ÍR-ingar unnu glæstan sigur gegn Keflavík á útivelli í kvöld. Þetta var fyrsti leikur þessara liða í undanúrslitaeinvígi á Íslandsmótinu. Leikurinn endaði 87-92 eftir framlengingu.
ÍR var fjórum stigum yfir í hálfleik en að loknum venjulegum leiktíma var staðan jöfn 78-78. Nate Brown tryggði ÍR framlengingu með því að skora á lokasekúndunni.
Virkilega mikilvægur útisigur hjá ÍR en liðin eigast næst við í íþróttahúsi Seljaskóla. Tahirou Sani skoraði 19 stig fyrir ÍR en Nate Brown var með 17 og Hreggviður Magnússon 15. Stigahæstur hjá Keflavík var BA Walker sem skoraði 25 stig.