Allt um sigurgöngu Houston Rockets 19. mars 2008 19:22 Tracy McGrady og félagar hafa ritað nafn sitt í sögubækur NBA NordcPhotos/GettyImages Sögulegri sigurgöngu Houston Rockets í NBA deildinni lauk í nótt sem leið þegar það tapaði heima fyrir toppliði deildarinnar Boston Celtics. Vísir skoðar þessa næstlengstu sigurgöngu allra tíma nánar. Jafnræði var með Houston og Boston framan af rimmu þeirra í nótt, en þarna mættust tvö af bestu liðum NBA deildarinnar í dag ef marka má stöðu þeirra. Houston sat í toppsæti Vesturdeildarinnar og Boston er langefst í austrinu - og með besta árangurinn í allri deildinni. Í síðari hálfleik komu þeir grænklæddu þó mun ákveðnari til leiks og unnu að lokum sannfærandi sigur - aðeins sólarhring eftir að hafa lagt meistara San Antonio á þeirra heimavelli. "Þetta Boston lið er að spila besta varnarleik sem ég hef orðið vitni að síðan ég kom inn í deildina," sagði Tracy McGrady, aðalstjarna Houston, sem náði sér ekki á strik í leiknum í gær. Með sigrinum í gærkvöld varð Boston fyrsta liðið í þrjú ár til að vinna tvo útisigra í röð á tveimur dögum í Texas, en það er jafnan ekki öfundsvert hlutskipti fyrir lið að fara í "Texas-þríhyrninginn" svokallaða og spila við Houston, San Antonio og Dallas. Houston hafði fyrir leikinn í gær unnið 22 leiki í röð sem er næstlengasta sigurganga allra tíma í NBA deildinni. Liðið hafði ekki tapað leik síðan það lá heima fyrir Utah þann 27. janúar Houston hafði unnið 15 leiki í röð á heimavelli sínum og er það næst lengsta rispa liðsins á heimavelli í sögu félagsins - það vann 20 leiki í röð heima fyrir rúmum tveimur áratugum. Sigurganga Houston er sú lengsta í NBA deildinni í hátt í fjóra áratugi og hafa liðin sem náð hafa viðlíka rispum á síðustu áratugum öll náð að vinna NBA meistaratitilinn vorið eftir sigurgöngur sínar. Houston var fyrir tveimur mánuðum ekki nefnt til sögunnar þegar talað var um sigurstranglegustu liðin í úrslitakeppninni í sumar og sérstaklega ekki eftir að miðherjinn Yao Ming meiddist þegar nokkuð var liðið á sigurgöngu Houston fyrir nokkrum vikum. Áður en sigurganga liðsins hófst seint í janúar var útlit fyrir að Houston kæmist ekki í úrslitakeppnina, en nú er liðið í bullandi baráttu um efsta sætið í Vesturdeildinni. Það er ef til vill til marks um það hve hörð baráttan er í Vesturdeildinni að ekkert má útaf bera hjá liðunum í toppbaráttunni til að þau hrökkvi niður um 3-4 sæti á aðeins tveimur dögum. Hér fyrir neðan má sjá lengstu sigurgöngur allra tíma í NBA deildinni. Sigrar í röð - Lið - Ár 33- Lakers 1971-72 22- Rockets 2007-08 20- Bucks 1970-71 19- Lakers 1999-2000 18- Bulls 1995-96 18- Celtics 1981-82 18- Knicks 1969-70 Að lokum er hér samantekt yfir alla leiki Houston á sigurgöngunni sem spannar þrjá mánuði. Dags, mótherji, úrslit, (sigrar-töp), stigahæstur. @= útileikur JANÚAR: 29. Golden State W 111-107 (25-20) Y. Ming 36FEBRÚAR: 1 @ Indiana 106-103 (26-20) C. Landry 22 2 @ Milwaukee 91-83 (27-20) T. McGrady 33 4 @ Minnesota 92-86 (28-20) T. McGrady 26 7 Cleveland 92-77 (29-20) Y. Ming 22 9 Atlanta 108-89 (30-20) Y. Ming 28 11 Portland 95-83 (31-20) Y. Ming 25 13 Sacramento 89-87 (32-20) Y. Ming 25 19 @ Cleveland 93-85 (33-20) R. Alston 22 21 Miami 112-100 (34-20) T. McGrady 23 22 @ New Orleans 100-80 (35-20) T. McGrady 34 24 Chicago 110-97 (36-20) T. McGrady 24 26 Washington 94-69 (37-20) L. Head 18 29 Memphis 116-95 (38-20) T. McGrady 25MARS: 2 Denver 103-89 (39-20) T. McGrady 22 5 Indiana 117-99 (40-20) T. McGrady 25 6 @ Dallas 113-98 (41-20) T. McGrady 31 8 New Orleans 106-96 (42-20) T. McGrady 41 10 New Jersey 91-73 (43-20) T. McGrady 19 12 @ Atlanta 83-75 (44-20) T. McGrady 28 14 Charlotte 89-80 (45-20) T. McGrady 30 16 LA Lakers 104-92 (46-20) R. Alston 31 NBA Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ Sjá meira
Sögulegri sigurgöngu Houston Rockets í NBA deildinni lauk í nótt sem leið þegar það tapaði heima fyrir toppliði deildarinnar Boston Celtics. Vísir skoðar þessa næstlengstu sigurgöngu allra tíma nánar. Jafnræði var með Houston og Boston framan af rimmu þeirra í nótt, en þarna mættust tvö af bestu liðum NBA deildarinnar í dag ef marka má stöðu þeirra. Houston sat í toppsæti Vesturdeildarinnar og Boston er langefst í austrinu - og með besta árangurinn í allri deildinni. Í síðari hálfleik komu þeir grænklæddu þó mun ákveðnari til leiks og unnu að lokum sannfærandi sigur - aðeins sólarhring eftir að hafa lagt meistara San Antonio á þeirra heimavelli. "Þetta Boston lið er að spila besta varnarleik sem ég hef orðið vitni að síðan ég kom inn í deildina," sagði Tracy McGrady, aðalstjarna Houston, sem náði sér ekki á strik í leiknum í gær. Með sigrinum í gærkvöld varð Boston fyrsta liðið í þrjú ár til að vinna tvo útisigra í röð á tveimur dögum í Texas, en það er jafnan ekki öfundsvert hlutskipti fyrir lið að fara í "Texas-þríhyrninginn" svokallaða og spila við Houston, San Antonio og Dallas. Houston hafði fyrir leikinn í gær unnið 22 leiki í röð sem er næstlengasta sigurganga allra tíma í NBA deildinni. Liðið hafði ekki tapað leik síðan það lá heima fyrir Utah þann 27. janúar Houston hafði unnið 15 leiki í röð á heimavelli sínum og er það næst lengsta rispa liðsins á heimavelli í sögu félagsins - það vann 20 leiki í röð heima fyrir rúmum tveimur áratugum. Sigurganga Houston er sú lengsta í NBA deildinni í hátt í fjóra áratugi og hafa liðin sem náð hafa viðlíka rispum á síðustu áratugum öll náð að vinna NBA meistaratitilinn vorið eftir sigurgöngur sínar. Houston var fyrir tveimur mánuðum ekki nefnt til sögunnar þegar talað var um sigurstranglegustu liðin í úrslitakeppninni í sumar og sérstaklega ekki eftir að miðherjinn Yao Ming meiddist þegar nokkuð var liðið á sigurgöngu Houston fyrir nokkrum vikum. Áður en sigurganga liðsins hófst seint í janúar var útlit fyrir að Houston kæmist ekki í úrslitakeppnina, en nú er liðið í bullandi baráttu um efsta sætið í Vesturdeildinni. Það er ef til vill til marks um það hve hörð baráttan er í Vesturdeildinni að ekkert má útaf bera hjá liðunum í toppbaráttunni til að þau hrökkvi niður um 3-4 sæti á aðeins tveimur dögum. Hér fyrir neðan má sjá lengstu sigurgöngur allra tíma í NBA deildinni. Sigrar í röð - Lið - Ár 33- Lakers 1971-72 22- Rockets 2007-08 20- Bucks 1970-71 19- Lakers 1999-2000 18- Bulls 1995-96 18- Celtics 1981-82 18- Knicks 1969-70 Að lokum er hér samantekt yfir alla leiki Houston á sigurgöngunni sem spannar þrjá mánuði. Dags, mótherji, úrslit, (sigrar-töp), stigahæstur. @= útileikur JANÚAR: 29. Golden State W 111-107 (25-20) Y. Ming 36FEBRÚAR: 1 @ Indiana 106-103 (26-20) C. Landry 22 2 @ Milwaukee 91-83 (27-20) T. McGrady 33 4 @ Minnesota 92-86 (28-20) T. McGrady 26 7 Cleveland 92-77 (29-20) Y. Ming 22 9 Atlanta 108-89 (30-20) Y. Ming 28 11 Portland 95-83 (31-20) Y. Ming 25 13 Sacramento 89-87 (32-20) Y. Ming 25 19 @ Cleveland 93-85 (33-20) R. Alston 22 21 Miami 112-100 (34-20) T. McGrady 23 22 @ New Orleans 100-80 (35-20) T. McGrady 34 24 Chicago 110-97 (36-20) T. McGrady 24 26 Washington 94-69 (37-20) L. Head 18 29 Memphis 116-95 (38-20) T. McGrady 25MARS: 2 Denver 103-89 (39-20) T. McGrady 22 5 Indiana 117-99 (40-20) T. McGrady 25 6 @ Dallas 113-98 (41-20) T. McGrady 31 8 New Orleans 106-96 (42-20) T. McGrady 41 10 New Jersey 91-73 (43-20) T. McGrady 19 12 @ Atlanta 83-75 (44-20) T. McGrady 28 14 Charlotte 89-80 (45-20) T. McGrady 30 16 LA Lakers 104-92 (46-20) R. Alston 31
NBA Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ Sjá meira