Allt um sigurgöngu Houston Rockets 19. mars 2008 19:22 Tracy McGrady og félagar hafa ritað nafn sitt í sögubækur NBA NordcPhotos/GettyImages Sögulegri sigurgöngu Houston Rockets í NBA deildinni lauk í nótt sem leið þegar það tapaði heima fyrir toppliði deildarinnar Boston Celtics. Vísir skoðar þessa næstlengstu sigurgöngu allra tíma nánar. Jafnræði var með Houston og Boston framan af rimmu þeirra í nótt, en þarna mættust tvö af bestu liðum NBA deildarinnar í dag ef marka má stöðu þeirra. Houston sat í toppsæti Vesturdeildarinnar og Boston er langefst í austrinu - og með besta árangurinn í allri deildinni. Í síðari hálfleik komu þeir grænklæddu þó mun ákveðnari til leiks og unnu að lokum sannfærandi sigur - aðeins sólarhring eftir að hafa lagt meistara San Antonio á þeirra heimavelli. "Þetta Boston lið er að spila besta varnarleik sem ég hef orðið vitni að síðan ég kom inn í deildina," sagði Tracy McGrady, aðalstjarna Houston, sem náði sér ekki á strik í leiknum í gær. Með sigrinum í gærkvöld varð Boston fyrsta liðið í þrjú ár til að vinna tvo útisigra í röð á tveimur dögum í Texas, en það er jafnan ekki öfundsvert hlutskipti fyrir lið að fara í "Texas-þríhyrninginn" svokallaða og spila við Houston, San Antonio og Dallas. Houston hafði fyrir leikinn í gær unnið 22 leiki í röð sem er næstlengasta sigurganga allra tíma í NBA deildinni. Liðið hafði ekki tapað leik síðan það lá heima fyrir Utah þann 27. janúar Houston hafði unnið 15 leiki í röð á heimavelli sínum og er það næst lengsta rispa liðsins á heimavelli í sögu félagsins - það vann 20 leiki í röð heima fyrir rúmum tveimur áratugum. Sigurganga Houston er sú lengsta í NBA deildinni í hátt í fjóra áratugi og hafa liðin sem náð hafa viðlíka rispum á síðustu áratugum öll náð að vinna NBA meistaratitilinn vorið eftir sigurgöngur sínar. Houston var fyrir tveimur mánuðum ekki nefnt til sögunnar þegar talað var um sigurstranglegustu liðin í úrslitakeppninni í sumar og sérstaklega ekki eftir að miðherjinn Yao Ming meiddist þegar nokkuð var liðið á sigurgöngu Houston fyrir nokkrum vikum. Áður en sigurganga liðsins hófst seint í janúar var útlit fyrir að Houston kæmist ekki í úrslitakeppnina, en nú er liðið í bullandi baráttu um efsta sætið í Vesturdeildinni. Það er ef til vill til marks um það hve hörð baráttan er í Vesturdeildinni að ekkert má útaf bera hjá liðunum í toppbaráttunni til að þau hrökkvi niður um 3-4 sæti á aðeins tveimur dögum. Hér fyrir neðan má sjá lengstu sigurgöngur allra tíma í NBA deildinni. Sigrar í röð - Lið - Ár 33- Lakers 1971-72 22- Rockets 2007-08 20- Bucks 1970-71 19- Lakers 1999-2000 18- Bulls 1995-96 18- Celtics 1981-82 18- Knicks 1969-70 Að lokum er hér samantekt yfir alla leiki Houston á sigurgöngunni sem spannar þrjá mánuði. Dags, mótherji, úrslit, (sigrar-töp), stigahæstur. @= útileikur JANÚAR: 29. Golden State W 111-107 (25-20) Y. Ming 36FEBRÚAR: 1 @ Indiana 106-103 (26-20) C. Landry 22 2 @ Milwaukee 91-83 (27-20) T. McGrady 33 4 @ Minnesota 92-86 (28-20) T. McGrady 26 7 Cleveland 92-77 (29-20) Y. Ming 22 9 Atlanta 108-89 (30-20) Y. Ming 28 11 Portland 95-83 (31-20) Y. Ming 25 13 Sacramento 89-87 (32-20) Y. Ming 25 19 @ Cleveland 93-85 (33-20) R. Alston 22 21 Miami 112-100 (34-20) T. McGrady 23 22 @ New Orleans 100-80 (35-20) T. McGrady 34 24 Chicago 110-97 (36-20) T. McGrady 24 26 Washington 94-69 (37-20) L. Head 18 29 Memphis 116-95 (38-20) T. McGrady 25MARS: 2 Denver 103-89 (39-20) T. McGrady 22 5 Indiana 117-99 (40-20) T. McGrady 25 6 @ Dallas 113-98 (41-20) T. McGrady 31 8 New Orleans 106-96 (42-20) T. McGrady 41 10 New Jersey 91-73 (43-20) T. McGrady 19 12 @ Atlanta 83-75 (44-20) T. McGrady 28 14 Charlotte 89-80 (45-20) T. McGrady 30 16 LA Lakers 104-92 (46-20) R. Alston 31 NBA Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Sjá meira
Sögulegri sigurgöngu Houston Rockets í NBA deildinni lauk í nótt sem leið þegar það tapaði heima fyrir toppliði deildarinnar Boston Celtics. Vísir skoðar þessa næstlengstu sigurgöngu allra tíma nánar. Jafnræði var með Houston og Boston framan af rimmu þeirra í nótt, en þarna mættust tvö af bestu liðum NBA deildarinnar í dag ef marka má stöðu þeirra. Houston sat í toppsæti Vesturdeildarinnar og Boston er langefst í austrinu - og með besta árangurinn í allri deildinni. Í síðari hálfleik komu þeir grænklæddu þó mun ákveðnari til leiks og unnu að lokum sannfærandi sigur - aðeins sólarhring eftir að hafa lagt meistara San Antonio á þeirra heimavelli. "Þetta Boston lið er að spila besta varnarleik sem ég hef orðið vitni að síðan ég kom inn í deildina," sagði Tracy McGrady, aðalstjarna Houston, sem náði sér ekki á strik í leiknum í gær. Með sigrinum í gærkvöld varð Boston fyrsta liðið í þrjú ár til að vinna tvo útisigra í röð á tveimur dögum í Texas, en það er jafnan ekki öfundsvert hlutskipti fyrir lið að fara í "Texas-þríhyrninginn" svokallaða og spila við Houston, San Antonio og Dallas. Houston hafði fyrir leikinn í gær unnið 22 leiki í röð sem er næstlengasta sigurganga allra tíma í NBA deildinni. Liðið hafði ekki tapað leik síðan það lá heima fyrir Utah þann 27. janúar Houston hafði unnið 15 leiki í röð á heimavelli sínum og er það næst lengsta rispa liðsins á heimavelli í sögu félagsins - það vann 20 leiki í röð heima fyrir rúmum tveimur áratugum. Sigurganga Houston er sú lengsta í NBA deildinni í hátt í fjóra áratugi og hafa liðin sem náð hafa viðlíka rispum á síðustu áratugum öll náð að vinna NBA meistaratitilinn vorið eftir sigurgöngur sínar. Houston var fyrir tveimur mánuðum ekki nefnt til sögunnar þegar talað var um sigurstranglegustu liðin í úrslitakeppninni í sumar og sérstaklega ekki eftir að miðherjinn Yao Ming meiddist þegar nokkuð var liðið á sigurgöngu Houston fyrir nokkrum vikum. Áður en sigurganga liðsins hófst seint í janúar var útlit fyrir að Houston kæmist ekki í úrslitakeppnina, en nú er liðið í bullandi baráttu um efsta sætið í Vesturdeildinni. Það er ef til vill til marks um það hve hörð baráttan er í Vesturdeildinni að ekkert má útaf bera hjá liðunum í toppbaráttunni til að þau hrökkvi niður um 3-4 sæti á aðeins tveimur dögum. Hér fyrir neðan má sjá lengstu sigurgöngur allra tíma í NBA deildinni. Sigrar í röð - Lið - Ár 33- Lakers 1971-72 22- Rockets 2007-08 20- Bucks 1970-71 19- Lakers 1999-2000 18- Bulls 1995-96 18- Celtics 1981-82 18- Knicks 1969-70 Að lokum er hér samantekt yfir alla leiki Houston á sigurgöngunni sem spannar þrjá mánuði. Dags, mótherji, úrslit, (sigrar-töp), stigahæstur. @= útileikur JANÚAR: 29. Golden State W 111-107 (25-20) Y. Ming 36FEBRÚAR: 1 @ Indiana 106-103 (26-20) C. Landry 22 2 @ Milwaukee 91-83 (27-20) T. McGrady 33 4 @ Minnesota 92-86 (28-20) T. McGrady 26 7 Cleveland 92-77 (29-20) Y. Ming 22 9 Atlanta 108-89 (30-20) Y. Ming 28 11 Portland 95-83 (31-20) Y. Ming 25 13 Sacramento 89-87 (32-20) Y. Ming 25 19 @ Cleveland 93-85 (33-20) R. Alston 22 21 Miami 112-100 (34-20) T. McGrady 23 22 @ New Orleans 100-80 (35-20) T. McGrady 34 24 Chicago 110-97 (36-20) T. McGrady 24 26 Washington 94-69 (37-20) L. Head 18 29 Memphis 116-95 (38-20) T. McGrady 25MARS: 2 Denver 103-89 (39-20) T. McGrady 22 5 Indiana 117-99 (40-20) T. McGrady 25 6 @ Dallas 113-98 (41-20) T. McGrady 31 8 New Orleans 106-96 (42-20) T. McGrady 41 10 New Jersey 91-73 (43-20) T. McGrady 19 12 @ Atlanta 83-75 (44-20) T. McGrady 28 14 Charlotte 89-80 (45-20) T. McGrady 30 16 LA Lakers 104-92 (46-20) R. Alston 31
NBA Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Sjá meira