Páll Axel: Vona að allir séu með blóðbragð í munninum 7. apríl 2008 14:59 Páll Axel ætlar að vera grimmur í einvíginu við Snæfell Mynd/Anton Brink Fyrirliðinn Páll Axel Vilbergsson hjá Grindavík segist vonast til þess að hans menn mæti með blóðbragð í munninum til leiks í fyrstu viðureignina við Snæfell í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í kvöld. Eins og fram kom í grein Óskars Ófeigs Jónssonar í Fréttablaðinu í morgun hafa bæði Páll Axel og Grindavíkurliðið verið nokkuð frá sínu besta í viðureignum sínum við Hólmara í vetur, en Páll lætur það ekki á sig fá. "Leikir okkar á móti Hólmurum í vetur voru ekki bestu leikir okkar og ekki mínir bestu leikir. Við þurfum bara að laga það. Ég verð bara að halda áfram á sömu braut og vera grimmur í sóknarleiknum svo losni um aðra. Ég hef verið að leggja upp með það í þessum leikjum undanfarið að vera grimmur, því ég hef átt það til í gegn um tíðina að vera dálítið flatur út í gegn. Maður hefur sætt sig við að jogga bara með og gera ekki neitt, en við megum ekki við því núna," sagði Páll í samtali við Vísi. Hann segir Grindvíkinga ætla að nýta sér orðið á götunni til að koma sér í gírinn, því hann finni að enginn ætli Grindvíkingum sigur í rimmunni. "Við erum að fara í hörkueinvígi og menn eru að tala um að við eigum ekki séns - Snæfell sé bara með besta liðið í dag og spurningin sé ekki hvort þeir vinni, heldur hvernig þeir geri það. Þetta er bara frábært fyrir okkur og góð áskorun." "Snæfell spilar agaðan og skipulagðan körfubolta, en þetta lið er það vel mannað að það getur spilað hvaða stíl sem er. Þeir geta þess vegna unnið okkur í opnum og hröðum leik á góðum degi. Þetta er hörkulið," sagði Páll. Hann vonast þó til þess að Grindvíkingar nái að spila sinn leik í einvíginu. "Maður er að vona að við náum að hleypa þeim dálítið upp og spila hratt og að sama skapi að fá þá til að slútta dálítið snemma. Þá yrðu þeir komnir meira á okkar heimavöll, en það þýðir þó alls ekki að við getum eitthvað bókað sigur. Við breyttum okkar liði líka fyrir skömmu og erum nú komnir með smá kjöt inni í teig, svo við ættum að geta mætt þeim eitthvað þar líka," sagði Páll. Hann segir að á þessu stigi í úrslitakeppninni sé leikskipulagið ekki nema lítill hluti af heildarmyndinni. "Þegar komið er svona langt í úrslitakeppninni skiptir leikskipulagið ekki öllu máli heldur hjartað og viljinn. Þetta er bara spurning um hvað menn hafa mikinn vilja til að fara langt í þessu. Ég vona að okkar menn séu komnir með blóðbragð í munninn núna og farnir læra inn á þetta," sagði Páll. Dominos-deild karla Mest lesið Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Í beinni: Leyton Orient - Man. City | Stríðir C-deildarliðið City? Enski boltinn Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Golf Fleiri fréttir LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Sjá meira
Fyrirliðinn Páll Axel Vilbergsson hjá Grindavík segist vonast til þess að hans menn mæti með blóðbragð í munninum til leiks í fyrstu viðureignina við Snæfell í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í kvöld. Eins og fram kom í grein Óskars Ófeigs Jónssonar í Fréttablaðinu í morgun hafa bæði Páll Axel og Grindavíkurliðið verið nokkuð frá sínu besta í viðureignum sínum við Hólmara í vetur, en Páll lætur það ekki á sig fá. "Leikir okkar á móti Hólmurum í vetur voru ekki bestu leikir okkar og ekki mínir bestu leikir. Við þurfum bara að laga það. Ég verð bara að halda áfram á sömu braut og vera grimmur í sóknarleiknum svo losni um aðra. Ég hef verið að leggja upp með það í þessum leikjum undanfarið að vera grimmur, því ég hef átt það til í gegn um tíðina að vera dálítið flatur út í gegn. Maður hefur sætt sig við að jogga bara með og gera ekki neitt, en við megum ekki við því núna," sagði Páll í samtali við Vísi. Hann segir Grindvíkinga ætla að nýta sér orðið á götunni til að koma sér í gírinn, því hann finni að enginn ætli Grindvíkingum sigur í rimmunni. "Við erum að fara í hörkueinvígi og menn eru að tala um að við eigum ekki séns - Snæfell sé bara með besta liðið í dag og spurningin sé ekki hvort þeir vinni, heldur hvernig þeir geri það. Þetta er bara frábært fyrir okkur og góð áskorun." "Snæfell spilar agaðan og skipulagðan körfubolta, en þetta lið er það vel mannað að það getur spilað hvaða stíl sem er. Þeir geta þess vegna unnið okkur í opnum og hröðum leik á góðum degi. Þetta er hörkulið," sagði Páll. Hann vonast þó til þess að Grindvíkingar nái að spila sinn leik í einvíginu. "Maður er að vona að við náum að hleypa þeim dálítið upp og spila hratt og að sama skapi að fá þá til að slútta dálítið snemma. Þá yrðu þeir komnir meira á okkar heimavöll, en það þýðir þó alls ekki að við getum eitthvað bókað sigur. Við breyttum okkar liði líka fyrir skömmu og erum nú komnir með smá kjöt inni í teig, svo við ættum að geta mætt þeim eitthvað þar líka," sagði Páll. Hann segir að á þessu stigi í úrslitakeppninni sé leikskipulagið ekki nema lítill hluti af heildarmyndinni. "Þegar komið er svona langt í úrslitakeppninni skiptir leikskipulagið ekki öllu máli heldur hjartað og viljinn. Þetta er bara spurning um hvað menn hafa mikinn vilja til að fara langt í þessu. Ég vona að okkar menn séu komnir með blóðbragð í munninn núna og farnir læra inn á þetta," sagði Páll.
Dominos-deild karla Mest lesið Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Í beinni: Leyton Orient - Man. City | Stríðir C-deildarliðið City? Enski boltinn Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Golf Fleiri fréttir LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Sjá meira