Hlynur: Verðum að halda aftur af skyttunum 7. apríl 2008 14:26 Hlynur Bæringsson Hlynur Bæringsson og félagar hjá Snæfelli spila fyrsta leik sinn við Grindvíkinga í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar klukkan 20 í kvöld. Bein útsending frá leiknum hefst klukkan 19:50 á Stöð 2 Sport. Hlynur segir einvígi Grindavíkur og Snæfells verða rimmu tveggja liða með ólíkan leikstíl og segir sína menn ætla að leggja upp með að vanda skotaval sitt gegn skotglöðum Grindvíkingunum. "Þetta verður barátta mismunandi stíla. Ef við náum að koma í veg fyrir að þeir fái mikið af opnum skotum, held ég að við vinnum þessa seríu. Ég held að lið sem spilar upp á það að taka mikið af þristum, skjóta á annari löppinni og taka langskot í hraðaupphlaupum sé ekki sigurstranglegt í seríu. Grindavík er hinsvegar með nokkra mjög góða skotmenn eins og Þorleif, Pál Axel og Helga Jónas og ef þeir fá opin skot, eru þeir mjög erfiðir. Við getum alveg lifað með því ef þeir fá bara erfið skot," sagði Hlynur. Við spurðum Hlyn út í hernaðaráætlun Snæfellinga fyrir einvígið við Grindavík. "Grindavík er dálítið sérstakt lið hvað það varðar að þeir eru með mjög fljóta bakverði en frekar hæga stóra menn. Við viljum reyna eins og við getum að taka góð skot og við munum ekki alltaf endilega taka skot snemma í sóknum okkar. Við reynum að taka góð skot ef þau bjóðast, en annars munum við reyna að stilla upp í kerfi. Það þýðir ekkert að fá þessa karla í hraðaupphlaup í bakið á okkur, en það þýðir samt ekki að við munum labba upp með boltann í hverri sókn. Við tökum bara það sem býðst." En hversu mikilvægt er fyrir Hólmara að vinna fyrsta leikinn í Grindavík í kvöld? "Það er að sjálfssögðu mjög mikilvægt að vinna fyrsta leikinn og við getum auðvitað slegið vopnin dálítið úr höndunum á þeim með því að vinna í kvöld. Við leggjum þetta þannig upp að við fáum þrjú tækifæri til að vinna þarna í Grindavík en við verðum líka að passa okkur á því að verja heimavöllinn. Það er auðvitað mjög mikilvægt að verja heimavöllinn, sérstaklega ef þú ert lið eins og við sem er ekki með oddaleikinn," sagði Hlynur. Hann líkir úrslitakeppninni í ár við ævintýri og er mjög hrifinn af framgöngu ÍR-inga til þessa. "Þessi úrslitakeppni í ár er búin að vera algjört bíó. Það er búið að pumpa þetta upp á alveg nýtt stig. Það er gaman að sjá hvað ÍR er að gera og ég man að ég var mjög hrifinn af þessu liði þegar við spiluðum við þá síðast. Ég held að ÍR-ingar séu til alls líklegir núna - öfugt við hérna fyrir nokkrum árum þegar mér fannst þeir verða dálítið hræddir. Ég held að það sé ekki uppi á teningnum núna og þegar þeir eru með mann eins og Nate Brown til að stýra leiknum, gætu þeir þess vegna slegið Keflvíkinga út. Þetta lið hefði ekki tapað á móti mörgum liðum eins og þeir spiluðu í þriðja leiknum á móti KR. Þetta lið á skilið hrós." Dominos-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira
Hlynur Bæringsson og félagar hjá Snæfelli spila fyrsta leik sinn við Grindvíkinga í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar klukkan 20 í kvöld. Bein útsending frá leiknum hefst klukkan 19:50 á Stöð 2 Sport. Hlynur segir einvígi Grindavíkur og Snæfells verða rimmu tveggja liða með ólíkan leikstíl og segir sína menn ætla að leggja upp með að vanda skotaval sitt gegn skotglöðum Grindvíkingunum. "Þetta verður barátta mismunandi stíla. Ef við náum að koma í veg fyrir að þeir fái mikið af opnum skotum, held ég að við vinnum þessa seríu. Ég held að lið sem spilar upp á það að taka mikið af þristum, skjóta á annari löppinni og taka langskot í hraðaupphlaupum sé ekki sigurstranglegt í seríu. Grindavík er hinsvegar með nokkra mjög góða skotmenn eins og Þorleif, Pál Axel og Helga Jónas og ef þeir fá opin skot, eru þeir mjög erfiðir. Við getum alveg lifað með því ef þeir fá bara erfið skot," sagði Hlynur. Við spurðum Hlyn út í hernaðaráætlun Snæfellinga fyrir einvígið við Grindavík. "Grindavík er dálítið sérstakt lið hvað það varðar að þeir eru með mjög fljóta bakverði en frekar hæga stóra menn. Við viljum reyna eins og við getum að taka góð skot og við munum ekki alltaf endilega taka skot snemma í sóknum okkar. Við reynum að taka góð skot ef þau bjóðast, en annars munum við reyna að stilla upp í kerfi. Það þýðir ekkert að fá þessa karla í hraðaupphlaup í bakið á okkur, en það þýðir samt ekki að við munum labba upp með boltann í hverri sókn. Við tökum bara það sem býðst." En hversu mikilvægt er fyrir Hólmara að vinna fyrsta leikinn í Grindavík í kvöld? "Það er að sjálfssögðu mjög mikilvægt að vinna fyrsta leikinn og við getum auðvitað slegið vopnin dálítið úr höndunum á þeim með því að vinna í kvöld. Við leggjum þetta þannig upp að við fáum þrjú tækifæri til að vinna þarna í Grindavík en við verðum líka að passa okkur á því að verja heimavöllinn. Það er auðvitað mjög mikilvægt að verja heimavöllinn, sérstaklega ef þú ert lið eins og við sem er ekki með oddaleikinn," sagði Hlynur. Hann líkir úrslitakeppninni í ár við ævintýri og er mjög hrifinn af framgöngu ÍR-inga til þessa. "Þessi úrslitakeppni í ár er búin að vera algjört bíó. Það er búið að pumpa þetta upp á alveg nýtt stig. Það er gaman að sjá hvað ÍR er að gera og ég man að ég var mjög hrifinn af þessu liði þegar við spiluðum við þá síðast. Ég held að ÍR-ingar séu til alls líklegir núna - öfugt við hérna fyrir nokkrum árum þegar mér fannst þeir verða dálítið hræddir. Ég held að það sé ekki uppi á teningnum núna og þegar þeir eru með mann eins og Nate Brown til að stýra leiknum, gætu þeir þess vegna slegið Keflvíkinga út. Þetta lið hefði ekki tapað á móti mörgum liðum eins og þeir spiluðu í þriðja leiknum á móti KR. Þetta lið á skilið hrós."
Dominos-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira