21 sigur í röð hjá Houston 15. mars 2008 07:15 Dikembe Mutombo og Tracy McGrady ganga hér glaðir af velli eftir 21. sigur Houston í röð í nótt. NordcPhotos/GettyImages Þrír stórleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt en segja má að þeir hafi fallið í skuggann af sigri Houston á Charlotte þar sem Houston vann 21. leik sinn í röð. Þetta er næstlengsta sigurganga í sögu deildarinnar. Houston var nokkuð lengi í gang gegn Charlotte í nótt en síðari hálfleikurinn var eign heimamanna sem höfðu 89-80 sigur - þann 21. í röð. Tracy McGrady skoraði 30 stig fyrir Houston en Jason Richardson 28 fyrir Charlotte. Með sigrinum fór Houston upp fyrir lið Milwaukee frá árinu 1971 (20 sigrar í röð) og situr nú eitt í öðru sæti yfir flesta sigra í röð í sögu NBA. Aðeins ofurlið LA Lakers frá árinu 1972 hefur unnið fleiri leiki í röð - 33 talsins. Houston komst með sigrinum upp að hlið LA Lakers í toppsætið í Vesturdeildinni. Meiðsli hjá Hornets og Lakers Á sama tíma tapaði LA Lakers fyrir New Orleans á útivelli þar sem spútniklið heimamanna vann nokkuð öruggan 108-98 sigur. Lakers liðið varð fyrir áfalli strax í byrjun þegar Spánverjinn Pau Gasol sneri sig á ökkla og kom ekki meira við sögu í leiknum. Chris Paul fór enn og aftur hamförum í liði New Orleans og skoraði 27 stig og gaf 17 stoðsendingar, en Kobe Bryant skoraði 36 stig fyrir Lakers. Paul var reyndar farinn að haltra vegna ökklameiðsla seint í leiknum og sömu sögu var að segja um stjörnuleikmanninn David West hjá New Orleans - hann fór einnig af velli meiddur á ökkla. Sigurganga Boston stöðvuð í garðinum Boston mátti þola stærsta tap sitt á leiktíðinni þegar liðið lá óvænt heima gegn Utah Jazz 110-92 eftir að hafa unnið tíu leiki í röð. Kevin Garnett var stigahæstur í slöku liði Boston með 15 stig en Ray Allen þurfti að fara af velli snemma meiddur á ökkla. Deron Williams var allt í öllu hjá Utah og skoraði 13 af 32 stigum sínum í fjórða leikhluta og gaf 8 stoðsendingar. Bowen rauf 500 leikja rispu sína San Antonio tapaði fjórða leiknum sínum í röð á útivelli þegar það lá 84-80 í Detroit í hörkuleik. San Antonio lék án framherjans Bruce Bowen sem tók út leikbann, en hann hafði spilað 500 leiki í röð í deildinni í byrjunarliði án þess að missa úr leik - sem var lengsta rispan í deildinni. Tayshaun Prince hjá Detroit spilaði sinn 338. leik í röð án þess að missa úr leik og á nú lengstu rispu þeirrar tegundar í deildinni. Tony Parker skoraði 27 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan var með 20 stig og 10 fráköst, en Rip Hamilton var stigahæstur í liði heimamanna með 25 stig. Iverson heitur þrátt fyrir meiðsli Atlanta burstaði LA Clippers 117-93 þar sem Joe Johnson skoraði 21 af 28 stigum sínum í þriðja leikhluta. Orlando er nú hársbreidd frá því að gulltryggja sér sæti í úrslitakeppninni eftir 103-94 sigur á Miami. Jameer Nelson skoraði 21 stig fyrir Orlando en Jason Williams var með 34 stig fyrir Miami. Philadelphia vann góðan útisigur á Chicago 110-106 þar sem Philadelphia var á kafla 18 stigum undir. Andre Iguodala skoraði 25 stig fyrir Philadelphia en Luol Deng skoraði 21 fyrir Chicago. Denver burstaði Toronto á heimavelli 137-105. Allen Iverson spilaði meiddur en var í miklu stuði og skoraði 28 stig á 32 mínútum og Carmelo Anthony skoraði 22 stig. Anthony Parker skoraði 19 stig fyrir Toronto. Loks vann Minnesota góðan útisigur á Seattle 121-116 í uppgjöri tveggja slökustu liðanna í deildinni. Ryan Gomes skoraði 23 stig og hirti 15 fráköst fyrir Minnesota en Kevin Durant skoraði 24 fyrir Seattle. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag NBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Þrír stórleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt en segja má að þeir hafi fallið í skuggann af sigri Houston á Charlotte þar sem Houston vann 21. leik sinn í röð. Þetta er næstlengsta sigurganga í sögu deildarinnar. Houston var nokkuð lengi í gang gegn Charlotte í nótt en síðari hálfleikurinn var eign heimamanna sem höfðu 89-80 sigur - þann 21. í röð. Tracy McGrady skoraði 30 stig fyrir Houston en Jason Richardson 28 fyrir Charlotte. Með sigrinum fór Houston upp fyrir lið Milwaukee frá árinu 1971 (20 sigrar í röð) og situr nú eitt í öðru sæti yfir flesta sigra í röð í sögu NBA. Aðeins ofurlið LA Lakers frá árinu 1972 hefur unnið fleiri leiki í röð - 33 talsins. Houston komst með sigrinum upp að hlið LA Lakers í toppsætið í Vesturdeildinni. Meiðsli hjá Hornets og Lakers Á sama tíma tapaði LA Lakers fyrir New Orleans á útivelli þar sem spútniklið heimamanna vann nokkuð öruggan 108-98 sigur. Lakers liðið varð fyrir áfalli strax í byrjun þegar Spánverjinn Pau Gasol sneri sig á ökkla og kom ekki meira við sögu í leiknum. Chris Paul fór enn og aftur hamförum í liði New Orleans og skoraði 27 stig og gaf 17 stoðsendingar, en Kobe Bryant skoraði 36 stig fyrir Lakers. Paul var reyndar farinn að haltra vegna ökklameiðsla seint í leiknum og sömu sögu var að segja um stjörnuleikmanninn David West hjá New Orleans - hann fór einnig af velli meiddur á ökkla. Sigurganga Boston stöðvuð í garðinum Boston mátti þola stærsta tap sitt á leiktíðinni þegar liðið lá óvænt heima gegn Utah Jazz 110-92 eftir að hafa unnið tíu leiki í röð. Kevin Garnett var stigahæstur í slöku liði Boston með 15 stig en Ray Allen þurfti að fara af velli snemma meiddur á ökkla. Deron Williams var allt í öllu hjá Utah og skoraði 13 af 32 stigum sínum í fjórða leikhluta og gaf 8 stoðsendingar. Bowen rauf 500 leikja rispu sína San Antonio tapaði fjórða leiknum sínum í röð á útivelli þegar það lá 84-80 í Detroit í hörkuleik. San Antonio lék án framherjans Bruce Bowen sem tók út leikbann, en hann hafði spilað 500 leiki í röð í deildinni í byrjunarliði án þess að missa úr leik - sem var lengsta rispan í deildinni. Tayshaun Prince hjá Detroit spilaði sinn 338. leik í röð án þess að missa úr leik og á nú lengstu rispu þeirrar tegundar í deildinni. Tony Parker skoraði 27 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan var með 20 stig og 10 fráköst, en Rip Hamilton var stigahæstur í liði heimamanna með 25 stig. Iverson heitur þrátt fyrir meiðsli Atlanta burstaði LA Clippers 117-93 þar sem Joe Johnson skoraði 21 af 28 stigum sínum í þriðja leikhluta. Orlando er nú hársbreidd frá því að gulltryggja sér sæti í úrslitakeppninni eftir 103-94 sigur á Miami. Jameer Nelson skoraði 21 stig fyrir Orlando en Jason Williams var með 34 stig fyrir Miami. Philadelphia vann góðan útisigur á Chicago 110-106 þar sem Philadelphia var á kafla 18 stigum undir. Andre Iguodala skoraði 25 stig fyrir Philadelphia en Luol Deng skoraði 21 fyrir Chicago. Denver burstaði Toronto á heimavelli 137-105. Allen Iverson spilaði meiddur en var í miklu stuði og skoraði 28 stig á 32 mínútum og Carmelo Anthony skoraði 22 stig. Anthony Parker skoraði 19 stig fyrir Toronto. Loks vann Minnesota góðan útisigur á Seattle 121-116 í uppgjöri tveggja slökustu liðanna í deildinni. Ryan Gomes skoraði 23 stig og hirti 15 fráköst fyrir Minnesota en Kevin Durant skoraði 24 fyrir Seattle. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag NBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira