Hannes reifst aftur við þjálfara sinn á æfingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. mars 2008 09:38 Hannes Þ. Sigurðsson. Annan daginn í röð sló í brýnu milli Hannesar Þ. Sigurðssonar og Uwe Rösler, hins þýska þjálfara Viking frá Stafangri í Noregi. Á miðvikudaginn gekk Hannes út af æfingu liðsins eftir orðaskipti við Rösler og í gær rifust þeir aftur. Leikmenn skiptu sér í tvö lið á æfingunni og vildi Hannes fá aukaspyrnu eftir viðskipti sín við Gojko Ivkovic. Hannes lét Rösler heyra það sem svaraði í sömu mynt. „Ef þú ætlar að láta svona og vera í fýlu máttu bara hypja þig," sagði Rösler við Hannes. „Þú sást vel hvað gerðist. Af hverju kemurðu svona fram við mig?" svaraði Hannes um hæl. Fimm mínútum síðar tóku leikmenn sér hlé frá æfingunni og gekk þá Hannes aftur upp að Rösler. Þeim samskiptum lauk með því að Hannes gekk í burtu og hristi hausinn. Hannes og Rösler skiptust svo áfram á skotum á meðan æfingunni stóð. „Það er svo augljóst hvað þér gengur til. Alveg óskiljanlegt!" sagði Hannes. „Hugsaðu bara um sjálfan þig," svaraði Rösler. Í lok æfingarinnar tóku leikmenn þátt í léttu skokki en Hannes hætti því fljótlega. „Af hverju ertu ekki að skokka með hinum?" spurði Rösler. „Ég er með verki í lærinu," sagði Hannes. „Komdu hingað! Þú skalt fá að skokka einn. Núna! Hinir mega fara. Þeir líka," sagði Rösler og átti þá við þá fjölmiðlamenn sem voru viðstaddir á æfingunni. Rösler vildi ekki gera mikið úr þessu í samtali við fjölmiðlamenn eftir æfinguna. „Það er æskilegt að hafa smá hita í mönnum á vellinum. Við þurfum á slíku að halda þegar tímabilið byrjar." Rösler sagði enn fremur að það væru engin vandræði í samskiptum hans og Hannesar. Sagði að hann væri leikmaður liðsins og væri áfram með samning hjá félaginu. Hannes sagði í samtali við Vísi í vikunni að hann vildi fara frá Viking og þá helst til Svíþjóðar en GIF Sundsvall hefur átt í viðræðum við Viking um kaup á Hannesi. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
Annan daginn í röð sló í brýnu milli Hannesar Þ. Sigurðssonar og Uwe Rösler, hins þýska þjálfara Viking frá Stafangri í Noregi. Á miðvikudaginn gekk Hannes út af æfingu liðsins eftir orðaskipti við Rösler og í gær rifust þeir aftur. Leikmenn skiptu sér í tvö lið á æfingunni og vildi Hannes fá aukaspyrnu eftir viðskipti sín við Gojko Ivkovic. Hannes lét Rösler heyra það sem svaraði í sömu mynt. „Ef þú ætlar að láta svona og vera í fýlu máttu bara hypja þig," sagði Rösler við Hannes. „Þú sást vel hvað gerðist. Af hverju kemurðu svona fram við mig?" svaraði Hannes um hæl. Fimm mínútum síðar tóku leikmenn sér hlé frá æfingunni og gekk þá Hannes aftur upp að Rösler. Þeim samskiptum lauk með því að Hannes gekk í burtu og hristi hausinn. Hannes og Rösler skiptust svo áfram á skotum á meðan æfingunni stóð. „Það er svo augljóst hvað þér gengur til. Alveg óskiljanlegt!" sagði Hannes. „Hugsaðu bara um sjálfan þig," svaraði Rösler. Í lok æfingarinnar tóku leikmenn þátt í léttu skokki en Hannes hætti því fljótlega. „Af hverju ertu ekki að skokka með hinum?" spurði Rösler. „Ég er með verki í lærinu," sagði Hannes. „Komdu hingað! Þú skalt fá að skokka einn. Núna! Hinir mega fara. Þeir líka," sagði Rösler og átti þá við þá fjölmiðlamenn sem voru viðstaddir á æfingunni. Rösler vildi ekki gera mikið úr þessu í samtali við fjölmiðlamenn eftir æfinguna. „Það er æskilegt að hafa smá hita í mönnum á vellinum. Við þurfum á slíku að halda þegar tímabilið byrjar." Rösler sagði enn fremur að það væru engin vandræði í samskiptum hans og Hannesar. Sagði að hann væri leikmaður liðsins og væri áfram með samning hjá félaginu. Hannes sagði í samtali við Vísi í vikunni að hann vildi fara frá Viking og þá helst til Svíþjóðar en GIF Sundsvall hefur átt í viðræðum við Viking um kaup á Hannesi.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira