Hannes reifst aftur við þjálfara sinn á æfingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. mars 2008 09:38 Hannes Þ. Sigurðsson. Annan daginn í röð sló í brýnu milli Hannesar Þ. Sigurðssonar og Uwe Rösler, hins þýska þjálfara Viking frá Stafangri í Noregi. Á miðvikudaginn gekk Hannes út af æfingu liðsins eftir orðaskipti við Rösler og í gær rifust þeir aftur. Leikmenn skiptu sér í tvö lið á æfingunni og vildi Hannes fá aukaspyrnu eftir viðskipti sín við Gojko Ivkovic. Hannes lét Rösler heyra það sem svaraði í sömu mynt. „Ef þú ætlar að láta svona og vera í fýlu máttu bara hypja þig," sagði Rösler við Hannes. „Þú sást vel hvað gerðist. Af hverju kemurðu svona fram við mig?" svaraði Hannes um hæl. Fimm mínútum síðar tóku leikmenn sér hlé frá æfingunni og gekk þá Hannes aftur upp að Rösler. Þeim samskiptum lauk með því að Hannes gekk í burtu og hristi hausinn. Hannes og Rösler skiptust svo áfram á skotum á meðan æfingunni stóð. „Það er svo augljóst hvað þér gengur til. Alveg óskiljanlegt!" sagði Hannes. „Hugsaðu bara um sjálfan þig," svaraði Rösler. Í lok æfingarinnar tóku leikmenn þátt í léttu skokki en Hannes hætti því fljótlega. „Af hverju ertu ekki að skokka með hinum?" spurði Rösler. „Ég er með verki í lærinu," sagði Hannes. „Komdu hingað! Þú skalt fá að skokka einn. Núna! Hinir mega fara. Þeir líka," sagði Rösler og átti þá við þá fjölmiðlamenn sem voru viðstaddir á æfingunni. Rösler vildi ekki gera mikið úr þessu í samtali við fjölmiðlamenn eftir æfinguna. „Það er æskilegt að hafa smá hita í mönnum á vellinum. Við þurfum á slíku að halda þegar tímabilið byrjar." Rösler sagði enn fremur að það væru engin vandræði í samskiptum hans og Hannesar. Sagði að hann væri leikmaður liðsins og væri áfram með samning hjá félaginu. Hannes sagði í samtali við Vísi í vikunni að hann vildi fara frá Viking og þá helst til Svíþjóðar en GIF Sundsvall hefur átt í viðræðum við Viking um kaup á Hannesi. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Sjá meira
Annan daginn í röð sló í brýnu milli Hannesar Þ. Sigurðssonar og Uwe Rösler, hins þýska þjálfara Viking frá Stafangri í Noregi. Á miðvikudaginn gekk Hannes út af æfingu liðsins eftir orðaskipti við Rösler og í gær rifust þeir aftur. Leikmenn skiptu sér í tvö lið á æfingunni og vildi Hannes fá aukaspyrnu eftir viðskipti sín við Gojko Ivkovic. Hannes lét Rösler heyra það sem svaraði í sömu mynt. „Ef þú ætlar að láta svona og vera í fýlu máttu bara hypja þig," sagði Rösler við Hannes. „Þú sást vel hvað gerðist. Af hverju kemurðu svona fram við mig?" svaraði Hannes um hæl. Fimm mínútum síðar tóku leikmenn sér hlé frá æfingunni og gekk þá Hannes aftur upp að Rösler. Þeim samskiptum lauk með því að Hannes gekk í burtu og hristi hausinn. Hannes og Rösler skiptust svo áfram á skotum á meðan æfingunni stóð. „Það er svo augljóst hvað þér gengur til. Alveg óskiljanlegt!" sagði Hannes. „Hugsaðu bara um sjálfan þig," svaraði Rösler. Í lok æfingarinnar tóku leikmenn þátt í léttu skokki en Hannes hætti því fljótlega. „Af hverju ertu ekki að skokka með hinum?" spurði Rösler. „Ég er með verki í lærinu," sagði Hannes. „Komdu hingað! Þú skalt fá að skokka einn. Núna! Hinir mega fara. Þeir líka," sagði Rösler og átti þá við þá fjölmiðlamenn sem voru viðstaddir á æfingunni. Rösler vildi ekki gera mikið úr þessu í samtali við fjölmiðlamenn eftir æfinguna. „Það er æskilegt að hafa smá hita í mönnum á vellinum. Við þurfum á slíku að halda þegar tímabilið byrjar." Rösler sagði enn fremur að það væru engin vandræði í samskiptum hans og Hannesar. Sagði að hann væri leikmaður liðsins og væri áfram með samning hjá félaginu. Hannes sagði í samtali við Vísi í vikunni að hann vildi fara frá Viking og þá helst til Svíþjóðar en GIF Sundsvall hefur átt í viðræðum við Viking um kaup á Hannesi.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Sjá meira