Smyglskútudrengir segja sögu sína Karen Kjartansdóttir skrifar 4. apríl 2008 08:30 Fáir fíkniefnafundir lögreglu hafa vakið jafn mikla athygli hér á landi og Pólstjörnumálið. Karen D. Kjartansdóttir ræddi við mennina fjóra sem fengu þyngstu dómana og segjast þeir ekki svekkja sig á neinu. Þá taki þó sárt að hafa blandað saklausum manni í Færeyjum í málið. Sá hefur setið í eingangrun í 170 daga en engin hefur setið lengur í eingangrunarvist þar í landi.Um að gera að nota tímann Eldsnemma morguns þann 20. septembers árið 2007 lagðist ómerkt lítil hvít skúta með rifið segl og bilaðan rafbúnað við landfestar í höfninni í Fáskrúðsfirði. Innanborðs voru tveir örmagna ungir menn sem þökkuðu sínum sæla fyrir að hafa lifað af ferðina. Farmurinn sem þeir lögðu líf sitt og limi í hættu til að flytja yfir Atlantshafið var um fjörtíu kíló af amfetamíni og e-töflum. „Þú trúir því ekki hvað við vorum fegnir að koma í land," segir Guðbjarni, annar smyglaranna. „Maður var bara svona jess Ísland," bætir, hinn maðurinn við - sá heitir Alvar. Báðir eru þeir á 26. aldursári og voru dæmdir til að sitja í fangelsi næstu sjö árin. Við hlið þeirra, inn í lítilli skólastofu á Litla Hrauni, situr Marínó Einar. Hann er á 24. aldursári og á í vændum fimm ára fangelsisvist. Von er á Einari Jökli, sem varð 28 ára fyrr í mánuðinum. Hann var dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi fyrir að skipuleggja smyglið. Verðirnir á Litla Hrauni kalla þá skútustrákana. Enginn hefur náðst við að flytja inn meira magn af eiturlyfjum til landsins. „Við erum allir sáttir við dómana okkar, nema Marínó. Hann átti jú bara að sækja efnin og við urðum því hissa á því hversu langan dóm hann fékk," segir Guðbjarni, kallaður Baddi. „Við vissum vel hvað við vorum að fara út í. Það sést vel hversu einbeittur brotavilji lá að baki í ljósi þess að lögreglan var búin að fylgjast með okkur í tíu mánuði áður en við vorum teknir. Auðvitað vissum við að svona gæti farið enda höfum við aldrei verið að svekkja okkur á því að hafa verið teknir. Ég er brotamaður og kaus mér það sjálfur. Það þýðir ekki að kenna öðrum um eða væla yfir ranglæti. Það eina sem liggur fyrir hjá mér núna er að búa vel að konu minni og barni og standa mig í skólanum hér," segir Guðbjarni. „Já það er fínt að geta farið aftur í skóla," segir Alvar og brosir. Þeir tjá sig síðan um að Badda langi til að verða pípari, Alvar hyggst ljúka smíðum. „Það er um að gera að nota tímann, nóg er af honum," segir Alvar. Leiður yfir því að geta ekki fylgst með fjölskyldunni Skömmu áður en Guðbjarni var gripinn við höfnina eignaðist hann son með unnustu sinni, sem enn stendur við bakið á honum. Hann segist harma að geta ekki fylgst betur með barninu sínu fyrstu árin eða passað upp á fjölskylduna eins vel og hann vildi. „Mig langar auðvitað bara að vera venjulegur. En það er samt mín sök að svona fór. Ég er leiðastur yfir að saklaus maður sem átti aldrei að koma nálægt þessu máli hafi setið í einangrun tæplega hálft ár og eigi von á fangelsisdómi fyrir eitthvað sem ég kom honum alfarið í og ber alla sök á," segir Guðbjarni. „Það er eina ástæða þess að við viljum tjá okkur um þetta." Skútustrákarnir segja að þeir hafi vitað af leka til lögreglunnar sem varð til þess að viðamikil rannsókn hófst. Þeir breyttu þar með áætlunum sínum og héldu að þeir hefðu náð að villa fyrir lögreglunni. Svo var ekki. Eftir mikla skipulagningu var ákveðið að þeir Alvar og Guðbjarni héldu af stað frá Noregi á lítilli leiguskútu með fíkniefnin. Einar Jökull átti að vísu helming í annarri skútu í Noregi ásamt bróður sínum sem þar býr. Til stóð að sigla á henni en breytingar urðu á áætlunum og þess í stað var litlu skútunni, sem helst er ætluð til styttri ferða við strandlengjuna var siglt yfir Atlantshafið. Þeir Guðbjarni og Alvar hafa báðir reynslu af sjómennsku og segjast ekki hafa orðið hræddir á leiðinni, þótt siglingin hafi verið lífshættuleg. „Nei maður hafði eiginlega eiginlega engan tíma til að hugsa um annað en að halda lífi," segir Alvar. Von um milljónagróða varð til þess að þeir héldu í þessa ferð; þeir segja að þeim hafi verið lofað 30 til 50 milljónir á mann. Fyrir þá peninga hafi þeir viljað koma á laggirnar fyrirtæki og flytja inn inn heitapotta og fleira frá Noregi. „Við ætluðum seinna að flytja inn eitthvað allt annað en dóp."Öskrað á skosku Förin gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Þeir lögðu af stað frá norska bænum Stavanger og sigldu því næst til danska bæjarins Hanstholm, þar sem þeir tóku við góssinu sem allt snérist um og þeir voru tilbúnir að hætta lífi sínu fyrir. Því næst lögðu þeir af stað í átt til Bretlandseyja og áðu á Skotlandi. Við Hjaltlandseyjar lentu þeir vandræðum þegar þeir sigldu of nálægt olíuborpalli. „Þeir voru að öskra eitthvað í talstöðina en Skotar tala ekkert sérstaklega skýra ensku og við vissum ekki hvort þeir væru að tala við okkur eða hvað þeir vildu," segir Guðbjarni. „Svo kom allt í einu bátur aðvífandi með reiðilegum mönnum innanborðs." Spurningunni „identify yourself," sem Skotarnir báru upp við strákana á reiðilegum nótum með þykkum skoskum hreim svöruðu þeir „We are on an unmarked rental boat, heading to Faroe Islands," með íslenskum hreim, dauðhræddir um að farið yrði um borð til þeirra og voru þeir tilbúnir að henda efnunum öllum útbyrðis. Svo fór ekki og þeir voru sloppnir í bili.Góðar viðtökur í Færeyjum Þegar Alvar og Guðbjarni komu til Færeyja var báturinn laskaður og skipverjarnir þrekaðir. „Við komum eldsnemma um morgun og vissum ekki hvað við áttum að gera. Á endanum bönkuðum við bara upp á í næsta húsi. Færeyingar eru svo yndislegt fólk að þótt við hefðum vakið heila fjölskyldu sem þekkti okkur ekkert buðu þau okkur velkomna, helltu upp á kaffi og vildu allt fyrir okkur gera," segir Guðbjarni og Alvar bætir við að húsbóndinn hafi boðist til að hjálpa við að gera við bátinn og var ekki vanþörf á. Í Færeyjum dvöldu þeir svo í átta daga. Lögreglan var hissa á þessari löngu viðkomu á eyjunum. Farið var með fíkniefnaleitarhunda um borð þegar þeir voru fjarstaddir en þeir urðu einskis varir. „Við tókum efnin náttúrulega með okkur hvert sem við fórum," segir Guðbjarni og vísar til þess að þar sé fólk öllu óvanara glæpum en hérlendis og þeir hafi talið sig nokkuð örugga.Í einangrun í 170 daga Í Færeyjum gerðist þó sá atburður sem hefur tekið mest á skútustrákana svonefndu. Guðbjarni fékk æskuvin sinn til að hlaupa undir bagga með sér. Sá var handtekinn í Færeyjum fyrir um hálfu ári með eiturlyf í fórum sínum. Hann hefur verið í einangrun nær sleitulaust þar í landi allar götur síðan, lengur en nokkur fangi þar í landi, og á yfir höfði sér langan dóm. Svo löng einangrun getur haft mjög slæmar afleiðingar, að mati Þórarins V. Hjaltasonar, sálfræðings Fangelsismálastofnunar. Maðurinn var handtekinn 18. september og settur í einangrun. Í október var einangruninni aflétt og maðurinn var í opinni gæslu en um lok þess mánaðar var hann aftur settur í einangrun og er þar enn. Þórarinn segir að lengsta einangrunarvist sem hann myndi eftir hér á landi hin síðari ár væru einn og hálfur mánuður. Nú hefur maðurinn setið í einangrun í 170 daga. Til að setja þessa löngu vist í samhengi má einnig nefna að saklaus maður sat í einangrun í yfir þrjá mánuði við rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmálsins, eða í 104 daga. Lýsti hann því síðar að í lok vistarinnar hefði hann verið farinn að efast um sakleysi sitt en ofskynjanir eru meðal algengra afleiðinga langrar einangrunar.„Við kvörtum ekki“ „Hann átti ekkert að blandast inn í þetta. Ég bað hann bara um að redda mér húsnæði í smá tíma. Þetta er strákur sem aldrei hefur verið í neinu rugli. Hann hefur staðið sig vel í skóla og reynt að gera eitthvað almennilegt við líf sitt, ólíkt mér. Við höfum alltaf þekkst og lékum okkur saman í Garðinum þegar við voru litlir, þú veist, í fjörunni og á hestum og allt þetta. Hann fór aldrei sömu leið og ég og reyndi margoft að hafa áhrif á mig þegar ég var fara út í eitthvað sem honum þótti algert rugl. Svo virðist hann ætla lenda langverst út úr þessu öllu," segir Guðbjarni. Hann kveðst vilja hafa samband við fjölskyldu æskuvinar síns en brostið kjark til þess sökum samviskubits. „Hann var búinn að vera spyrja mig út í hvað væri í töskunum en ég hummaði þetta bara fram af mér og þá vissi hann að þetta væri eitthvað sem hann vildi ekki vita meira um. Svo ákváðum við að skilja eftir smá hluta til að selja þarna og ég fékk fékk ég hann til að taka við þessu. Hann þekkir ekkert þennan heim og hefur ekkert áttað sig á því hvað þetta var alvarlegt. Það sést ef til vill best á því að ég sagði honum að grafa þetta sem allra fyrst og það yrði sótt síðar en hann hafði nú ekkert fyrir því sem sýnir hve lítið vit hann hefur á þessum heimi," segir Guðbjarni. Guðbjarni og Alvar útskýra að þeir hafi skipst á að stýra á um fjögurra stunda fresti, ef mjög kalt var úti hafi þeir skipst oftar á. Þeir hafi ekki haft neitt til að stytta sér stundir, öll raftæki voru í lamasessi. „Við sungum alveg heilmikið," segir Alvar. „Já til dæmis Stolt siglir fleyið mitt og svo vorum við orðnir helvíti góðir í Maístjörnunni þegar líða tók á," segir Guðbjarni. og erfitt er að verjast hlátri við tilhugsunina um smyglarana út í reginhafi í lífshættu, með bátinn fullan af dópi að syngja gömul sjómannalög og óð til íslensks verkalýðs eftir sjálft nóbelskáldið Halldór Laxness. Í danski lögsögu tóku strákarnir eftir því að varðskip var ekki langt undan. Það setti að þeim ugg og enn og aftur veltu þeir því fyrir sér hvort best væri að henda efnunum útbyrðis. „En svo héldum við að það væri öruggt að þeir væru í dýptarmælingu, skipið sigldi þannig, "Ef við hefðum ekki vitað svona mikið um sjómennsku hefðum við ábyggilega guggnað og hent efninu útbyrðis " segir Alvar. " Þegar þeir voru farnir að nálgast Íslandsstrendur urðu þeir þó fyrir því að sigla næstum því á annan bát. Alvar hafði stokkið niður í smá stund til að tékka á tækjunum og þegar hann kom upp tók hann eftir bátnum og tókst að forða árekstri. „Ég þekki þennan mann“ Þeir eiga erfitt með að lýsa léttinum sem þeir fundu fyrir þegar þeir festu landfestar eftir langa og erfiða sjóðferð. Þeir gengu um í grennd við höfnina og biðu eftir Marinó, sem átti að sækja efnin. „Þá sá ég einhvern mann á gangi þarna og þótti það auðvitað skrítið klukkan fimm að morgni. Svo sáum við jeppa keyra framhjá, þegar hann ók fram hjá í annað sinni vissi ég að löggan var mætt," segir Guðbjarni um síðustu metrana í smygltilrauninni. „Við hlupum að bátunum og ætluðum að hella efnunum útbyrðis, en tveir lögreglummenn náðu að stökkva um borð. Það munaði því í raun bara nokkrum sekúndum að þessi margra mánaða vinna lögreglunnar hefði verið til einskis." Strákarnir segja einnig að litlu hafi munað að Marínó slyppi en hann ók inn á höfina í hugsunarleysi þrátt fyrir að mikill fjöldi lögreglumanna væri þar saman kominn og skipverjarnir báðir komnir í járn. „Allt í einu kom Marinó akandi eftir höfninni en enginn virtist veita honum sérstaka athygli. Við steinþögðum og það leit út fyrir að hann ætlaði að komast aftur í burtu en þá öskraði ein löggan „Ég þekki þennan mann!" og þeir náðu honum," segir Alvar. "Ég gat ekki annað en sprungið úr hlátri þegar það gerðist." „Hann vissi ekkert um málið“ Einar Jökull kemur inn þegar líða er tekið að brottför. „Eins og fram hefur komið fyrir dómi og fjölmiðlum skipulagði ég þessa tilraun til smyglsins. Þessi maður sem situr inni í Færeyjum átti engan hluta að þessu máli það voru alger mistök að hann blandaðist inn í þetta vegna vináttu við einn okkar. Hann vissi ekkert um málið," segir Einar. „Enginn okkar hefur viljað vera í sviðsljósinu eða fjölmiðlum en það er lítið við því að gera úr þessu. Það eina sem ég vil er að fólk geri sér grein fyrir því er að það er saklaus maður sem gæti þurft að gjalda mest fyrir það sem við gerðum." Pólstjörnumálið Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Fáir fíkniefnafundir lögreglu hafa vakið jafn mikla athygli hér á landi og Pólstjörnumálið. Karen D. Kjartansdóttir ræddi við mennina fjóra sem fengu þyngstu dómana og segjast þeir ekki svekkja sig á neinu. Þá taki þó sárt að hafa blandað saklausum manni í Færeyjum í málið. Sá hefur setið í eingangrun í 170 daga en engin hefur setið lengur í eingangrunarvist þar í landi.Um að gera að nota tímann Eldsnemma morguns þann 20. septembers árið 2007 lagðist ómerkt lítil hvít skúta með rifið segl og bilaðan rafbúnað við landfestar í höfninni í Fáskrúðsfirði. Innanborðs voru tveir örmagna ungir menn sem þökkuðu sínum sæla fyrir að hafa lifað af ferðina. Farmurinn sem þeir lögðu líf sitt og limi í hættu til að flytja yfir Atlantshafið var um fjörtíu kíló af amfetamíni og e-töflum. „Þú trúir því ekki hvað við vorum fegnir að koma í land," segir Guðbjarni, annar smyglaranna. „Maður var bara svona jess Ísland," bætir, hinn maðurinn við - sá heitir Alvar. Báðir eru þeir á 26. aldursári og voru dæmdir til að sitja í fangelsi næstu sjö árin. Við hlið þeirra, inn í lítilli skólastofu á Litla Hrauni, situr Marínó Einar. Hann er á 24. aldursári og á í vændum fimm ára fangelsisvist. Von er á Einari Jökli, sem varð 28 ára fyrr í mánuðinum. Hann var dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi fyrir að skipuleggja smyglið. Verðirnir á Litla Hrauni kalla þá skútustrákana. Enginn hefur náðst við að flytja inn meira magn af eiturlyfjum til landsins. „Við erum allir sáttir við dómana okkar, nema Marínó. Hann átti jú bara að sækja efnin og við urðum því hissa á því hversu langan dóm hann fékk," segir Guðbjarni, kallaður Baddi. „Við vissum vel hvað við vorum að fara út í. Það sést vel hversu einbeittur brotavilji lá að baki í ljósi þess að lögreglan var búin að fylgjast með okkur í tíu mánuði áður en við vorum teknir. Auðvitað vissum við að svona gæti farið enda höfum við aldrei verið að svekkja okkur á því að hafa verið teknir. Ég er brotamaður og kaus mér það sjálfur. Það þýðir ekki að kenna öðrum um eða væla yfir ranglæti. Það eina sem liggur fyrir hjá mér núna er að búa vel að konu minni og barni og standa mig í skólanum hér," segir Guðbjarni. „Já það er fínt að geta farið aftur í skóla," segir Alvar og brosir. Þeir tjá sig síðan um að Badda langi til að verða pípari, Alvar hyggst ljúka smíðum. „Það er um að gera að nota tímann, nóg er af honum," segir Alvar. Leiður yfir því að geta ekki fylgst með fjölskyldunni Skömmu áður en Guðbjarni var gripinn við höfnina eignaðist hann son með unnustu sinni, sem enn stendur við bakið á honum. Hann segist harma að geta ekki fylgst betur með barninu sínu fyrstu árin eða passað upp á fjölskylduna eins vel og hann vildi. „Mig langar auðvitað bara að vera venjulegur. En það er samt mín sök að svona fór. Ég er leiðastur yfir að saklaus maður sem átti aldrei að koma nálægt þessu máli hafi setið í einangrun tæplega hálft ár og eigi von á fangelsisdómi fyrir eitthvað sem ég kom honum alfarið í og ber alla sök á," segir Guðbjarni. „Það er eina ástæða þess að við viljum tjá okkur um þetta." Skútustrákarnir segja að þeir hafi vitað af leka til lögreglunnar sem varð til þess að viðamikil rannsókn hófst. Þeir breyttu þar með áætlunum sínum og héldu að þeir hefðu náð að villa fyrir lögreglunni. Svo var ekki. Eftir mikla skipulagningu var ákveðið að þeir Alvar og Guðbjarni héldu af stað frá Noregi á lítilli leiguskútu með fíkniefnin. Einar Jökull átti að vísu helming í annarri skútu í Noregi ásamt bróður sínum sem þar býr. Til stóð að sigla á henni en breytingar urðu á áætlunum og þess í stað var litlu skútunni, sem helst er ætluð til styttri ferða við strandlengjuna var siglt yfir Atlantshafið. Þeir Guðbjarni og Alvar hafa báðir reynslu af sjómennsku og segjast ekki hafa orðið hræddir á leiðinni, þótt siglingin hafi verið lífshættuleg. „Nei maður hafði eiginlega eiginlega engan tíma til að hugsa um annað en að halda lífi," segir Alvar. Von um milljónagróða varð til þess að þeir héldu í þessa ferð; þeir segja að þeim hafi verið lofað 30 til 50 milljónir á mann. Fyrir þá peninga hafi þeir viljað koma á laggirnar fyrirtæki og flytja inn inn heitapotta og fleira frá Noregi. „Við ætluðum seinna að flytja inn eitthvað allt annað en dóp."Öskrað á skosku Förin gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Þeir lögðu af stað frá norska bænum Stavanger og sigldu því næst til danska bæjarins Hanstholm, þar sem þeir tóku við góssinu sem allt snérist um og þeir voru tilbúnir að hætta lífi sínu fyrir. Því næst lögðu þeir af stað í átt til Bretlandseyja og áðu á Skotlandi. Við Hjaltlandseyjar lentu þeir vandræðum þegar þeir sigldu of nálægt olíuborpalli. „Þeir voru að öskra eitthvað í talstöðina en Skotar tala ekkert sérstaklega skýra ensku og við vissum ekki hvort þeir væru að tala við okkur eða hvað þeir vildu," segir Guðbjarni. „Svo kom allt í einu bátur aðvífandi með reiðilegum mönnum innanborðs." Spurningunni „identify yourself," sem Skotarnir báru upp við strákana á reiðilegum nótum með þykkum skoskum hreim svöruðu þeir „We are on an unmarked rental boat, heading to Faroe Islands," með íslenskum hreim, dauðhræddir um að farið yrði um borð til þeirra og voru þeir tilbúnir að henda efnunum öllum útbyrðis. Svo fór ekki og þeir voru sloppnir í bili.Góðar viðtökur í Færeyjum Þegar Alvar og Guðbjarni komu til Færeyja var báturinn laskaður og skipverjarnir þrekaðir. „Við komum eldsnemma um morgun og vissum ekki hvað við áttum að gera. Á endanum bönkuðum við bara upp á í næsta húsi. Færeyingar eru svo yndislegt fólk að þótt við hefðum vakið heila fjölskyldu sem þekkti okkur ekkert buðu þau okkur velkomna, helltu upp á kaffi og vildu allt fyrir okkur gera," segir Guðbjarni og Alvar bætir við að húsbóndinn hafi boðist til að hjálpa við að gera við bátinn og var ekki vanþörf á. Í Færeyjum dvöldu þeir svo í átta daga. Lögreglan var hissa á þessari löngu viðkomu á eyjunum. Farið var með fíkniefnaleitarhunda um borð þegar þeir voru fjarstaddir en þeir urðu einskis varir. „Við tókum efnin náttúrulega með okkur hvert sem við fórum," segir Guðbjarni og vísar til þess að þar sé fólk öllu óvanara glæpum en hérlendis og þeir hafi talið sig nokkuð örugga.Í einangrun í 170 daga Í Færeyjum gerðist þó sá atburður sem hefur tekið mest á skútustrákana svonefndu. Guðbjarni fékk æskuvin sinn til að hlaupa undir bagga með sér. Sá var handtekinn í Færeyjum fyrir um hálfu ári með eiturlyf í fórum sínum. Hann hefur verið í einangrun nær sleitulaust þar í landi allar götur síðan, lengur en nokkur fangi þar í landi, og á yfir höfði sér langan dóm. Svo löng einangrun getur haft mjög slæmar afleiðingar, að mati Þórarins V. Hjaltasonar, sálfræðings Fangelsismálastofnunar. Maðurinn var handtekinn 18. september og settur í einangrun. Í október var einangruninni aflétt og maðurinn var í opinni gæslu en um lok þess mánaðar var hann aftur settur í einangrun og er þar enn. Þórarinn segir að lengsta einangrunarvist sem hann myndi eftir hér á landi hin síðari ár væru einn og hálfur mánuður. Nú hefur maðurinn setið í einangrun í 170 daga. Til að setja þessa löngu vist í samhengi má einnig nefna að saklaus maður sat í einangrun í yfir þrjá mánuði við rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmálsins, eða í 104 daga. Lýsti hann því síðar að í lok vistarinnar hefði hann verið farinn að efast um sakleysi sitt en ofskynjanir eru meðal algengra afleiðinga langrar einangrunar.„Við kvörtum ekki“ „Hann átti ekkert að blandast inn í þetta. Ég bað hann bara um að redda mér húsnæði í smá tíma. Þetta er strákur sem aldrei hefur verið í neinu rugli. Hann hefur staðið sig vel í skóla og reynt að gera eitthvað almennilegt við líf sitt, ólíkt mér. Við höfum alltaf þekkst og lékum okkur saman í Garðinum þegar við voru litlir, þú veist, í fjörunni og á hestum og allt þetta. Hann fór aldrei sömu leið og ég og reyndi margoft að hafa áhrif á mig þegar ég var fara út í eitthvað sem honum þótti algert rugl. Svo virðist hann ætla lenda langverst út úr þessu öllu," segir Guðbjarni. Hann kveðst vilja hafa samband við fjölskyldu æskuvinar síns en brostið kjark til þess sökum samviskubits. „Hann var búinn að vera spyrja mig út í hvað væri í töskunum en ég hummaði þetta bara fram af mér og þá vissi hann að þetta væri eitthvað sem hann vildi ekki vita meira um. Svo ákváðum við að skilja eftir smá hluta til að selja þarna og ég fékk fékk ég hann til að taka við þessu. Hann þekkir ekkert þennan heim og hefur ekkert áttað sig á því hvað þetta var alvarlegt. Það sést ef til vill best á því að ég sagði honum að grafa þetta sem allra fyrst og það yrði sótt síðar en hann hafði nú ekkert fyrir því sem sýnir hve lítið vit hann hefur á þessum heimi," segir Guðbjarni. Guðbjarni og Alvar útskýra að þeir hafi skipst á að stýra á um fjögurra stunda fresti, ef mjög kalt var úti hafi þeir skipst oftar á. Þeir hafi ekki haft neitt til að stytta sér stundir, öll raftæki voru í lamasessi. „Við sungum alveg heilmikið," segir Alvar. „Já til dæmis Stolt siglir fleyið mitt og svo vorum við orðnir helvíti góðir í Maístjörnunni þegar líða tók á," segir Guðbjarni. og erfitt er að verjast hlátri við tilhugsunina um smyglarana út í reginhafi í lífshættu, með bátinn fullan af dópi að syngja gömul sjómannalög og óð til íslensks verkalýðs eftir sjálft nóbelskáldið Halldór Laxness. Í danski lögsögu tóku strákarnir eftir því að varðskip var ekki langt undan. Það setti að þeim ugg og enn og aftur veltu þeir því fyrir sér hvort best væri að henda efnunum útbyrðis. „En svo héldum við að það væri öruggt að þeir væru í dýptarmælingu, skipið sigldi þannig, "Ef við hefðum ekki vitað svona mikið um sjómennsku hefðum við ábyggilega guggnað og hent efninu útbyrðis " segir Alvar. " Þegar þeir voru farnir að nálgast Íslandsstrendur urðu þeir þó fyrir því að sigla næstum því á annan bát. Alvar hafði stokkið niður í smá stund til að tékka á tækjunum og þegar hann kom upp tók hann eftir bátnum og tókst að forða árekstri. „Ég þekki þennan mann“ Þeir eiga erfitt með að lýsa léttinum sem þeir fundu fyrir þegar þeir festu landfestar eftir langa og erfiða sjóðferð. Þeir gengu um í grennd við höfnina og biðu eftir Marinó, sem átti að sækja efnin. „Þá sá ég einhvern mann á gangi þarna og þótti það auðvitað skrítið klukkan fimm að morgni. Svo sáum við jeppa keyra framhjá, þegar hann ók fram hjá í annað sinni vissi ég að löggan var mætt," segir Guðbjarni um síðustu metrana í smygltilrauninni. „Við hlupum að bátunum og ætluðum að hella efnunum útbyrðis, en tveir lögreglummenn náðu að stökkva um borð. Það munaði því í raun bara nokkrum sekúndum að þessi margra mánaða vinna lögreglunnar hefði verið til einskis." Strákarnir segja einnig að litlu hafi munað að Marínó slyppi en hann ók inn á höfina í hugsunarleysi þrátt fyrir að mikill fjöldi lögreglumanna væri þar saman kominn og skipverjarnir báðir komnir í járn. „Allt í einu kom Marinó akandi eftir höfninni en enginn virtist veita honum sérstaka athygli. Við steinþögðum og það leit út fyrir að hann ætlaði að komast aftur í burtu en þá öskraði ein löggan „Ég þekki þennan mann!" og þeir náðu honum," segir Alvar. "Ég gat ekki annað en sprungið úr hlátri þegar það gerðist." „Hann vissi ekkert um málið“ Einar Jökull kemur inn þegar líða er tekið að brottför. „Eins og fram hefur komið fyrir dómi og fjölmiðlum skipulagði ég þessa tilraun til smyglsins. Þessi maður sem situr inni í Færeyjum átti engan hluta að þessu máli það voru alger mistök að hann blandaðist inn í þetta vegna vináttu við einn okkar. Hann vissi ekkert um málið," segir Einar. „Enginn okkar hefur viljað vera í sviðsljósinu eða fjölmiðlum en það er lítið við því að gera úr þessu. Það eina sem ég vil er að fólk geri sér grein fyrir því er að það er saklaus maður sem gæti þurft að gjalda mest fyrir það sem við gerðum."
Pólstjörnumálið Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira