Utah skellti New Orleans 9. apríl 2008 09:37 Matt Harpring skorar fyrir Utah gegn New Orleans í nótt NordcPhotos/GettyImages Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. New Orleans setti vafasamt met í vetur þegar liðið skoraði aðeins 66 stig á heimavelli í 77-66 tapi fyrir Utah í Vesturdeildarslagnum. Mehmet Okur skoraði 22 stig og hirti 17 fráköst fyrir Utah en Peja Stojakovic skoraði 15 stig fyrir heimamenn. Utah hafði örugga forystu allan síðari hálfleikinn og var sigur liðsins aldrei í hættu. Utah tryggði sér sigur í Norðvesturriðlinum með sigrinum. LA Lakers er í harðri baráttu við New Orleans um efsta sætið í Vesturdeildinni en liðið þurfti einnig að játa sig sigrað í Portland í nótt 112-103. Þetta var sjötta tap Lakers í röð í Portland, en Lakers hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir viðureign liðanna í nótt á meðan Portland hafði tapað fimm leikjum í röð. Kobe Bryant skoraði 34 stig fyrir Lakers og Pau Gasol skoraði 21 stig og hirti 13 fráköst. Brandon Roy skoraði 23 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá Portland og Channing Frye skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst. Indiana hélt í veika von um að komast í úrslitakeppni Austurdeildarinnar með góðum heimasigri á Atlanta 112-98. Sigur Atlanta hefði tryggt liðinu 8. og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Joe Johnson skoraði 30 stig fyrir Atlanta en Mike Dunleavy skoraði 28 stig fyrir Indiana. Charlotte lagði Minnesota 121-119 heima. Al Jefferson skoraði 40 stig og hirti 10 fráköst fyrir Minnesota en Jason Richardson skoraði 36 stig fyrir heimamenn. Miami vann langþráðan sigur þegar það skellti lánlausu liði Chicago Bulls 95-88. Kasib Powell skoraði 18 stig fyrir Miami en Luol Deng 25 fyrir Chicago. New York gerði sér lítið fyrir og skellti Detroit á útivelli 98-94. Wilson Chandler skoraði 19 stig fyrir New York en Amir Johnson skoraði 14 stig fyrir Detroit. Boston slapp með skrekkinn í Milwaukee eftir framlengdan leik 107-104 þar sem Boston glutraði niður góðu forskoti í síðari hálfleik. Kevin Garnett skoraði 21 stig fyrir Boston í leiknum en Michael Redd 25 fyrir Milwaukee. Phoenix vann auðveldan útisigur á Memphis 127-113 án Shaquille O´Neal sem átti við smávægileg meiðsli að stríða. Amare Stoudemire skoraði 28 stig og hirti 11 fráköst fyrir Phoenix en Rudy Gay skoraði 36 stig fyrir heimamenn. Dallas lagði Seattle 99-83 á heimavelli sínum. Jason Terry skoraði 22 stig fyrir Dallas líkt og Earl Watson hjá Seattle. Sigurinn tryggir að Dallas heldur enn góðum sjó í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar þar sem það á í harðri baráttu við Golden State og Denver. Golden State hélt einni sínu striki og lagði Sacamento 140-132 á heimavelli. Baron Davis skoraði 33 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Golden State en Francisco Garcia var með 31 stig hjá Sacramento. Loks vann Denver auðveldan útisigur á LA Clippers 117-99 þar sem Carmelo Anthony skoraði 36 stig fyrir Denver en Cuttino Mobley 25 fyrir Clippers. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira
Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. New Orleans setti vafasamt met í vetur þegar liðið skoraði aðeins 66 stig á heimavelli í 77-66 tapi fyrir Utah í Vesturdeildarslagnum. Mehmet Okur skoraði 22 stig og hirti 17 fráköst fyrir Utah en Peja Stojakovic skoraði 15 stig fyrir heimamenn. Utah hafði örugga forystu allan síðari hálfleikinn og var sigur liðsins aldrei í hættu. Utah tryggði sér sigur í Norðvesturriðlinum með sigrinum. LA Lakers er í harðri baráttu við New Orleans um efsta sætið í Vesturdeildinni en liðið þurfti einnig að játa sig sigrað í Portland í nótt 112-103. Þetta var sjötta tap Lakers í röð í Portland, en Lakers hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir viðureign liðanna í nótt á meðan Portland hafði tapað fimm leikjum í röð. Kobe Bryant skoraði 34 stig fyrir Lakers og Pau Gasol skoraði 21 stig og hirti 13 fráköst. Brandon Roy skoraði 23 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá Portland og Channing Frye skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst. Indiana hélt í veika von um að komast í úrslitakeppni Austurdeildarinnar með góðum heimasigri á Atlanta 112-98. Sigur Atlanta hefði tryggt liðinu 8. og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Joe Johnson skoraði 30 stig fyrir Atlanta en Mike Dunleavy skoraði 28 stig fyrir Indiana. Charlotte lagði Minnesota 121-119 heima. Al Jefferson skoraði 40 stig og hirti 10 fráköst fyrir Minnesota en Jason Richardson skoraði 36 stig fyrir heimamenn. Miami vann langþráðan sigur þegar það skellti lánlausu liði Chicago Bulls 95-88. Kasib Powell skoraði 18 stig fyrir Miami en Luol Deng 25 fyrir Chicago. New York gerði sér lítið fyrir og skellti Detroit á útivelli 98-94. Wilson Chandler skoraði 19 stig fyrir New York en Amir Johnson skoraði 14 stig fyrir Detroit. Boston slapp með skrekkinn í Milwaukee eftir framlengdan leik 107-104 þar sem Boston glutraði niður góðu forskoti í síðari hálfleik. Kevin Garnett skoraði 21 stig fyrir Boston í leiknum en Michael Redd 25 fyrir Milwaukee. Phoenix vann auðveldan útisigur á Memphis 127-113 án Shaquille O´Neal sem átti við smávægileg meiðsli að stríða. Amare Stoudemire skoraði 28 stig og hirti 11 fráköst fyrir Phoenix en Rudy Gay skoraði 36 stig fyrir heimamenn. Dallas lagði Seattle 99-83 á heimavelli sínum. Jason Terry skoraði 22 stig fyrir Dallas líkt og Earl Watson hjá Seattle. Sigurinn tryggir að Dallas heldur enn góðum sjó í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar þar sem það á í harðri baráttu við Golden State og Denver. Golden State hélt einni sínu striki og lagði Sacamento 140-132 á heimavelli. Baron Davis skoraði 33 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Golden State en Francisco Garcia var með 31 stig hjá Sacramento. Loks vann Denver auðveldan útisigur á LA Clippers 117-99 þar sem Carmelo Anthony skoraði 36 stig fyrir Denver en Cuttino Mobley 25 fyrir Clippers. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira