Körfubolti

NBA: Átta í röð hjá Spurs

Manu Ginobili hefur verið frábær með San Antonio síðustu vikur
Manu Ginobili hefur verið frábær með San Antonio síðustu vikur Nordic Photos / Getty Images

Meistarar San Antonio Spurs unnu áttunda leik sinn í röð í nótt þegar liðið vann nauman sigur á Milwaukee Bucks. Þá tapaði Phoenix óvænt á heimavelli fyrir Philadelphia.

San Antonio lagði Milwaukee 96-94 þar sem Manu Ginobili skoraði 30 stig fyrir San Antonio og Tony Parker 26, en Michael Redd var með 25 stig hjá Milwaukee og Andrew Bogut skoraði 17 stig og hirti 15 fráköst.

Phoenix lá heima fyrir Philadelphia 119-114 og var þetta fyrsta tap Phoenix á heimavelli fyrir Philadelphia í sex ár. Andre Iguodala skoraði 32 stig fyrir Philadelphia og Andre Miller var með 25 stig og 12 stoðsendingar. Amare Stoudemire skoraði 26 stig og hirti 11 fráköst fyrir Phoenix, Steve Nash skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar og Leandro Barbosa skoraði 21 stig af bekknum.

Orlando vann auðveldan sigur á New York 118-92 þar sem Dwight Howard skoraði 26 stig og hirti 22 fráköst og Hedo Turkoglu skoraði 25 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst fyrir Orlando, en Jamal Crawford skoraði 23 stig fyrir New York.

Utah færði Memphis áttunda tapið í röð með 113-92 útisigri. Carlos Boozer var stigahæstur í jöfnu liði Utah með 18 stig og Deron Williams gaf 19 stoðsendingar. Rudy Gay var stigahæstur hjá Memphis með 20 stig.

Loks vann Detroit auðveldan útisigur á LA Clippers 103-73 þrátt fyrir að vera án Chauncey Billups. Tayshaun Prince skoraði 22 stig fyrir Detroit líkt og Corey Maggette hjá Clippers.

Staðan í NBA

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×