30 mínútur en geta svo ekki skipt út leikmönnum án þess að tapa miklum gæðum." „Stærsta vandamálið er að liðið hefur alltaf spilað frá móti til móts undanfarin ár án þess að byggja upp landsliðið inn á milli. Það er ekki horft til framtíðar." Bogdan segir að EM í Noregi hafi verið versta frammistaða Íslands á stórmóti í nokkur ár. „Þeir spiluðu vel í Þýskalandi en breiddin var ekki nógu mikil. Þeir voru ekki með nógu marga góða leikmenn." „Það voru mörg vandamál í Noregi. Snorri Steinn spilaði nokkra góða leiki en átti líka slæma leiki inn á milli. Það vantar líka skyttur í liðið og nýr þjálfari þarf að vinna vel í því máli og finna nýja leikmenn í þær stöður. Það er alveg klárt að Guðjón Valur er ekki skytta." „Markvarðastaðan er einnig ákveðið vandamál en það er hægt að laga það með 2-3 ára markvissri vinnu. Lykilatriðið í því er að markverðir íslenska landsliðsins fái markvissa og góða einstaklingsþjálfun." Í vor keppir Ísland í undankeppni Ólympíuleikanna í Peking en riðill Íslands fer einmitt fram í Póllandi. Svíþjóð og Argentína eru með í riðlinum en tvær efstu þjóðirnar komast til Peking. „Þetta verður erfitt mót fyrir Ísland. Ég held að Pólverjar eru líklegastir til að vinna riðilinn. Það gæti þó verið að staða íslenska liðsins sé nú þegar orðin betri en hún var." „Íslendingarnir í Flensburg, Einar Hólmgeirsson og Alexander Petersson, eru til að mynda að fá að spila mun meira og hið sama má segja um Loga Geirsson hjá Lemgo. Það er allt saman mjög jákvætt og kannski að liðið nái sér á strik á nýjan leik." „En það er mikilvægt að nýr þjálfari hafi strax samband við alla leikmenn og heimsæki þá jafnvel. Þetta er síðasti möguleiki liðsins til að komast til Peking og hann verður að nýta." „Lykilatriði fyrir íslenska liðið í Póllandi verður varnarleikurinn. Ef Ísland ætlar einungis að spila 6-0 vörn mun það eiga lítinn möguleika á að komast áfram. Það verður að geta skipt á milli varnarkerfa, hvort sem það er 5-1 eða 3-2-1. Svíar eru til að mynda mjög góðir gegn 6-0 vörn en gætu lent í vandræðum ef andstæðingurinn breytir til. Ísland verður einfaldlega að ná að sameina þessi afbrigði í sínum leik." Það er því greinilegt að Bogdan þekkir mjög vel til íslenska landsliðsins þó hann hafi ekki starfað hér á landi í átján ár. Og þrátt fyrir langa fjarveru er hann nú tilbúinn að koma aftur að íslenska landsliðinu, sem fyrr segir. „Það væri ekkert vandamál," segir hann. Íslenski handboltinn Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Bogdan Kowalczyk, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir að hann vilji hjálpa íslenska landsliðinu að komast aftur á beinu brautina. „Ég myndi ekki segja nei," sagði Bogdan í samtali við Vísi aðspurður um hver viðbrögð hans myndu verða ef HSÍ myndi setja sig í samband við hann. HSÍ hefur undanfarnar vikur leitað að eftirmanni Alfreðs Gíslasonar og þegar verið hafnað af fjórum mönnum, þeim Magnus Andersson, Degi Sigurðssyni, Geir Sveinssyni og Aroni Kristjánssyni. „Ég hef mikinn áhuga á íslenskum handbolta og að vinna með landsliðinu. Ég er enn í mjög góðu sambandi við íslenska handboltaþjálfara og leikmenn," sagði Bogdan. Hann var til að mynda staddur í Þýskalandi þegar heimsmeistarakeppnin fór þar fram í fyrra og fylgdist vel með íslenska landsliðinu. „Undanfarið ár hef ég heyrt af því að íslenskur handbolti eigi í ákveðnum vanda. Mín skoðun er sú að það þarf að breyta um kerfi, bæði hjá landsliðinu og hjá forystunni. HSÍ er að nota gamalt kerfi sem virkar ekki lengur." „Leikmenn þurfa að æfa meira. Í dag er stundaður nýr og kraftmeiri handbolti og æfingarnar þurfa að vera öðruvísi. Ekki eins og þær voru fyrir 17-18 árum. Ég hef mikið rætt við íslenska þjálfara, leikmenn og áhorfendur og mér finnst að nú þurfi HSÍ að skilja við gamla kerfið." Bogdan er óumdeilanlega einn besti handboltaþjálfari heims að sögn margra sérfræðinga víða í Evrópu. Hann þjálfaði íslenska landsliðið á árunum 1983 til 1990 og skilaði liðinu meðal annars í sjötta sætið á HM í Sviss árið 1986 og þá vann liðið B-heimsmeistarakeppnina í Frakklandi árið 1989 undir hans stjórn. Hann hefur undanfarin ár starfað í heimalandi sínu, Póllandi, með góðum árangri. Aðspurður um hvert HSÍ eigi að leita segir hann að það best væri að ráða bæði íslenskan og erlendan þjálfara til starfa. „Ef aðalþjálfarinn er íslenskur þarf aðstoðarmaður hans að vera erlendur eða öfugt. Af hverju? Meirihluti íslenska landsliðsins spilar í Þýskalandi. Íslenski þjálfarinn verður líka að fylgjast vel með á Íslandi en vera í miklu samstarfi við erlenda þjálfarann." „Atvinnumennirnir verða einnig að æfa aukalega fyrir landsliðið og undirbúa sig sérstaklega fyrir leiki þess - ekki bara æfa fyrir félagsliðin sín." „Það þarf líka að halda úti B-landsliði. Ef 17-18 manna hópur kæmi saman í maí og júní á hverju ári væri hægt að taka inn 2-3 nýja leikmenn í aðallandsliðið á hverju ári. Eitt stærsta vandamál íslenska landsliðsins er að það er ekki með nægilega góða breidd." „Það hefur sýnt sig á undanförnum stórmótum að íslenska landsliðið tapar seinni hálfleiknum í sínum leikjum. Það spilar vel í 30 mínútur en geta svo ekki skipt út leikmönnum án þess að tapa miklum gæðum." „Stærsta vandamálið er að liðið hefur alltaf spilað frá móti til móts undanfarin ár án þess að byggja upp landsliðið inn á milli. Það er ekki horft til framtíðar." Bogdan segir að EM í Noregi hafi verið versta frammistaða Íslands á stórmóti í nokkur ár. „Þeir spiluðu vel í Þýskalandi en breiddin var ekki nógu mikil. Þeir voru ekki með nógu marga góða leikmenn." „Það voru mörg vandamál í Noregi. Snorri Steinn spilaði nokkra góða leiki en átti líka slæma leiki inn á milli. Það vantar líka skyttur í liðið og nýr þjálfari þarf að vinna vel í því máli og finna nýja leikmenn í þær stöður. Það er alveg klárt að Guðjón Valur er ekki skytta." „Markvarðastaðan er einnig ákveðið vandamál en það er hægt að laga það með 2-3 ára markvissri vinnu. Lykilatriðið í því er að markverðir íslenska landsliðsins fái markvissa og góða einstaklingsþjálfun." Í vor keppir Ísland í undankeppni Ólympíuleikanna í Peking en riðill Íslands fer einmitt fram í Póllandi. Svíþjóð og Argentína eru með í riðlinum en tvær efstu þjóðirnar komast til Peking. „Þetta verður erfitt mót fyrir Ísland. Ég held að Pólverjar eru líklegastir til að vinna riðilinn. Það gæti þó verið að staða íslenska liðsins sé nú þegar orðin betri en hún var." „Íslendingarnir í Flensburg, Einar Hólmgeirsson og Alexander Petersson, eru til að mynda að fá að spila mun meira og hið sama má segja um Loga Geirsson hjá Lemgo. Það er allt saman mjög jákvætt og kannski að liðið nái sér á strik á nýjan leik." „En það er mikilvægt að nýr þjálfari hafi strax samband við alla leikmenn og heimsæki þá jafnvel. Þetta er síðasti möguleiki liðsins til að komast til Peking og hann verður að nýta." „Lykilatriði fyrir íslenska liðið í Póllandi verður varnarleikurinn. Ef Ísland ætlar einungis að spila 6-0 vörn mun það eiga lítinn möguleika á að komast áfram. Það verður að geta skipt á milli varnarkerfa, hvort sem það er 5-1 eða 3-2-1. Svíar eru til að mynda mjög góðir gegn 6-0 vörn en gætu lent í vandræðum ef andstæðingurinn breytir til. Ísland verður einfaldlega að ná að sameina þessi afbrigði í sínum leik." Það er því greinilegt að Bogdan þekkir mjög vel til íslenska landsliðsins þó hann hafi ekki starfað hér á landi í átján ár. Og þrátt fyrir langa fjarveru er hann nú tilbúinn að koma aftur að íslenska landsliðinu, sem fyrr segir. „Það væri ekkert vandamál," segir hann.
Íslenski handboltinn Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti