Sigurður: Tvær spennandi viðureignir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2008 14:14 Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. Mynd/E. Stefán Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari og þjálfari Keflavíkur, treystir sér ekki að spá um hvaða lið munu fagna sigri í viðureignum kvöldsins í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Snæfell og Njarðvík mætast í Stykkishólmi í kvöld annars vegar og hins vegar tekur ÍR á móti Íslandsmeisturum KR í Seljaskóla. Bæði Snæfell og ÍR unnu fyrsta leikinn á útivelli og geta því tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri á heimavelli í kvöld. Sigurður segir ómögulegt að spá um úrslit leikjanna og býst hann við jöfnum og spennandi viðureignum. „Margir telja sjálfsagt að Snæfell eigi að valta yfir Njarðvíkinga á heimavelli miðað við fyrri leikinn en ég held að það verði ekki raunin. Njarðvíkingar eru væntanlega ósáttir við síðasta leik þar sem flestir leikmenn voru nokkuð frá sínu besta. Þeir gæta því bætt miklu við sig ef þeir vilja." „Snæfellingar eru vissulega sigurstranglegri en þeir valta ekki yfir Njarðvíkinga. Ég á von á hörkuleik." Friðrik Stefánsson getur ekki spilað með Njarðvík í úrslitakeppninni vegna veikinda og segir Sigurður að fjarvera hans hafi mikil áhrif á Njarðvíkurliðið. „Þeir reyna að finna leiðir til að bæta fyrir fjarveru hans en það eru svo margir litlir hlutir sem Friðrik gerir en eru kannski ekki áberandi sem gerir Njarðvík að betra liði. Liðið er einfaldlega stirðara án hans." Keflavík, lið Sigurðar, mætir sigurvegurum leiks Snæfells og Njarðvíkur í undanúrslitunum. KR og ÍR mættust einnig í fjórðungsúrslitum úrslitakeppninnar í fyrra og þá, eins og nú, vann ÍR fyrsta leikinn á heimavelli KR. KR-ingar unnu hins vegar einvígið og urðu loks Íslandsmeistarar. „Það er skemmtileg tilviljun að þeir spili aftur nú og að aftur vann ÍR fyrsta leikinn í einvíginu. Margir bíða sjálfsagt spenntir eftir viðbrögðum KR í kvöld en persónulega er ég spenntari að sjá hvernig ÍR mætir til leiks í kvöld." „Í fyrra var engu líkara en að ÍR-ingar voru ánægðir með að vinna einn leik og létu þar við sita. Nú hafa þeir látið hafa eftir sér að þeir væru hvergi nærri hættir." „Það mun skipta sköpum í leiknum í kvöld hvort liðið nær að mæta í leikinn og spila sinn leik. Leikmenn mega ekki vera of uppteknir af mikilvægi leiksins og reyna frekar að einbeita sér að íþróttinni sjálfri. Spennustigið hefur mikið að segja og það lið sem nær betur að stjórna því vinnur leikinn." Sigurður vill meina að ÍR, sem lenti í sjöunda sæti í deildinni, hafi verið of neðarlega miðað við getu. „ÍR er með fullt af góðum leikmönnum og öll lið myndu lenda í vandræðum með ÍR. ÍR-ingar geta unnið öll lið í deildinni, sérstaklega á heimavelli. Þeir hafa það líka fram yfir KR og flest önnur lið í deildinni að þeir eru með kjarna sem er búinn að halda sér í mörg ár. Þetta eru sjóaðir strákar sem ná ágætis árangri en hafa aldrei farið alla leið í Íslandsmótinu. Þeir eru því örugglega mjög spenntir fyrir úrslitakeppninni og það er dýrmætt." Leikur Snæfells og Njarðvíkur hefst klukkan 19.15 en leikur ÍR og KR, sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti, klukkan 20.00. Dominos-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Sjá meira
Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari og þjálfari Keflavíkur, treystir sér ekki að spá um hvaða lið munu fagna sigri í viðureignum kvöldsins í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Snæfell og Njarðvík mætast í Stykkishólmi í kvöld annars vegar og hins vegar tekur ÍR á móti Íslandsmeisturum KR í Seljaskóla. Bæði Snæfell og ÍR unnu fyrsta leikinn á útivelli og geta því tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri á heimavelli í kvöld. Sigurður segir ómögulegt að spá um úrslit leikjanna og býst hann við jöfnum og spennandi viðureignum. „Margir telja sjálfsagt að Snæfell eigi að valta yfir Njarðvíkinga á heimavelli miðað við fyrri leikinn en ég held að það verði ekki raunin. Njarðvíkingar eru væntanlega ósáttir við síðasta leik þar sem flestir leikmenn voru nokkuð frá sínu besta. Þeir gæta því bætt miklu við sig ef þeir vilja." „Snæfellingar eru vissulega sigurstranglegri en þeir valta ekki yfir Njarðvíkinga. Ég á von á hörkuleik." Friðrik Stefánsson getur ekki spilað með Njarðvík í úrslitakeppninni vegna veikinda og segir Sigurður að fjarvera hans hafi mikil áhrif á Njarðvíkurliðið. „Þeir reyna að finna leiðir til að bæta fyrir fjarveru hans en það eru svo margir litlir hlutir sem Friðrik gerir en eru kannski ekki áberandi sem gerir Njarðvík að betra liði. Liðið er einfaldlega stirðara án hans." Keflavík, lið Sigurðar, mætir sigurvegurum leiks Snæfells og Njarðvíkur í undanúrslitunum. KR og ÍR mættust einnig í fjórðungsúrslitum úrslitakeppninnar í fyrra og þá, eins og nú, vann ÍR fyrsta leikinn á heimavelli KR. KR-ingar unnu hins vegar einvígið og urðu loks Íslandsmeistarar. „Það er skemmtileg tilviljun að þeir spili aftur nú og að aftur vann ÍR fyrsta leikinn í einvíginu. Margir bíða sjálfsagt spenntir eftir viðbrögðum KR í kvöld en persónulega er ég spenntari að sjá hvernig ÍR mætir til leiks í kvöld." „Í fyrra var engu líkara en að ÍR-ingar voru ánægðir með að vinna einn leik og létu þar við sita. Nú hafa þeir látið hafa eftir sér að þeir væru hvergi nærri hættir." „Það mun skipta sköpum í leiknum í kvöld hvort liðið nær að mæta í leikinn og spila sinn leik. Leikmenn mega ekki vera of uppteknir af mikilvægi leiksins og reyna frekar að einbeita sér að íþróttinni sjálfri. Spennustigið hefur mikið að segja og það lið sem nær betur að stjórna því vinnur leikinn." Sigurður vill meina að ÍR, sem lenti í sjöunda sæti í deildinni, hafi verið of neðarlega miðað við getu. „ÍR er með fullt af góðum leikmönnum og öll lið myndu lenda í vandræðum með ÍR. ÍR-ingar geta unnið öll lið í deildinni, sérstaklega á heimavelli. Þeir hafa það líka fram yfir KR og flest önnur lið í deildinni að þeir eru með kjarna sem er búinn að halda sér í mörg ár. Þetta eru sjóaðir strákar sem ná ágætis árangri en hafa aldrei farið alla leið í Íslandsmótinu. Þeir eru því örugglega mjög spenntir fyrir úrslitakeppninni og það er dýrmætt." Leikur Snæfells og Njarðvíkur hefst klukkan 19.15 en leikur ÍR og KR, sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti, klukkan 20.00.
Dominos-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Sjá meira