Óeirðir vegna Tíbets breiðast út Óli Tynes skrifar 16. mars 2008 19:15 Tíbet naut í raun sjálfstæðis í marga áratugi þartil árið 1950 að Kínverjar sendu þangað her til að taka völdin. Árið 1959 gerðu Tíbetar uppreisn sem var barin niður með mikilli hörku. Það var sú uppreisn sem munkar voru að minnast síðastliðinn mánudag. Kínverjar brugðust aftur við af hörku og það leiddi til öldu mótmæla sem enn sér ekki fyrir endann á. Tíbetska útlagastjórnin í Indlandi segir að áttatíu manns hafi fallið í átökunum við kínversk stjórnvöld undanfarna daga og eru þeir þá ekki taldir með sem sagðir eru hafa fallið í dag. Lögreglan neitar því raunar að nokkur hafi verið skotinn til bana. Lhasa, höfuðborg Tíbet er nánast í herkví lögreglu- og hersveita. Íbúarnir hætta sér ekki út fyrir dyr. Í Kína sjálfu brutust hinsvegar út óeirðir. Lögreglan segir aðTíbetar hafi kastað bensínsprengjum og brennt niður lögreglustöð í Aba héraði sem á landamæri að Tíbet. Hermenn hafa verið sendir til þess að standa vörð um opinberar byggingar. Tíbet er stórt land, um hvær og hálf milljón ferkílómetrar. Það er ættjörð um sex milljóna Tíbeta. Þeir hafa sína eigin menningu sem er mjög ólík hinni kínversku. Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbets vill láta rannsaka hvort þar er verið að framja menningarlegt þjóðarmorð með því að flytja þangað Kínverja í stórum stíl til þess að kæfa tíbetsku þjóðina. Margir frægir listamenn hafa tekið Tíbet upp á sína arma. Meðal þeirra er leikarinn Richard Gere, sem er góðvinur Dalais Lama. Björk Guðmundsdóttir olli líka talsverðu uppnámi í Kína þegar hún á dögunum tileinkaði Tíbet lag sitt Declare Independence. Erlent Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Tíbet naut í raun sjálfstæðis í marga áratugi þartil árið 1950 að Kínverjar sendu þangað her til að taka völdin. Árið 1959 gerðu Tíbetar uppreisn sem var barin niður með mikilli hörku. Það var sú uppreisn sem munkar voru að minnast síðastliðinn mánudag. Kínverjar brugðust aftur við af hörku og það leiddi til öldu mótmæla sem enn sér ekki fyrir endann á. Tíbetska útlagastjórnin í Indlandi segir að áttatíu manns hafi fallið í átökunum við kínversk stjórnvöld undanfarna daga og eru þeir þá ekki taldir með sem sagðir eru hafa fallið í dag. Lögreglan neitar því raunar að nokkur hafi verið skotinn til bana. Lhasa, höfuðborg Tíbet er nánast í herkví lögreglu- og hersveita. Íbúarnir hætta sér ekki út fyrir dyr. Í Kína sjálfu brutust hinsvegar út óeirðir. Lögreglan segir aðTíbetar hafi kastað bensínsprengjum og brennt niður lögreglustöð í Aba héraði sem á landamæri að Tíbet. Hermenn hafa verið sendir til þess að standa vörð um opinberar byggingar. Tíbet er stórt land, um hvær og hálf milljón ferkílómetrar. Það er ættjörð um sex milljóna Tíbeta. Þeir hafa sína eigin menningu sem er mjög ólík hinni kínversku. Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbets vill láta rannsaka hvort þar er verið að framja menningarlegt þjóðarmorð með því að flytja þangað Kínverja í stórum stíl til þess að kæfa tíbetsku þjóðina. Margir frægir listamenn hafa tekið Tíbet upp á sína arma. Meðal þeirra er leikarinn Richard Gere, sem er góðvinur Dalais Lama. Björk Guðmundsdóttir olli líka talsverðu uppnámi í Kína þegar hún á dögunum tileinkaði Tíbet lag sitt Declare Independence.
Erlent Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira