Fólk flykkist í Bónus og Krónuna 9. mars 2008 18:53 Íslendingar velja sem aldrei fyrr að kaupa í matinn í lágvöruverðsverslunum. Allt að hundrað prósent meiri sala hefur verið í sumum verslunum Krónunnar og umtalsvert meiri í Bónus. Þá er starfsmannasvelti matvörukeðjanna fyrir bí. Fréttastofa heldur áfram að rýna í neysluvenjur landsmanna í skugga niðursveiflu. Fjórða daginn í röð heldur fréttastofa Stöðvar 2 áfram að kanna hvort umræða um að góðærinu sé að ljúka hafi áhrif á hvernig fólk eyðir peningunum sínum. Enn sem komið er er fátt sem bendir til að krepputalið hafi bitið á landsmenn, hvorki okkur sem kaupum né þá sem flytja inn. Að minnsta kosti selst kampavín í stríðum straumum, kortavelta eykst, nýir bílar renna út og enn fleiri ilmvötn, snyrtivörur, sjónvörp og tímarit eru flutt inn til landsins en á sama tíma í fyrra. Færri eru þó að kaupa sér húsnæði þessar vikurnar en í fyrra. Í dag höfðum við samband við stjórnendur hjá stærstu matvörukeðjum landsins. Og þó að Íslendingar séu stundum skammaðir fyrir að vera ómeðvitaðir neytendur þá virðist sem menn séu að verða heldur meðvitaðri. Umtalsvert meiri sala var í janúar og febrúar hjá Bónus en á sama tíma í fyrra. Krónan hefur verið að bæta við sig verslunum og stækka. Uppundir hundrað prósent meiri sala var t.a.m. í Krónunni á Bíldshöfða sem stækkaði í fyrra og tugprósenta meiri sala í öllum Krónuverslunum. Stjórnendur hjá dýrari búðum eins og Nóatúni og Hagkaupum bera sig vel en þar er söluaukningin mun minni, þó hvorug keðjan væri tilbúin til að gefa upp prósentutölur. Þó var á þeim að skilja að salan á þessu ári væri nokkrum prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Manneklan var mikil hjá matvörukeðjunum í haust en hjá Bónus, Krónunni, Nóatúni og Hagkaupum er nánast fullmannað og nægar umsóknir berast. Umsækjendur eru margir íslenskir og eldri en áður. Eða eins og rekstrarstjóri Nóatúns sagði - þá er búið með starfsmannasveltið sem hrjáði verslanir til skamms tíma. Fréttir Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Íslendingar velja sem aldrei fyrr að kaupa í matinn í lágvöruverðsverslunum. Allt að hundrað prósent meiri sala hefur verið í sumum verslunum Krónunnar og umtalsvert meiri í Bónus. Þá er starfsmannasvelti matvörukeðjanna fyrir bí. Fréttastofa heldur áfram að rýna í neysluvenjur landsmanna í skugga niðursveiflu. Fjórða daginn í röð heldur fréttastofa Stöðvar 2 áfram að kanna hvort umræða um að góðærinu sé að ljúka hafi áhrif á hvernig fólk eyðir peningunum sínum. Enn sem komið er er fátt sem bendir til að krepputalið hafi bitið á landsmenn, hvorki okkur sem kaupum né þá sem flytja inn. Að minnsta kosti selst kampavín í stríðum straumum, kortavelta eykst, nýir bílar renna út og enn fleiri ilmvötn, snyrtivörur, sjónvörp og tímarit eru flutt inn til landsins en á sama tíma í fyrra. Færri eru þó að kaupa sér húsnæði þessar vikurnar en í fyrra. Í dag höfðum við samband við stjórnendur hjá stærstu matvörukeðjum landsins. Og þó að Íslendingar séu stundum skammaðir fyrir að vera ómeðvitaðir neytendur þá virðist sem menn séu að verða heldur meðvitaðri. Umtalsvert meiri sala var í janúar og febrúar hjá Bónus en á sama tíma í fyrra. Krónan hefur verið að bæta við sig verslunum og stækka. Uppundir hundrað prósent meiri sala var t.a.m. í Krónunni á Bíldshöfða sem stækkaði í fyrra og tugprósenta meiri sala í öllum Krónuverslunum. Stjórnendur hjá dýrari búðum eins og Nóatúni og Hagkaupum bera sig vel en þar er söluaukningin mun minni, þó hvorug keðjan væri tilbúin til að gefa upp prósentutölur. Þó var á þeim að skilja að salan á þessu ári væri nokkrum prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Manneklan var mikil hjá matvörukeðjunum í haust en hjá Bónus, Krónunni, Nóatúni og Hagkaupum er nánast fullmannað og nægar umsóknir berast. Umsækjendur eru margir íslenskir og eldri en áður. Eða eins og rekstrarstjóri Nóatúns sagði - þá er búið með starfsmannasveltið sem hrjáði verslanir til skamms tíma.
Fréttir Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira