Þetta hefði getað verið miklu verra 25. mars 2008 13:52 Dirk Nowitzki þótti hafa sloppið vel eftir slæma byltu á sunnudaginn NordcPhotos/GettyImages Þjóðverjinn Dirk Nowitzki kýs að líta á björtu hliðarnar eftir að hann meiddist á fæti í viðureign Dallas og San Antonio í NBA á sunnudaginn. Smelltu hér til að sjá myndband af atvikinu. Nowitzki lenti illa á fætinum og tognaði bæði á ökkla og hné. Ekki er vitað hversu lengi hann verður frá keppni en sérfræðingar segja að ökklameiðsli á borð við þessi kosti leikmenn venjulega þrjár til sex vikur frá keppni. Ekki er víst að Dallas megi við því að vera án verðmætasta leikmanns deildarinnar í fyrra í svo langan tíma, því liðið hefur tapað þremur leikjum í röð og á skyndilega á hættu að komast ekki í úrslitakeppnina. Nú eru aðeins þrjár vikur eftir af tímabilinu og hver lið á í kring um 12 leiki eftir fram til 16. apríl sem er síðasti dagur deildarkeppninnar. "Ég var heppinn. Þetta hefði getað verið miklu verra," sagði Nowitzki í samtali við Dallas News og benti á að ekki hefði mátt miklu muna svo leiktíðinni hefði verið lokið fyrir sig. "Það er erfitt að geta ekki spilað, sérstaklega á þessum tímapunkti, en ég verð að vera jákvæður. Þetta hefðu geta verið meiðsli sem kostuðu mig allt tímabilið eða jafnvel ferilinn," sagði Þjóðverjinn hávaxni. Avery Johnson, þjálfari Dallas, segir ekki hægt að setja tímamörk á meiðslin, en segir engar töfralausnir á borðinu fyrir liðið á lokasprettinum. "Þetta er ansi blóðugt en sem betur fer eru þetta ekki mjög alvarleg meiðsli. Við vonum bara að hann nái sér fljótt en eins og staðan er núna er Dirk ekki að fara að spila með okkur. Það kemur enginn Dirk fljúgandi út úr símaklefa eða neitt svoleiðis. Vonandi hjálpar það hinum leikmönnunum að stappa í sig stálinu og klára dæmið án hans," sagði Johnson. Hnémeiðsli Nowitzki eru ekki talin alvarleg, en ökklameiðslin öllu verri. Læknirinn sem annast hann tekur í sama streng og leikmaðurinn og segir hann heppinn. "Guð hlýtur að halda með Mavericks, því þessi meiðsli hefðu getað verið mikið, mikið verri," sagði læknirinn. NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira
Þjóðverjinn Dirk Nowitzki kýs að líta á björtu hliðarnar eftir að hann meiddist á fæti í viðureign Dallas og San Antonio í NBA á sunnudaginn. Smelltu hér til að sjá myndband af atvikinu. Nowitzki lenti illa á fætinum og tognaði bæði á ökkla og hné. Ekki er vitað hversu lengi hann verður frá keppni en sérfræðingar segja að ökklameiðsli á borð við þessi kosti leikmenn venjulega þrjár til sex vikur frá keppni. Ekki er víst að Dallas megi við því að vera án verðmætasta leikmanns deildarinnar í fyrra í svo langan tíma, því liðið hefur tapað þremur leikjum í röð og á skyndilega á hættu að komast ekki í úrslitakeppnina. Nú eru aðeins þrjár vikur eftir af tímabilinu og hver lið á í kring um 12 leiki eftir fram til 16. apríl sem er síðasti dagur deildarkeppninnar. "Ég var heppinn. Þetta hefði getað verið miklu verra," sagði Nowitzki í samtali við Dallas News og benti á að ekki hefði mátt miklu muna svo leiktíðinni hefði verið lokið fyrir sig. "Það er erfitt að geta ekki spilað, sérstaklega á þessum tímapunkti, en ég verð að vera jákvæður. Þetta hefðu geta verið meiðsli sem kostuðu mig allt tímabilið eða jafnvel ferilinn," sagði Þjóðverjinn hávaxni. Avery Johnson, þjálfari Dallas, segir ekki hægt að setja tímamörk á meiðslin, en segir engar töfralausnir á borðinu fyrir liðið á lokasprettinum. "Þetta er ansi blóðugt en sem betur fer eru þetta ekki mjög alvarleg meiðsli. Við vonum bara að hann nái sér fljótt en eins og staðan er núna er Dirk ekki að fara að spila með okkur. Það kemur enginn Dirk fljúgandi út úr símaklefa eða neitt svoleiðis. Vonandi hjálpar það hinum leikmönnunum að stappa í sig stálinu og klára dæmið án hans," sagði Johnson. Hnémeiðsli Nowitzki eru ekki talin alvarleg, en ökklameiðslin öllu verri. Læknirinn sem annast hann tekur í sama streng og leikmaðurinn og segir hann heppinn. "Guð hlýtur að halda með Mavericks, því þessi meiðsli hefðu getað verið mikið, mikið verri," sagði læknirinn.
NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira